Fréttablaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.03.2003, Blaðsíða 16
Fréttiraf fólki Spænskur hárgreiðslumaðurkeypti lokk úr hári Bítilsins George Harrison á uppboði fyrir rúmar 118 þúsund krónur. Hár- lokkurinn var klipptur af höfði Bítilsins árið 1964. Maðurinn er að safna hárlokkum fyrir sérstakt safn sem hann ætlar að opna í heimabæ sínum Girona. Samkvæmt skoðanakönnun semtímaritið Loaded lét gera er Pamela Anderson enn vinsælasta netstúlkan í Bretlandi. Það þýðir að netverj- ar slá hennar nafn inn oftast af öllum þeim skvísum sem látið hafa mynda sig fáklæddar síðustu árin. Aðrar vin- sælar stúlkur voru Kelly Brook, Ali Landry, Holly Valance, Kylie Minogue og Estella Warren. Rapparinn DMX hefur ákveðiðað hætta að rappa eftir útgáfu næstu plötu sinnar. Hann segist vilja eyða meiri tíma með Biblí- unni sinni. Hann ætlar einnig að reyna fyrir sér í kvikmyndum, eins og svo margir aðrir rapparar. Nýja platan, og væntanlega hans síðasta, kemur til með að heita „It’s Not a Game“. Meðal gesta- rappara á nýju plötunni má nefna 50 Cent. Breski stúlknagrínhópurinn semgerði þættina „Smack the Pony“ er nú að gera fyrstu bíó- mynd sína. Hún heitir „Gladi- atress“ og er með- al annars útúr- snúningur af hasarmyndinni „Gladiator“. Myndin er væntanleg í bíó í Bret- landi í september á þessu ári. Myndin gerist 55 árum fyrir Krist. Leikkonan Liv Tyler hefur tekiðað sér að leika „pin-up“-stúlk- una Bettie Page í mynd um ævi hennar. Stúlkan á að hafa reynt að næla sér í hlut- verkið síðan 1999. Fyrir þá sem ekki vita var Bettie Page ein af djarf- ari pin-up-stúlkum sjötta áratugar- ins en lét sig hverfa eftir stuttan feril sem nektarfyrirsæta. 16 12. mars 2003 MIÐVIKUDAGUR LORD OF THE RINGS kl. 4/ 4 í lúxusSPY KIDS 2 kl. 2, 3.45 og 5.50 GANGS OF NEW YORK kl. 8 í Lúxus GANGS OF NEW YORK b.i.16 kl. 10.10 GULLPLÁNETAN m/ísl.tali 4 THE RING kl. 5.45, 8 og 10.20 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4 og 6 TWO WEEKS NOTICE 5.50, 8, 10.10 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.30 b.i.16.ára kl. 7.15CATCH ME IF YOU CAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. kl. 10THE RING kl. 5.40STELLA Í FRAMBOÐI kl. 5.50, 8 og 10LILJA 4-EVER MAN WITHOUT A PASTkl. 6, 8 og 10 NORRÆNIR BÍÓDAGAR Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 Sýnd í lúxus kl. 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 Regla 1. Aldrei gera tvöfaldaplötu. Sama hversu hæfileika- ríkur þú heldur að þú sért. Þær eru dýrari, lengri og nær undantekn- ingarlaust leiðinlegri. Undantekn- ingin er hvíta albúm Bítlanna. Meira að segja „Mellon Collie & the Infinite Sadness“ með Smashing Pumpkins og „Fragile“ með Nine Inch Nails hefðu mátt vera einfald- ar og styttri. Jay-Z er með afar sérstaka rödd. Hún virkar brothætt á köfl- um og er það mikill plús fyrir hann. Sem rappari er hann því vel yfir meðallagi. En hvernig í ósköpunum datt honum í hug að einhver héldi athygli í tvær klukkustundir? Og hér er glás af uppfyllingarefni sem nær hámarki smekkleysunnar í ömurlegri afskræmingu lagsins „My Way“. Jay-Z er nú réttdræpur af Rottugenginu, kemur mér ekki á óvart ef Geir Ólafsson reynir að koma honum fyrir kattarnef líka. Hér eru örfá sæmileg lög, nefni „A Dream“, „03 Bonnie & Clyde“ og „Blueprint 2“. Innan um 25 lög hlýt- ur það að teljast slæmur árangur. Aðeins fyrir hörðustu aðdáend- ur Jay-Z, hinir ættu að halda sig fjarri. Jay-Z segist ætla að gera eina plötu til viðbótar og hætta svo. Vonandi stendur hann við það. Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist Haldið ykkur fjarri Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.30 b.i.12 CATCH ME IF YOU CAN kl. 8 kl. 4DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 ■ ÚTVARP Í dag fara uppvakningarnir Sig-urjón Kjartansson og Gunnar Hjálmarsson í fjórða skipti í loftið undir hatti „Zombie“. Samkvæmt þeim félögum verður það á meðal dagskráliða í dag að gefa hass í beinni útsendingu. „Það verður gaman að fá við- brögð hlustenda við því,“ segir Sigurjón. „Sá sem þiggur það þarf náttúrlega að gefa upp fullt nafn, kennitölu og heimilisfang.