Fréttablaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 6
6 12. mars 2003 MIÐVIKUDAGUR EVRÓPA VEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 22 1. 2. 3. Hvað heitir formaður Bænda- samtakanna sem afþakkaði launahækkun? Hvaða íslenska íþróttakona sigraði í fimmtarþraut á sæn- ska meistaramótinu í fjöl- þraut síðastliðinn laugardag? Leikarinn Joaquin Phoenix hefur tekið að sér aðalhlut- verkið í kvikmynd sem fjallar um upphaf ferils eins af kon- ungum kántrítónlistarinnar. Hvað heitir þessi heimsfrægi tónlistarmaður? FJÁRMÁL Borið hefur á óánægju fólks með ávöxtun lífeyrissjóða. Þeir sem telja á sér brotið geta leit- að til Úrskurðarnefndar um við- skipti við fjármálafyrirtæki, fái þeir ekki lausn sinna mála hjá við- komandi fjármálastofnun. „Ávöxt- unin ein og sér getur þó ekki gefið tilefni til úrskurðar nefndarinnar,“ segir Guðjón Ólafur Jónsson, for- maður nefndarinnar. Hann segir dæmi um það að fyrirtæki hafi brotið á einstaklingum með því að fara ekki eftir fjárvörslusamning- um. Guðjón Ólafur segir mál sem koma inn á borð nefndarinnar af ýmsum toga. Málum hafi hins veg- ar fjölgað síðustu ár. „Í fyrra voru fleiri mál sem tengdust verðbréfa- viðskiptum en árið á undan.“ Hann segir að ýmsar skýringar geti verið á fjölgun mála. Meðal annars að fólk viti betur hvert eigi að snúa sér. Fjármálafyrirtæki séu einnig duglegri við að vísa fólki þessa leið.Telji fólk á sér brotið af fjármálafyrirtækjum ber því fyrst að snúa sér til viðkomandi fyrir- tækis og leita leiðréttingar. Fái menn ekki úrlausn sinna mála geta þeir snúið sér til Fjármálaeftirlits- ins, sem beinir málum til úrskurð- arnefndarinnar. Fyrir einstaklinga kostar það fimm þúsund krónur að vísa málum til nefndarinnar. ■ Ólga vegna ókeypis ferminga: Fríkirkjuprestur tekin af póstlista MÁLSHÖFÐUN „Þetta snýst um pen- inga og aftur peninga. Ef þessir aðilar geta ekki auglýst og þannig náð til unga fólksins deyja þeir út með nýjum kynslóðum,“ segir Þorsteinn Njálsson, læknir og formaður tóbaksvarnarnefnd- ar, um málsókn tóbaksrisans Jap- an Tobacco International gegn ís- lenska ríkinu vegna setningar tó- bakslaga árið 2001. Telur tóbaks- risinn að tóbaksvarnarlögin stríði gegn EES-samningum og íslensku stjórnarskránni. Fyrir- tækið framleiðir og selur meðal annars Winston, Camel og Salem- sígarettur: „Tóbaksfyrir- tækið reyndi þetta sama í Kanada og á Írlandi þar sem ströng tóbaks- varnarlög eru í gildi. Dómur er ekki fallinn í Ír- landi en hæstirétt- ur í Kanada stað- festi lögin og vísaði köfum tó- baksfyrirtækisins á bug. Þetta al- þjóðlega fyrirtæki, með höfuð- stöðvar í Sviss, stendur mark- visst í málsóknum gegn ríkjum sem sett hafa ströng tóbaksvarn- arlög. Þess vegna verður Ísland fyrir valinu og Írland hefur feng- ið sinn skammt eftir að þar var ákveðið að banna tóbaksreyking- ar á öllum krám og veitingahús- um í haust,“ segir Þorsteinn, sem vonast til að íslenska ríkið verjist vel gegn tóbaksrisanum, sem nú hefur þingfest mál sitt fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Ekki veiti af því tóbaksfyrirtækið beiti yf- irleitt ekki öðrum en stórkanón- unum í lögmannsstétt fyrir sig og spari hvergi fé. Lögmaður tó- baksfyrirtækisins hér á landi er Hróbjartur Jónatansson hæsta- réttarlögmaður og samstarfs- menn hans. „Skrefið sem við stigum hér á landi þegar við fengum því fram- gengt að tóbak mætti ekki vera sýnilegt í verslunum hefur reynst frábærlega. Sígarettu- pakkar í hillum eru ekkert annað en auglýsingar og sjálfir eru kaupmenn ánægðir með að hafa komið pökkunum fyrir í lokuðum skápum því við það hefur rýrnun- in hjá þeim minnkað umtalsvert,“ segir Þorsteinn Njálsson, sem sjálfur reykti London Docks vindla um tíu ára skeið en er löngu hættur. eir@frettabladid.is Skotmark Winston-risans Formaður tóbaksvarnarnefndar segir Japan Tobacco velja Ísland sem skotmark vegna bestu tó- baksvarna í heimi. Reyndu einnig í Kanada og Írlandi. Verða að ná til unga fólksins með auglýs- ingum. Þess vegna