Fréttablaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 24
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Starfsloka- samningur Bakþankar Þráins Bertelssonar Sem stendur á ég í harðvítugumkjaradeilum við þá nafnlausu hjörð sem á Fréttablaðið, en ég hef sett fram þá sanngjörnu kröfu að fá greiddar 70 milljónir króna fyrir að gera fyrirtækinu þann stóra greiða að láta af störfum og hætta að skrifa í blaðið. Ég hef ákveðið að sýna mikla sanngirni og fer ekki fram á meira en að eftirlaunaskuldbinding mín vegna verði tæpar 54 milljónir og laun á uppsagnarfresti verði 21 milljón – að meðtöldum launatengd- um gjöldum. ÞÁ HEF ÉG einnig boðist til að dútla eitthvað fyrir eignarhaldsfélag Fréttablaðsins, svara í síma, skreppa í bakaríið, lesa blöðin, raða í möpp- ur, sópa stéttina og svo framvegis þangað til ég verð 65 ára og fyrir þetta þarf ég ekki fá nema hálfa milljón á mánuði, eða samtals um 30 milljónir – og er alls ekki að heimta að fá þetta útborgað í einu lagi. MEÐ TILLITI TIL þess að ég hef skrifað í Fréttablaðið frá fyrsta út- gáfudegi er líka í hæsta máta eðli- legt að ég fái útborguð áunnin líf- eyrisréttindi. Ekki er hér verið að tala um háar upphæðir og þaðan af síður reiðufé, því að ég væri tilbúinn að sætta mig við að fá hlutabréf í fyrirtækinu fyrir sosum 70 milljón kall til að eiga í handraðanum, þótt það sé vitanlega bara vonarpening- ur. SAMANLAGT gerir þetta ekki nema rétt rúmar 200 milljónir sem er ekki há upphæð fyrir 58 ára gamlan og slitinn mann sem langar til að setjast í helgan stein. Þangað til ég verð áttræður eru 5720 virkir dagar svo að þetta gerir þetta ekki nema 34.965 krónur á dag, sem er alls ekki mikið eins og verðlagið er í þessu þjóðfélagi. Ég reikna að vísu ekki með vöxtum af eftirlaunaupp- hæðinni því að það mundi bara flækja dæmið. Enn sem komið er hafa eigendur Fréttablaðsins ekki gert mér neitt starfslokatilboð annað en fara á atvinnuleysisbætur sem eru 3.127 krónur á dag, svo að enn ber dálítið á milli, eða 31.838 krónur á dag, sem ég verð að viðurkenna að mundi skipta mig töluverðu máli þótt ekki sé um háa upphæð að ræða. Ég hef þó fulla trú á því að með lempni sé hægt að leysa þetta mál, því að eins og forstjórinn sagði: „Hvað eru 200 milljónir milli vina?“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.