“ Þeir félagar hafa þekkst lengi. Til dæmis aðstoðaði Dr. Gunni, eins og hann er kallaður, Sigurjón fyrir nokkrum árum þegar hljóm- sveit hans Ham vantaði gítarleik- ara. Í þá daga gekk Sigurjón undir viðurnefninu „hertoginn“. Það hefur líklegast ekki verið vegna þess hversu blíður stjórnandi hann var. „Það er bara einn harðstjóri í þessu teymi og hann heitir Dr. Gunni,“ fullyrðir Sigurjón. „Ég lemur mig áfram í þrotlausa vinnu, endalaust. Hann vill bara vinna, vinna og vinna.“ „Sigurjón var búinn að vera að spila badminton svolítið lengi einn,“ bætir Dr. Gunni við. „Hann vantaði mótleikara.“ Í þættinum eru nokkrir fastir dagskrárliðir. Annan hvern dag fer nýr þáttur úr framhaldsleik- ritinu „Menntaskólamorðin“ í loftið. „Það er „stöff“ sem Agatha Christie hefði látið aðra löppina fyrir,“ fullyrðir Dr. Gunni. „Hún hefði grenjað,“ segir Sig- urjón. „Síðan erum við með þræla- uppboð á þjóðþekktum einstak- lingum. Við setjum fólk í uppboð og bjóðum hlustendum að bjóða.“ „Þrælunum“ er ekki tilkynnt um sölu þeirra fyrirfram og því ólíklegt að þeir mæti sjálfviljugir til „meistara“ síns. „Það hefur eiginlega ekkert reynt á það,“ segir Sigurjón. „Hlustendur geta bara prófað að sækja þá heim til sín.“ Það að mæta á hverjum degi í útvarpið að röfla er nýtt fyrir Dr. Gunna. Hingað til hefur hann látið skoðanir sínar flakka á bloggsíðu sinni á Netinu. Hann segist líklega verða að hætta því núna. „Ég verð að hafa stjórn á hlutunum, það þýðir ekkert að dreifa öllu sínu andlega sæði upp á hvern dag. Ég var skammaður einu sinni þegar ég var að vinna á blaði að ég ætti ekki að eyða öllum hugmyndunum strax. Mér var bara sagt að ég væri of duglegur. Maður er bara svo misjafn. Ég er til dæmis í geð- lægð núna og ekkert ofboðslega hress,“ segir Gunni og hlær. biggi@frettabladid.is Hertoginn og doktorinn Radíó X er nú orðið að X-inu 97,7 aftur. Dagskrá stöðvarinnar hefur verið lítillega breytt og er stærsta breytingin nýr morgunþáttur, „Zombie“, í umsjón Sigurjóns Kjartanssonar og Dr. Gunna. CHICAGO kl. 8 og 10.30 ZOMBIE Sigurjón Kjartansson og Dr. Gunni segjast ætla að gefa hass í beinni útsendingu í þætt- inum í dag. „Það verður gaman að fá viðbrögð hlustanda við því. Sá sem þiggur þarf náttúrlega að gefa upp fullt nafn, kennitölu og heimilisfang.“ Prófkvíði Námskeið fyrir þá sem þurfa að ná tökum á kvíðanum (14 st.) fim. 20. mars – 8. maí kl. 17:00-19:00. Leiðbeinendur: Halldóra Bergmann sálfræðingur og Guðmunda Birg- isdóttir námsráðgjafi. Verð: 14.000 kr. Einstaklingstími hjá sálfræðingi innifalinn. Upplýsingar í síma 581 4914 og www.fa.is/framvegis Pete Townshend: Málinu vísað frá? FÓLK Svo gæti farið að mál Pete Townshend, gítarleikara bresku rokksveitarinnar The Who, komi aldrei fyrir dóms- stóla. Townshend var sakaður um að hafa keypt sér aðgang að netsíðu sem innihélt barnaklám. Hann við- urkenndi að hafa keypt sér aðgang en aðeins í rannsóknar- skyni fyrir bók sem hann er að skrifa. Hann hefur alla tíð haldið því fram að hann sé ekki barnaníðingur og að- stoðaði lögreglu við rannsókn máls- ins. Lögregla hefur boðið Townshend að fella niður málið ef hann viður- kenni sekt upp að vissu marki. Hann á nú að vera að velta tilboðinu fyrir sér. ■ PETE TOWNSHEND Reynir hvað hann getur til þess að bjarga mannorði sínu. ELVIS COSTELLO Popparinn Elvis Costello var á mánudag vígður inn í „Frægðarhöll rokksins“ með mikilli athöfn á Waldorf Astoria í New York. Honum þótti þetta mikill heiður og lagði sig allan í framkomu sína um kvöldið. Rokkhljómsveitin The Clash var einnig vígð inn í safnið. JAY-Z: The Blueprint FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.