Fréttablaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 14. apríl 2003                 ! "#  $% &#'(  ) * +,-+  "-". / 01"234# /   0   # 567.  894: /    ) ;   "# 5.  < =    /=!  3 .;%    43 #4    ( (> 5!   1   ?   ""2       ! "#   $% &#'(  ) * +,-+    "-". / 51"234# /   0   # 567.  894: /   :- &  "# 5.  < =    /=!  3 .;%   43 #4    ( (> 5!    4 =/ @'  .  :67A5:B        : $#'( :"-"01"23# /  /     !  !  "#$ % !  ! &'  !  ! "#  1   ? :  $#'( :"-"01"23 /       1   ?   ""2       ! "#   $% &#'(  ) * +,-+    "-".  0   # 567.  894: /   :- &  "# 5.  < =    /=!  3 .;%   43 #4    ( (> 5!  !  ! "#$  1   ? :  $#'( :"-" /      Heróp forstjórans í innanhúspósti FJÖLMIÐLAR Sigurður G. Guðjóns- son, forstjóri Norðurljósa, stappar stálinu í starfsfólk sitt í innanhús- pósti sem hann sendi á dögunum. Hvetur hann þar fólk til að halda ró sinni og láta ekki glepjast af gylli- boðum samkeppnisaðila og þá sér- staklega á útvarpssviðinu. Í innan- húspóstinum spáir forstjórinn því að útvarpsstöðvar samkeppnisaðila muni sameinast áður en langt um líður – eina ferðina enn. Nefnir forstjórinn dæmi um brotthvarf tveggja starfsmanna sem nú rói á önnur mið; Guðrún Gunnarsdóttir sé hætt í Íslandi í dag og hafi afþakkað starf á út- varpsstöðvum Norðurljósa og Ágúst Héðinsson, fyrrum dag- skrárstjóri útvarpsstöðva fyrirtæk- isins, sé genginn til liðs við útvarps- samsteypuna sem rekur Steríó, Múzík og Íslensku útvarpsstöðina. Í innanhúspósti Sigurðar G. Guðjóns- sonar segir meðal annars: „Eins og ávallt þegar nýir miðlar fara af stað eða reynt er að endur- vekja gamla er leitað að fólki hjá þeim sem fyrir eru. Ágúst (fyrrum dagskrárstjóri) sem þekkir síma- númerin hjá öllum hér innandyra hefur verið að leita hér en án árang- urs enn. Við vitum þó aldrei hvað gerist. Grasið er oft grænna hinum megin og ekkert við því að segja þó fólk vilji róa á ný mið. Þeim sem vilja fara er auðvitað frjálst að fara. Plís bara enga dramatíska út- göngu...“ biður forstjórinn í bréfi sínu og klykkir svo út með framtíð- arsýn sinni í útvarpsmálunum með hliðsjón af núverandi stöðu mála: „Reikna má með að allt þetta út- varpsbix renni saman á endanum og sagan endurtaki sig.“ ■ Samkeppni ■ Forstjóri Norðurljósa hvetur starfsfólk til að halda ró sinni og láta ekki ginnast af gylliboðum samkeppnisaðila. Grasið sé ekki alltaf grænna hinum megin. Spáir samruna frjálsra útvarpsstöðva einn ganginn enn. Útlendir glaumgosar gerðustrandhögg í Reykjavík um helgina og lögðu vitaskuld snörur sínar fyrir íslenskt kvenfólk með misjöfnum árangri. Vitleysingarnir í Jackass-genginu mættu í stefnu- mótaþáttinn Djúpu laugina á Skjá einum þar sem þeir ætluðu að næla sér í keppendur í fegurðarsam- keppninni Ungfrú Ísland.is. Þeir voru pöddufullir og forsprakki hópsins, Steve-O, lognaðist víst út af í förðunarstólnum þreyttur mjög eftir gegndarlaust djamm. Það tókst þó með einhverjum ráðum að vekja kappann en það hafði ekkert upp á sig þar sem íslensku dömurnar af- þökkuðu stefnumót með sauð- drukknum kjánaprikunum. Kjánaprikin létu þessi skakkaföllí kvennamálunum ekki á sig fá og mættu galvaskir til að skemmta aðdáendum sínum í Háskólabíói. Mörgum aðdáendanna fannst þeir þó fá frekar lítið fyrir sinn snúð þar sem hetjurnar entust ekki nema í um það bil 40 mínútur á sviðinu. Á meðan Steve-O og félagar fóru sér að voða í Háskólabíói tryllti eró- bikkteknóhljómsveitin Scooter lýð- inn í Laugardalshöllinni. Þeir gerðu sér dælt við dömurnar, að hætti poppara, og varð víst einna mest ágengt með ólögráða unglingsstúlk- ur sem tóku þeim svo opnum örm- um að sómakæru fólki sem varð vitni að atganginum varð nóg um. Kjánaprikin héldu aðra skemmtuná laugardag. Sýningin stóð að- eins lengur en daginn áður eða í tæp- an klukkutíma. Áhorfendur töldu það þó meira en nóg og voru orðnir fullsaddir af uppátækjum þeirra fé- laga. Þeir byrjuðu á því að drekka hálfa flösku af tekíla eftir að hafa hellt salti í nefið á sér og sett lime- safa í augað. Því næst ældu þeir út allt sviðið. Þá hófst viðbjóðurinn fyr- ir alvöru. Steve-O, eitt aðal kjána- prikið, skar meðal annars í tunguna á sér með glerbroti þar til hún var orðin vel blóðug og festi punginn á sér við nárann með heftibyssu. GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR Úr sjónvarpinu – vildi ekki í útvarpið. JARÐARFARIR 13.30 Alda Pétursdóttir, Holtsgötu 37, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Margrét Eggertsdóttir, söngkona, verður jarðsungin frá Langholts- kirkju. 15.00 Herdís Guðmundsdóttir frá Sæ- bóli, Aðalvík, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. ANDLÁT Sigurður Hallgrímsson, vélaverkfræð- ingur, lést 10. apríl. Sigurveig Halldórsdóttir lést á hjúkrun- arheimilinu Eir 10. apríl. Margrét Lilja Ólafsdóttir lést 10. apríl. Guðlaug Helga Sveinsdóttir, Suðurhól- um 26, lést 11. apríl. Málfríður Jóhanna Matthíasdóttir, Boðahlein 12, lést 11. apríl. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Heiðvangi 7, lést 11. apríl. Sigrún Guðmundsdóttir, síðast til heimilis á Óðinsgötu 16, lést 11. apríl. ■ Tímamót Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.