Fréttablaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 2
2 14. apríl 2003 MÁNUDAGUR
„Það er erfitt að vera dómari í eig-
in sök eða ágæti. Ég fagna því ef
öðrum finnst ég jákvæður og ég
held ég sé það almennt.“
Fylgi Frjálslynda flokksins hefur rokið upp eftir að
Guðjón A. Kristjánsson tók við formannsembætti
flokksins. Flokkurinn er sá þriðji stærsti sam-
kvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins.
Spurningdagsins
Guðjón, ertu svona vinsæll?
STJÓRNMÁL „Ég greiði sektina og
mun vinna dóminn af mér með
þriggja mánaða samfélagsþjón-
ustu,“ segir Gunnar Örlygsson,
sem skipar fyrsta sæti á fram-
boðslista Frjálslynda flokksins í
Suðvesturkjördæmi. Gunnar fékk
dóminn fyrir að landa um það bil
500 tonnum af ferskum þorski
framhjá vigt.
„Þegar þetta átti sér stað var
mönnum stillt upp við vegg. Það
varðar við lög að henda fiski í haf-
ið og það er líka lögbrot að landa
framhjá vikt. Há kvótaleigan
gerði það svo að verkum að menn
voru að tapa stórfé á því að koma
með aflann að landi. Þetta réttlæt-
ir auðvitað ekki það sem ég gerði.
Ég braut lög en vil ekki stuðla að
lögbrotum. Nú er ég kominn á
réttan vettvang og mun berjast
gegn þessu með löglegum hætti.“
Gunnar bendir á að hann hafi
komið fram og viðurkennt brot
sitt. „Ég gerði þetta að játningar-
máli til að sýna fram á hversu
arfavitlaust fiskveiðistjórnunar-
kerfið er. Ég vil undirstrika að
samkvæmt kosningalögum hef ég
óflekkað mannorð og fullt kjör-
gengi.“ ■
STRÍÐSFÖNGUM BJARGAÐ Sjö
bandarískir fangar fundust á
veginum milli Bagdad og Tikrit í
Írak í gær. Tveir þeirru voru með
skotsár. Enn er leitað að tólf
bandarískum hermönnum þar í
landi. Sjö þeirra eru taldir vera
stríðsfangar, hinna fimm er sakn-
að.
FORNMINJAR EYÐILAGÐAR Í
Bagdad hafa hópar fólks farið
um rænandi og ruplandi í
kjölfar innrásar Bandaríkjanna.
Meðal annars hafa ómetanlegar
fornminjar í þjóðminjasafni
borgarinnar verið eyðilagðar.
Þetta eru styttur og fleiri munir
frá vöggu siðmenningarinnar í
Mesópótamíu.
ÍRANAR BERJAST Í ÍRAK Íranskir
stjórnarandstæðingar, sem hafa
haft bækistöðvar í Írak, segja
íranska stjórnarherinn hafa farið
yfir landamærin og til átaka hafi
komið. Tíu stjórnarandstæðingar
eru sagðir hafa fallið í þessum
átökum, sem staðið hafa í nokkra
daga og náð til þriggja bæja.
RÁÐHERRALISTI PALESTÍNU-
MANNA Mahmoud Abbas, sem
brátt tekur við nýju embætti for-
sætisráðherra í heimastjórn
Palestínumanna, lauk í gær við
að velja ráðherra með sér í
stjórnina. Meðal þeirra eru
nokkrir helstu ráðamenn Fatah-
hreyfingarinnar, sem þarf að
samþykkja ráðherralistann.
VIÐSKIPTI Steingrímur J. Sigfússon,
formaður Vinstri grænna, segist
hafa allan fyrirvara á sameiningu
Kaupþings og Búnaðarbankans
frá samkeppnissjónarmiðum.
„Mér finnst það mikið umhugs-
unarefni hvernig fjármálamark-
aðurinn er að þróast í átt til auk-
innar fákeppni,“ segir Steingrím-
ur. „Með sameiningunni verður til
stór og sterkur banki sem hefur
sjálfsagt burði til að keppa við er-
lenda banka. En á hinn bóginn
verður því ekki á móti mælt að
þarna er að safnast saman mikið
fjármálalegt afl og mikil sam-
þjöppun í okkar litla fjármála-
heimi.“
Steingrímur segist hugsa til
starfsfólks bankanna og hvernig
staðið verði að málefnum þess.
