Fréttablaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 4
4 14. apríl 2003 MÁNUDAGUR Ertu orðinn þreytt(ur) á kosningaumfjölluninni? Spurning dagsins í dag: Eiga samkeppnisyfirvöld að heimila sam- einingu Búnaðarbankans og Kaupþings? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 18% 56% Nei 27%Nei, alls ekki Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is EVRÓPUMÁL Meirihluti Ungverja vill ganga í Evrópusambandið. Kosningar um hvort landið ætti að gerast aðildarríki í sambandinu fóru fram í landinu á laugardag. 83,8% kjósenda vildu að þjóðin verði hluti af sambandinu. Kjörsókn var mun minni en bú- ist hafði verið við eða aðeins 45,6%. Yfirleitt verður kjörsókn að vera yfir 50% til þess að hún sé lögmæt en í ljósi þess hversu hátt hlutfall vildi aðild er kosningin gild. Rúmlega 2 milljónir Ung- verja vildu ganga í Evrópusam- bandið. Forsætisráðherra landsins, Peter Medgyessy, fagnaði niður- stöðunni og sagði hana sigur fyrir börn landsins. Á laugardagskvöld- ið fagnaði fólk úti á götum borga landsins og haldnar voru flugelda- sýningar. ■ JÓN KRISTJÁNSSON Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að auka framlög til Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Barna- og unglinga- geðdeild: Aukin framlög HEILBRIGÐISMÁL Ríkisstjórnin hef- ur samþykkt að auka framlög til Barna- og unglingageðdeildar Landsspítalans. Að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra verður deild- in stækkuð um 6-8 rými og jafn- framt komið upp betri aðstöðu til að sinna þörfum barna og ung- linga með geðraskanir utan sjúkrahússins. Samþykktin um aukin fjárframlög kemur í fram- haldi af tillögum starfshóps sem skipaður var læknum og sviðs- stjóra á Barna- og unglingageð- deild. Stofnkostnaður við stækk- un deildarinnar er áætlaður um 45 milljónir króna og rekstrarkostn- aður á ársgrundvelli vegna breyt- inganna verður um 55 milljónir. ■ Laugardalshöll: Fíkniefni á tónleikum LÖGREGLA Lögreglan hafði afskipti af sex manns á tónleikum Scooter í Laugardalshöll á föstudagskvöld vegna gruns um fíkniefnavörslu. E-töflur fundust á einum þeirra og var hann fluttur í fanga- geymslu lögreglunnar. Lögreglan þurfti nokkrum sinnum að stilla til friðar eftir tón- leikana. ■ LÍFLÁTSHÓTANIR „Ég mun fella niður kæruna á Aðalstein ef ég er þess fullviss að hann fái hjálp sálfræð- ings og geðlæknis,“ segir bar- stúlka á Kaffi Róm í Hveragerði sem í október síðastliðnum varð fyrir því að Aðalsteinn Árdal Björnsson hótaði henni lífláti þar sem hún var við vinnu sína. Í endaðan mars veiktist Aðal- steinn illa án þess að fá rétta greiningu. Undir þeim kringum- stæðum hótaði hann fangaverði sem gerði að sögn fangans lítið úr veikindum hans. Fangelsisyfir- völd beittu viðurlögum og úr- skurðuðu að fanginn mætti ekki hringja næstu mánuðina og ekki fá heimsóknir nema í klukkustund á viku og þá skyldi öryggisgler skilja hann frá gestum. Foreldrar fangans vísuðu máli hans til dómsmálaráðuneytisins, sem mildaði refsinguna örlítið en stað- festi að öðru leyti úrskurðinn. Fanginn sætti kynferðislegri misnotkun sem barn en Hæsti- réttur dæmdi kvalara hans í átta mánaða fangelsi á sínum tíma. Móðir fangans hefur gagnrýnt harðlega að drengurinn hafi ekki fengið hjálp kerfisins eftir þann atburð. Þeir dómar sem hann hef- ur fengið eru vegna líkamsárása og líflátshótana. Þrjú mál af sama toga á hendur honum hafa verið dómtekin. Þeirra á meðal er mál barstúlkunnar á Kaffi Róm. Hún segist hafa kært hótunina en hann hafi beðið sig afsökunar daginn eftir og sagt að hann meinti ekki illt með því sem hann sagði. „Maðurinn á auðvitað mjög bágt og þegar hann bað mig afsök- unar var hann gjörsamlega miður sín. Ég er tilbúin til þess að falla frá þessu máli ef hann fær hjálp,“ segir hún. Dómsmálaráðherra mun á næstu dögum funda með Hólm- fríði Lúðvíksdóttur, móður Aðalsteins, vegna vanda hans. ■ Fíkniefni: Sex handtek- in í Eyjum LÖGREGLA Um 140 grömm af hassi og 30 e-töflur fundust í Vest- mannaeyjum um helgina. Þrjár konur og þrír karlar á aldrinum 16 til 31 árs voru handtekin aðfara- nótt laugardags grunuð um fíkni- efnamisferli. Í framhaldi af því var gerð leit í íbúðum og bifreiðum í eigu hinna handteknu og fundust þá fíkniefn- in auk áhalda til fíkniefnaneyslu. Við yfirheyrslu játaði kona úr hópi hinna handteknu að eiga e- töflurnar og eigandi hassins