er íslenska ríkinu stefnt. KIRKJAN „Það er ekkert launung- armál að ókeypis fermingar hjá okkur hafa farið mjög fyrir brjóstið á mörgum prestum þjóð- kirkjunnar,“ segir séra Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur Frí- kirkjunnar í Reykjavík, sem gagnrýndi formann Prestafé- lagsins í predikun um síðustu helgi fyrir að reyna að „veiða“ fólk úr frjálsum trúfélögum úr hópi fermingarbarna. Jón Helgi Þórarinsson, formaður Prestafé- lagsins, hvatti aðra presta í tölvupósti til að leggja að ferm- ingarbörnum utan þjóðkirkjunn- ar að ganga til liðs við hana til eflingar og styrkingar í framtíð. Eftir gagnrýni Hjartar Magna var Fríkirkjupresturinn tekinn af póstlista Prestafélags- ins „...og mér tilkynnt að ég yrði ekki settur aftur inn á hann fyrr en komið hafi verið upp ein- hverju öryggiskerfi sem ég veit ekki hvað þýðir,“ segir séra Hjörtur Magni, sem hætti allt í einu að fá tölvupóst frá Presta- félaginu. „Prestafélagið er ekki með neinn póstlista,“ segir Jón Helgi Þórarinsson, formaður félags- ins. „Það er vefstjóri þjóðkirkj- unnar sem hefur umsjón með honum. Mér skilst að mörgum prestum hafi þótt Fríkirkju- presturinn brjóta trúnað með því að vitna í hann og því hafi hann verið tekinn af listanum tímabundið,“ segir Jón Helgi. ■ TÓBAKSVERSLUNIN BJÖRK Í BANKASTRÆTI Aðili að málsókn Japan Tobacco International gegn íslenska ríkinu. Þar vilja menn fá að sýna vöruna sem þeir selja. ...tóbaksfyrir- tækið beiti yf- irleitt ekki öðrum en stórkanónun- um í lög- mannsstétt fyrir sig og spari hvergi fé. SÉRA HJÖRTUR MAGNI Hætti að fá tölvupóst eftir predikun um fermingarbörn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M MÁLUM FJÖLGAR Guðjón Ólafur Jónsson, formaður Úrskurð- arnefndar um viðskipti við fjármálafyrir- tæki, segir hluta skýringar á fjölgun mála vera þá að fólk viti betur hvert það á að leita. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 76.99 0.26% Sterlingspund 123.28 0.60% Dönsk króna 11.46 0.39% Evra 85.1 0.39% Gengisvístala krónu 121,89 -0,33% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 312 Velta 3.746 m ICEX-15 1.382 -0,7% Mestu viðskipti Kaupþing banki hf. 184.942.887 Íslandsbanki hf. 150.991.949 Tryggingamiðstöðin hf. 114.446.601 Mesta hækkun ACO-Tæknival hf. 25,00% Hampiðjan hf. 4,76% Vinnslustöðin hf. 3,57% Mesta lækkun SÍF hf. -7,22% Skýrr hf. -3,33% Íslandsbanki hf. -2,88% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 7593,0 0,3% Nasdaq*: 1281,2 0,2% FTSE: 3452,7 0,5% DAX: 2290,4 -1,7% Nikkei: 7862,4 -2,2% S&P*: 808,0 0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 HERSTÖÐIN Í GUANTANAMO 650 mönnum er haldið eftir stríðið í Afganistan. Þeim hefur verið neitað um réttarhöld og lögfræðiaðstoð. Hryðjuverkamenn: Misjafnir dómar BANDARÍKIN, AP Bandarískur alrík- isdómstóll hefur úrskurðað að grunaðir vígamenn Talibana og al Kaída, sem haldið er í herbæki- stöðinni í Guantanamo á Kúbu, eigi engan rétt á lögfræðingi eða réttarhöldum. Dómstóllinn sagði að um útlendinga væri að ræða sem væri haldið utan Bandaríkj- anna og því giltu landslög ekki um þá. Um svipað leyti úrskurðaði dómstóll í New York að meintur bandarískur hryðjuverkamaður skyldi fá að hitta lögfræðing. Stjórnvöld hafa reynt að koma í veg fyrir að meintir hryðjuverka- menn njóti aðstoðar lögfræðings. Þau hafa skilgreint þá sem víga- menn óvina og halda því fram að þannig þurfi ekki að fylgja lands- lögum um meðferð og yfirheyrsl- ur fanga. Þetta hefur verið harð- lega gagnrýnt innan Bandaríkj- anna og á alþjóðavettvangi. ■ Brot fjármálfyrirtækja á einstaklingum: Ávöxtunin ein ekki næg ástæða FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M HERT EFTIRLIT Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila fleiri stofnunum að skoða tölvupóst einstaklinga og hlera símtöl þeirra. Þetta á að skila auknum árangri í baráttunni gegn hryðju- verkum og glæpum. Áhugafólk um persónuvernd hefur andmælt hugmyndunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.