„“Það er hægt að spyrja hvort
eitthvað hafi breyst sem gerir það
að verkum að sameining af þessu
tagi nái frekar í gegn núna. Það er
að vísu ljóst að Kaupþing og Bún-
aðarbankinn hafa verið á sitt
hvorum hluta markaðarins og
þetta er ekki eins og sameining
tveggja viðskiptabanka,“ segir
Steingrímur. „Það kann vel að
vera að þetta teljist ekki eins al-
varlegt gagnvart þjónustu við al-
menning í samkeppnislegu tilliti.
En þá kemur aftur að hinu, sem er
þjónusta við fyrirtæki og sam-
þjöppun í fjármálaheimi al-
mennt.“ ■
Viðskiptaráðherra:
Leiðir ekki
til fákeppni
VIÐSKIPTI Valgerði Sverrisdóttur,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, líst
vel á fyrirhugaða sameiningu
Búnaðarbankans og Kaupþings.
„Með sameiningunni verður til
stórt og öflugt fjármálafyrirtæki
sem ekki mun bara starfa á Ís-
landi heldur líka erlendis,“ segir
Valgerður. „Ég hef trú á því að
þetta fyrirtæki geti orðið sterkt.“
Valgerður segir að sameining-
in sé mjög ólík þeirri sem reynd
var fyrir þremur árum með sam-
einingu Landsbanka og Búnaðar-
banka.
„Það voru mjög áþekkir við-
skiptabankar en þarna er um við-
skiptabanka og fjárfestingabanka
að ræða. Mér sýnist því að þetta
ætti ekki að leiða af sér fákeppni
og það er grundvallaratriði,“ seg-
ir ráðherrann. ■
Már Wolfgang Mixa:
Skynsamleg
sameining
VIÐSKIPTI Már Wolfgang Mixa, for-
stöðumaður SPH-verðbréfa, segir
fyrirhugaða sameiningu Kaup-
þings og Búnaðarbankans skyn-
samlega og að nokkrir augljósir
möguleikar verði til varðandi hag-
ræðingu. Kaupþing fái greiðan að-
gang til að selja afurðir sínar í
gegnum útibúanet Búnaðarbank-
ans hér á landi á meðan verð-
bréfadeild Búnaðarbankans njóti
þess alþjóðlega viðskiptanets sem
Kaupþing hafi komið sér upp að
undanförnu.
„Sumir hafa viljað meina að
það næðist meiri hagræðing með
því að sameina viðskiptabanka en
það er ekki þar með sagt að þessi
hagræðing sé óhagkvæm,“ segir
Már. „Með því að stilla saman
strengina og nýta útibúanetin
geta báðir aðilar styrkst í sinni
stöðu og samnýting næst.“ ■
VIÐSKIPTI „Með stærri og öflugri
einingu erum við betur í stakk bún-
ir til að þjónusta viðskiptavini okk-
ar og vonandi samkeppnishæfari til
hagsbóta fyrir þá. Jafnframt skil-
um við vonandi hluthöfunum aukn-
um arði,“ segir Sigurður Einarsson,
stjórnarformaður Kaupþings
banka, um fyrirhugaða sameiningu
við Búnaðarbanka Íslands.
Stjórn Kaupþings banka og
bankaráð Búnaðarbanka Íslands
samþykktu á laugardag að leggja til
við hluthafafundi bankanna að þeir
verði sameinaðir undir nafninu
Kaupþing Búnaðarbanki Íslands hf.
Hluthafar Kaupþings eiga að fá
rúmlega 51% í hinum sameinaða
banka en hluthafar Búnaðarbank-
ans um 48%. Bankinn verður skráð-
ur í Kauphöll Íslands og í Kauphöll-
inni í Stokkhólmi.
Starfsmenn hins sameinaða
banka verða tæplega 1.400 talsins,
þar af um 400 erlendis. Með hag-
ræðingu má búast við einhverjum
uppsögnum. „Eðli málsins sam-
kvæmt geta orðið einhverjar breyt-
ingar á starfsmannahaldi,“ segir
Sigurður.