reyndist vera rúmlega tvítugur piltur. Hann játaði að efnið væri ætlað til sölu. ■ Ungverjaland gengur í Evrópusambandið: Rúmlega 80% kjósenda vildu aðild GLEÐI Í UNGVERJALANDI Ungverskur drengur veifar fána Evrópu- sambandsins í átt til móður sinnar. Mikil gleði var í Búdapest eftir að niðurstaða kosninganna varð ljós. Barstúlka í Hveragerði fékk líflátshótun: Fellir niður kæru ef fangi fær hjálp AÐALSTEINN ÁRDAL BJÖRNSSON Hótaði fangaverði þar sem hann lá sár- þjáður. Var refsað með síma- og heim- sóknabanni. SKOÐANAKÖNNUN Frjálslyndi flokk- urinn er orðinn þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt nið- urstöðum vikulegrar skoðana- könnunar Fréttablaðsins sem gerð var á laugardaginn. Frjálslyndir mælast með 10,5% fylgi og bætir flokkurinn við sig tæpum 2% frá síðustu könnun blaðsins. Samkvæmt þessari niður- stöðu fengi flokk- urinn 7 þingmenn og gæti myndað tveggja flokka stjórn með Sjálf- stæðisflokknum. Sjálfstæðisflokk- urinn fær 39% at- kvæða í könnun blaðsins, sem er rúmum 4% meira en fyrir viku síðan. Samkvæmt þessu fengi hann 26 þingmenn, sem er einum þingmanni meira en hann hefur í dag. Samfylkingin nýtur stuðnings 31,1% landsmanna og hefur flokk- urinn aldrei mælst með lægra fylgi í skoðanakönnunum blaðs- ins. Áður hafði hann lægst farið í 32,4% þann 3. febrúar, en í síðustu viku fékk flokkurinn 34,9%. Sam- kvæmt niðurstöðunni á laugar- daginn fengi flokkurinn 20 þing- menn. Framsóknarflokkurinn stend- ur í stað milli vikna. Hann mælist nú með 8,9%, sem er nákvæm- lega sama og hann mældist með fyrir viku síðan. Samkvæmt þessu fengi flokkurinn 5 þing- menn eða sjö færri en hann er með í dag. Vinstri grænir tapa hlutfalls- lega mestu milli vikna, því flokk- urinn mælist nú með 7,4% fylgi, sem er 3,2% minna en fyrir viku síðan. Samkvæmt þessu fengi flokkurinn 5 þingmenn, sem er einum minna en hann er með núna. Hæst hafa Vinstri grænir mælst með 13,5% í skoðanakönn- unum blaðsins fyrir mánuði síðan. Nýju flokkarnir tveir mælast báðir undir 2%. T-listi Kristjáns Pálssonar, sem býður fram í Suð- urkjördæmi, fær 1,7% en Nýtt afl fær 1,3%. Í könnuninni á laugardaginn var hringt í 1.200 manns á landinu öllu og tóku 66,3% þeirra afstöðu. Í Fréttablaðinu á morgun verður fjallað um samandregnar niður- stöður þriggja síðustu kannanna blaðsins, þar sem samanlagt úrtak er 2.400 manns. Helsta niðurstað- an er sú að Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins með rúmlega 37% fylgi, Samfylkingin er með 34% og Frjálslyndi flokk- urinn 9,1%. trausti@frettabladid.is FJÖLDI ÞINGMANNA 12. MARS Þingmenn B 5 D 26 F 7 S 20 U 5 Samfylkingin dalar samkvæmt niðurstöðum könnunar Fréttablaðsins. Tveggja flokka stjórn Frjálslyndra og Sjálfstæðisflokks möguleiki. Vinstri grænir virðast í lægð. Úrtakið var 1.200 manns. Frjálslyndir þriðji stærsti flokkurinn GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON Formaður Frjálslyndra nýtur vaxandi stuðn- ings samkvæmt könnunum. SVANUR KRISTJÁNSSON Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er orðið nokkuð stöðugt. Skoðanakannanir: Stöðugt fylgi smáflokka SKOÐANAKANNANIR Frjálslyndi flokkurinn, Framsóknarflokkur- inn og Vinstri grænir fá um 10% fylgi samkvæmt síðustu skoðana- könnunum Félagsvísindastofnun- ar, Fréttablaðsins og Gallup. Hins vegar virðist fylgi Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar sveiflast nokkuð til og þar ber könnunun- um ekki saman. Könnun Félags- vísindastofnunar var gerð á tíma- bilinu 6.-10. apríl, könnun Frétta- blaðsins 12. apríl en Gallup gerði sína könnun allan marsmánuð. Svanur Kristjánsson, prófess- or í stjórnmálafræði, telur að fylgi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sé orðið nokk- uð stöðugt í kringum 35% og fylgi hinna flokkanna í kringum 10%. Hann telur að í grófum dráttum muni þetta verða niðurstaðan í vor. Hins vegar telur hann enn ekki ráðlegt að spá um of í þessar tölur því að um þriðjungur kjós- enda gefi ekki upp afstöðu sína og þann hóp telur hann mjög óút- reiknanlegan. Svanur segir að Frjálslyndi flokkurinn njóti þess að hafa skipt um formann á síðasta landsfundi flokksins auk þess sem hann telur umræðuna um kvótakerfið hafa komist í umræðuna í auknum mæli. „Það er greinileg stemning fyrir breytingum og Frjálslyndi flokkurinn nýtur þess.“ ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.