Fréttablaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 12
12 14. apríl 2003 MÁNUDAGUR
FERMINGARTILBOÐ
A50 - Frábær nýr farsími frá
Siemens
Í tilefni ferminga bjóðum við
eftirfarandi búnað á góðu verði:
A50 farsíma
Krusell tösku
Handfrjálsan búnað
Auka fram- og bakhlið
Tilboðsverð: 12.900
Stakur sími kostar
9.900 kr.
Nóatúni 4 - S. 520 3000 - www.sminor.is
O
D
D
I H
F-
J6
04
2
EFNAHAGSMÁL Gert er ráð fyrir
hægfara efnahagsbata í heimin-
um á þessu ári samkvæmt nýrri
efnahagsspá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins.
Í vefriti fjármálaráðuneytisins
er fjallað um skýrsluna og þar
segir að hagvaxtarspár fyrir 2003
og 2004 hafi verið lækkaðar frá
síðustu spá sjóðsins sem kom út
síðastliðið haust. Hagvöxtur árs-
ins 2002 reyndist örlítið meiri en
síðasta spá gerði ráð fyrir, en
samkvæmt þessari nýjustu spá
sjóðsins er reiknað með að hag-
vöxtur á evrusvæðinu verði 1,1%
á þessu ári og 2,3% á því næsta. Í
Bandaríkjunum er búist við örari
vexti en þar er reiknað með 2,2%
vexti í ár og 3,6% á næsta ári.
Samkvæmt spánni stafar hæg-
ur hagvöxtur að undanförnu að
hluta til af óvissu sem skapaðist
vegna yfirvofandi stríðs í Írak en
einnig vegna viðvarandi áhrifa af
lækkunum á hlutabréfamörkuð-
um. Atvinnuleysi hefur aukist og
iðnaðarframleiðsla staðnað auk
þess sem dregið hefur úr alþjóða-
viðskiptum. Afturkippur í efna-
hagslífinu hefur enn fremur veikt
stöðu ríkisfjármála í flestum
löndum og leitt til halla og skulda-
söfnunar á nýjan leik. Svigrúm
stjórnvalda til mótvægisaðgerða
hefur því þrengst. ■
SARAJEVÓ, AP Friðargæsluliðar
Nató hafa handtekið 35 ára gaml-
an Bosníumúslíma sem ákærður
er fyrir stríðsglæpi gegn Serbum.
Naser Oric var yfirmaður her-
sveita múslíma í borginni Srebr-
enica þar sem serbneskar her-
sveitir myrtu fjölda óbreyttra
múslíma í Bosníu-stríðinu.
Ákæra stríðsglæpadómstólsins
í Haag á hendur Oric er í sex lið-
um og hljóðar upp á brot gegn
Genfarsáttmálanum, morð, pynt-
ingar og tilefnislausa eyðilegg-
ingu. Oric er gefið það að sök að
hafa pyntað og myrt serbneska
fanga í Srebrenica og hafa farið
ránshendi um fimmtán þorp í ná-
grenni borgarinnar. Serbar hafa
ásakað Oric og hersveitir hans um
að hafa drepið um 2.000 óbreytta
borgara í ránsferðum sínum.
Ákæran var ekki gerð opinber
strax, sem gerði yfirvöldum kleift
að koma Oric að óvörum. Hann
var handtekinn fyrir utan heimili
sitt í borginni Tuzla af hópi borg-
aralega klæddra friðargæsluliða
og hefur nú þegar verið fluttur til
Haag. ■
BERLÍN, AP Lögreglan í Berlín réðst
til inngöngu í strætisvagn þar
sem bankaræningi hélt tveimur
manneskjum í gíslingu í fjórar og
hálfa klukkustund. Sérsveitar-
menn lögreglunnar brutu rúður á
strætisvagninum til þess að kom-
ast inn og skutu ræningjann í öxl-
ina. Farþegi og lögreglukona,
sem hafði elt manninn inn í vagn-
inn, sluppu ómeidd.
Forsaga málsins er sú að tveir
grímuklæddir menn á þrítugs-
aldri frömdu vopnað rán í banka í
Steglitz-hverfinu í Berlín.
Komust þeir undan með ótil-
greinda peningaupphæð og tóku
yfir strætisvagn sem stóð fyrir
utan bankann. Yfir 20 farþegar
voru um borð en þeir höfðu nær
allir komist undan þegar lögregl-
unni tókst að stöðva vagninn um
klukkustund síðar.
Lögreglan umkringdi vagninn
og leyniskyttur tóku sér stöðu
skammt frá. Á meðan á umsátr-
inu stóð heyrðist byssuhvellur
inni í vagninum en óvíst er hvort
það var ræninginn eða lögreglu-
konan sem skaut. Félagi manns-
ins var á bak og burt þegar lög-
reglan gerði áhlaup á strætis-
vagninn en ekki liggur fyrir
hvenær hann lét sig hverfa. ■
Ræningi komst undan í strætisvagni:
Yfirbugaður eftir
fjögurra tíma umsátur
UMSÁTRI LOKIÐ
Bankaræningi særðist lítillega þegar lög-
reglan gerði áhlaup á strætisvagn þar sem
hann hélt tveimur manneskjum í gíslingu.
NASER ORIC
Á meðal Bosníu-múslíma er Naser Oric álitinn þjóðhetja fyrir að hafa reynt að halda uppi
vörnum gegn hersveitum Serba í borginni Srebrenica þegar Bosníu-stríðið stóð sem hæst.
Bosnísk þjóðhetja:
Sakaður um
stríðsglæpi
Efnahagsspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins:
Búist við hægum
efnahagsbata
LÆKKUN HLUTABRÉFAMARKAÐA
Hægur hagvöxtur að undanförnu stafar
meðal annars vegna viðvarandi áhrifa af
lækkunum á hlutabréfamörkuðum.
Egilsstaðir:
Ekki með-
gjöf með
Eiðakirkju
SVEITARSTJÓRNIR Sóknarnefnd Eiða-
kirkju fær enga meðgjöf frá Aust-
ur-Héraði þegar nefndin tekur við
kirkjunni frá sveitarfélaginu.
Samkvæmt kaupsamningi milli
Austur-Héraðs og einkafélagsins
Eiða ehf. á kirkjan ásamt lóð og
kirkjugarði að afhendast sóknar-
nefndinni. Nefndin taldi að með
þyrftu að fylgja peningar svo unnt
yrði að byggja þjónustuhús við
kirkjuna.
Bæjarráð Austur-Héraðs vildi
ekki láta fé af hendi rakna en segir
að uppfylla eigi samninginn um af-
hendingu kirkjunnar. ■
HEILBRIGÐISMÁL Campylobacter-
sýkingum í mönnum hefur fækkað
um 80% hérlendis á síðustu þremur
árum. Þetta kom fram í ræðu Sivj-
ar Friðleifsdóttur umhverfisráð-
herra á málþingi um campylo-
bacter á föstudaginn. Siv sagði að
sú staðreynd að fjöldi sýkingatil-
fella væri um fimmtungur af því
sem hann hefði verið árið 1999
þýddi sparnað upp á 130 til 260
milljónir króna á ári. ■
SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR
Umhverfisráðherra segir að litið sé
til Íslands sem fyrirmyndar.
Campylobacter-sýkingar:
Um 80% fækkun