Ef af sameiningunni verður
mun Kaupþing Búnaðarbanki hf.
verða stærsti banki landsins og
verðmætasta fyrirtækið í Kaup-
höll Íslands með rúman 61 millj-
arð króna í veltu. Bankinn verður
jafnframt meðal tíu stærstu
banka á Norðurlöndum.
Eigið fé bankanna nemur sam-
tals um 33,5 milljörðum króna og
heildareignir 434 milljörðum.
Bankarnir skiluðu samtals 5,4
milljarða króna hagnaði á síðasta
ári og hreinar rekstrartekjur voru
rúmur 21 milljarður á síðasta ári.
Áður en af sameiningu verður
þurfa hluthafafundir Búnaðar-
bankans og Kaupþings að sam-
þykkja samrunann. Hluthafafund-
ir í báðum bönkum verða haldnir
fyrir lok maí og ef samþykki fæst
verður fyrsti starfsdagur 30. maí.
Fjármálaeftirlitið og Samkeppnis-
ráð þurfa þó að veita samþykki
sitt til að af samruna verði.
Kaupþing Búnaðarbankinn hf.
verður með starfsemi á öllum
Norðurlöndunum, að Noregi und-
anskildum, auk þess sem hann
verður með skrifstofur í New
York, London og Lúxemborg.
„Eftir samrunann erum við
mjög vel í stakk búnir til þess að
taka þátt í frekara samrunaferli,
fyrst og fremst á Norðurlöndun-
um,“ segir Sigurður en telur ólík-
legt að frekari samruna verði að
gæta hér heima.
kristjan@frettabladid.is
Berst gegn kvótakerfinu með löglegum hætti:
Mönnum var stillt
upp við vegg
GUNNAR ÖRLYGSSON
„Ég vil undirstrika að samkvæmt
kosningalögum hef ég óflekkað
mannorð.“
Steingrímur J. um sameininguna:
Þróun í átt til fákeppni
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
Óttast aukna fákeppni í fjármálaheiminum.
Formaður bankaráðs
Búnaðarbankans:
Segist mjög
ánægður
VIÐSKIPTI Hjörleifur Jakobsson,
formaður bankaráðs Búnaðar-
bankans, segist vera mjög ánægð-
ur með fyrirhugaða sameiningu
við Kaupþing.
S-hópurinn svokallaði, Egla
ehf., hafði átt kjölfestuhlut í Bún-
aðarbankanum í þrjá daga þegar
bréf um fyrirhugaða sameiningu
barst stjórn bankans frá Kaup-
þingi. Með sameiningu Búnaðar-
bankans og Kaupþings verður S-
hópurinn einn stærsti hluthafi í
Kaupþingi Búnaðarbanka hf. með
9,43% eignahlut.
S-hópurinn keypti 45,8% hlut í
Búnaðarbankanum í nóvember í
fyrra fyrir 11,9 milljarða króna.
Aðspurður hvort Hjörleifur teldi
að gengi Búnaðarbankans myndi
hækka við sameininguna sagði
hann: „Það er erfitt að segja til um
það. Báðir sjá fram á hagræðingu
með þessari sameiningu og frek-
ari vöxt sem ætti að auka hag
allra hluthafa.“ ■
Frekari samruni
er fyrirhugaður
Sameining Búnaðarbankans og Kaupþings samþykkt í stjórn fyrirtækj-
anna. Úr verður stærsti banki landsins ef af sameiningu verður. Líkur á
uppsögnum. Frekari samruni fyrirhugaður.
FYRIRHUGUÐ SAMEINING KYNNT
Tillaga er um að Sigurður Einarsson verði stjórnarformaður Kaupþings Búnaðarbanka Ís-
lands, Hjörleifur Jakobsson varaformaður stjórnar en Hreiðar Már Sigurðsson og Sólon R.
Sigurðsson forstjórar.
MARKAÐSVIRÐI FIMM
STÆRSTU FYRIRTÆKJA
LANDSINS EF AF SAMEININGU
VERÐUR
Fyrirtæki Markaðsvirði
Kaupþing/Búnaðarbanki 60 milljarðar
Íslandsbanki 51 milljarður
Landsbanki Íslands 27 milljarðar
Pharmaco hf. 45 milljarðar
Baugur hf. 25 milljarðar
■ Innrás í Írak/
Örfréttir
■ Innrás í Írak/
Örfréttir
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T