Fréttablaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 16
16 14. apríl 2003 MÁNUDAGUR MIKE WEIR Upphafshögg Kanadamannsins Mike Weir á 17. holu í 3. umferð bandaríska Masters- mótsins um helgina. Golf Víngerðarverslunin þín! Fremstir síðan 1959 Gæðavara á góðu verði Ný sending komin sem fer beint á útsölu. Vertu tilbúinn fyrir grillið í sumar! Ármúla 15 - 108 Reykjavík - Sími: 533 3070 - www.vinhussins.isOpið föstud. 10 - 18 og laugard. 11 - 14 - RISA ÚTSALA! KÖRFUBOLTI „Þetta kom ekki mjög á óvart. Við vorum búnir að spila mjög vel í úrslitakeppninni,“ seg- ir Sigurður Ingimundarson, þjálf- ari karlaliðs Keflavíkur í körfuknattleik. Keflavík tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik á fimmtudaginn var með því að leggja granna sína í Grindavík að velli, 3-0, í úr- slitarimmunni. „Við vorum ekki að velta okkur upp úr því að vinna 3-0 eða eitt- hvað slíkt,“ segir Sigurður. „Við ákváðum bara að spila eins vel og við gátum. Við spiluðum einstak- lega vel í þessari úrslitakeppni.“ Keflvíkingar unnu alla bikara sem í boði voru, Íslandsmeistara, bikarmeistara og fyrirtækja, en urðu að sjá á eftir deildarmeist- aratitlinum til Grindvíkinga. „Við vorum með jafnmörg stig og liðið sem vann deildarmeist- aratitilinn þannig að ég held að við getum ekki annað en verið ánægðir. Við unnum alla aðra titla og öll þau æfingamót sem við tóku þátt í,“ segir Sigurður. Sigurður hefur verið afar sig- ursæll sem þjálfari og leikmaður, hefur unnið Íslandsmeistaratitil- inn tíu sinnum, þar af sjö sem þjálfari. Hann vann þrjá Íslandsmeist- aratitla sem leikmaður með Kefla- vík, árin 1989, 1992 og 1993. Hann stýrði kvennaliði Keflavíkur sem varð fjórum sinnum Íslandsmeist- ari á árunum 1992-1996. Karlalið Keflavíkur vann síðan sinn þriðja Íslandsmeistaratitil undir stjórn Sigurðar á fimmtudaginn var. „Það er alltaf jafn gaman að vinna titla og ég geri ekki upp á milli þeirra,“ segir Sigurður að- spurður hver þeirra sé eftir- minnilegastur. „Eigum við ekki bara að segja sá síðasti. Það var mjög gaman að vinna núna og ég er ánægður með að hafa unnið núna.“ Sigurður segir veturinn í ár hafa verið afar skrýtinn en jafn- framt mjög skemmtilegan. „Það hefur ýmislegt gengið á en í gegn- um heilt erum við með mjög góðan hóp sem hefur staðið sig vel,“ seg- ir þjálfarinn. Sigurður telur að Íslandsmótin í körfu hafi verið afar jöfn síðustu ár – nokkuð góð. „Það hefur verið ágætis þróun í deildinni, kannski engir stórkost- legir hlutir, en við erum í góðum málum að ég held. Framtíðin er björt og alveg rúmlega það,“ segir Sigurður. Samningur Sigurðar við Kefla- víkurliðið er runninn út. Hann segir framtíðina óráðna. „Við höf- um ekki rætt framhaldið. Við ákváðum að klára þessa keppni en það er ekkert víst að ég verði áfram.“ En ef til Sigurðar verður leitað er hann þá til? „Hugsanlega! Það er ekkert víst,“ segir Sigurður Ingimundar- son, þjálfari Íslands-, bikar- og fyrirtækjameistara Keflavíkur í körfuknattleik. ■ Alltaf jafn gaman að vinna titla Keflavík varð Íslandsmeistari í körfuknattleik karla. Sigurður Ingimundarson stýrði liðinu til sigurs í þriðja sinn. Segir alltaf jafn gaman að vinna titla. Framtíðin óráðin. SIGURÐUR INGIMUNDARSON Hefur þjálfað karlalið Keflavíkur í sjö ár. Í þrígang hefur liðið unnið Íslandsmeistaratitilinn. FÓTBOLTI Paul Scholes skoraði þrennu þegar Manchester United vann Newcastle 6-2 á St. James’ Park á laugardag. Hann varð þar með fyrstur leikmanna United til að skora þrennu á heimavelli Newcastle síðan Enoch West skor- aði öll mörkin í 3-1 sigri árið 1912. Sagan segir að United hafi upp- götvað Paul Scholes fyrir tilvilj- um. Útsendarar félagsins voru að kanna hæfileika markvarðar í leik unglingaliða í Oldham þegar þeir komu auga á Scholes. Scholes lék fyrst með aðalliði United haustið 1994 en framan af ferlinum fékk hann helst tæki- færi þegar Mark Hughes og Eric Cantona voru meiddir eða í leik- banni. Eftir að þeir hurfu á braut hefur Scholes jafnan átt fast sæti í aðalliðinu og verið mikilvægur liðsmaður á sigursælasta tímabil- inu í sögu United. Scholes kann best við sig á miðjunni og hættulegastur er hann þegar hann laumar sér af miðsvæðinu og inn í eyðurnar í teignum. Hann nýtir færin sín vel og afgreiðir þau jafnan með við- stöðulausum skotum. ■ Enska úrvalsdeildin: Þriðja þrenna Scholes PAUL SCHOLES Paul Scholes skorar eitt þriggja marka sinna gegn Newcastle á laugardag. Scholes hafði áður skorað þrennu í lands- leik gegn Póllandi árið 1999 og í deildar- leik gegn West Ham árið 2000. LEIKIR OG MÖRK PAUL SCHOLES Man. United 1994-2003 372 98 England 1997-2003 54 13 Esso-deild kvenna: ÍBV og Haukar í úrslitum HANDBOLTI ÍBV og Haukar leika til úrslita í Esso-deild kvenna eftir sannfærandi sigra í undanúrslit- um. Eyjastúlkur unnu Val 27-22 að Hlíðarenda á laugardag en höfðu áður unnið með tíu marka mun á heimavelli. Haukastúlkur héldu upp á afmæli félagsins með 24-16 sigri á Stjörnunni í Garðabæ. Þær unnu fyrri leikinn með sjö marka mun á miðvikudag. Fyrsti leikur ÍBV og Hauka verður í Eyjum 26. apríl. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.