Fréttablaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 13
13MÁNUDAGUR 14. apríl 2003 Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn: Spáir 2% verðbólgu EFNAHAGSMÁL Samkvæmt Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum hefur verð- bólga verið mjög lítil í þróuðum ríkjum og búist er við að hún verði undir 2% á þessu ári. Verðbólgan er talin geta auk- ist aðeins í Bandaríkjunum þar sem gengi dollars hefur lækkað og olíuverð hækkað en líklegt þykir að sú hækkun gangi til baka. Á evrusvæðinu hefur hækkun á gengi evrunnar vegið á móti olíuverðshækkunum. Gert er ráð fyrir að áfram dragi úr verðbólgu þar og að hún verði um 1,5% á næsta ári. Í Japan heldur verðhjöðnun áfram en hún gæti jafnvel orðið víðtækara vandamál, til dæmis í Þýskalandi þar sem var nánast engin verðbólga seinni hluta árs- ins 2002. ■ Stjórnvöld í Svasílandi: Ekkert nema góðar fréttir SVASÍLAND, AP Upplýsingaráðherra Svasílands hefur bannað ríkis- reknum fjölmiðlum landsins að flytja umdeildar fréttir. Þetta er gert vegna þess að stjórnarand- stæðingar ætla að efna til mánað- arlangra mótmæla gegn stjórn landsins. Meðal þess sem upplýsingaráð- herrann vill ekki sjá í ríkisrekn- um fjölmiðlum eru fréttir af kaupum hins einvalda konungs landsins á nýrri þotu á kostnað ríkissjóðs og fréttir af atvikum þar sem lög og regla hafa látið undan síga. ■ Ensk sveitarstjórn: Flytjið til Frakklands LONDON, AP Sveitarstjórninni í Kent líst ekkert á hugmyndir um að tugþúsundir nýrra heimila verði byggðar í sýslunni á næstu árum til að mæta húsnæðisþörf. Hún hefur því brugðið á það ráð að hvetja fólk til að flytja til Frakklands. „Húsnæðisverð í Norður- Frakklandi er mun lægra en í Kent,“ segir oddviti sveitarstjórn- arinnar. „Fólk gæti unnið hérna en notið þess sem Frakkland hef- ur upp á að bjóða.“ Hann leggur því til að fólk búi í Norður-Frakk- landi en fari um Ermarsunds- göngin til að komast til vinnu í Suður-Englandi. Þegar ný hraðlest kemst í notkun á svæðinu tekur aðeins klukkutíma að ferðast frá Calais til London með lest. ■ STJÓRNMÁL T-listinn, sem býður fram í Suðurkjördæmi, leggur fyrst og fremst áherslu á hækk- un skattleysismarka í 90 þús- und krónur og lækkun á virðis- aukaskatti á matvælum. Kristján Pálsson, þingmaður og stofnandi T-listans, segist vilja stíga varlega til jarðar í öllum yfirlýsingum í skattamál- um. Þær séu háðar því að svig- rúm skapist í opinberum fjár- málum og líta verði til þess að við afgreiðslu fjárlaga í vetur hafi aðeins 1,2 milljarðar króna staðið eftir. Það sé því ekki eins og ríkið hafi einhverja sjóði til að ganga í. „Við teljum að skattalækk- anir eigi að hagnast þeim sem lægstar hafi tekjurnar og hækkun skattleysismarka ger- ir það,“ segir Kristján. „Enn fremur viljum við skoða hvort grundvöllur sé fyrir að hækka hátekjuskattsmörkin og lækka virðisaukaskatt á matvæli.“ Kristján segir að T-listinn vilji enn fremur skoða vandlega hvort ekki sé rétt að hækka frí- tekjumark námsmanna sem séu á námslánum. Núverandi kerfi virki letjandi á náms- menn, því námslánin byrji að skerðast svo fljótt, eða við svo lág- ar tekur. ■ Kristján Pálsson, þingmaður og stofnandi T-listans: Vill hækka skattleysismörk KRISTJÁN PÁLSSON Kristján segir að T-listinn vilji skoða vand- lega hvort ekki sé rétt að hækka frítekju- mark námsmanna sem séu á námslánum. VALLETTA, AP Eddie Fenech Adami, forsætisráðherra Möltu, hrósaði í gær sigri eftir þingkosningar á laugardag. Talningu atkvæða var þó ekki lokið. Adami sagði að nú yrði ekki snúið af braut aðildar að Evrópu- sambandinu. Alfred Sant, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar og fyrrverandi for- sætisráðherra, hafði heitið því að undirrita ekki aðildarsamning ef hann hlyti sigur í kosningunum. Í gær viðurkenndi hann þó ósigur sinn og sagðist virða vilja þjóðar- innar. Malta er eitt tíu ríkja sem ætla að ganga í Evrópusambandið á næsta ári. Leiðtogar allra ríkj- anna eiga að undirrita aðildar- samning í Grikklandi nú á mið- vikudaginn. ■ Forsætisráðherra Möltu: Hrósar sigri EVRÓPUSINNAR FAGNA Evrópusinnum á Möltu virðist nú ekkert að vanbúnaði að undirrita aðildarsamning á miðvikudaginn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.