Fréttablaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 1
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Þriðjudagurinn 22. apríl 2003
Tónlist 20
Leikhús 20
Myndlist 20
Bíó 22
Íþróttir 14
Sjónvarp 24
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
PERSÓNA
Aldrei
unnið í banka
AFMÆLI
Enginn
aldur
ÞRIÐJUDAGUR
92. tölublað – 3. árgangur
bls. 28
DEILUR
Segist sakaður
um rasisma
bls. 30
ÍRAK Jay Garner, fyrrum hershöfð-
ingi, kom til Bagdad í gærmorgun
til að kanna eyðilegginguna af völd-
um stríðsins í Írak. Verkefni Garn-
ers er að hafa umsjón með upp-
byggingu í Bagdad fyrir hönd
Bandaríkjanna, en hann hefur
mætt andstöðu Íraka sem vilja
sjálfir stjórna uppbyggingu í land-
inu. Garner segir að sitt fyrsta
verk verði að tryggja vatn og raf-
magn í borginni. Hann mun heim-
sækja vatnshreinsistöðvar, orkuver
og sjúkrahús og fyrirhugað er að
fjölga í starfsliði hans um 450
manns næstu daga.
Garner í Bagdad
MENNING Vika bókarinnar hefst í
dag. Fræðsluráð Reykjavíkur af-
hendir í Höfða í dag barnabóka-
verðlaun í 31. skipti. Veitt eru
tvenn verðlaun, annars vegar fyrir
frumsamda barnabók og hins vegar
fyrir þýðingu á barnabók.
Vika bókarinnar
MYNDLIST Eyvindur P. Eiríksson
opnar sýningu ljóðmyndverka með
flutningi ljóða og tónlistar í Lóu-
hreiðri, Laugavegi 61, klukkan
16.00. Fram koma m.a. Erpur Þ. Ey-
vindarson, G. Rósa, Særós Mist og
Ketill Larsen.
Ljóðmyndaverk í
Lóuhreiðri
bls. 4
ÞETTA HELST
Það tók dómara aðeins þrjármínútur að gefa út
morðákæru í Pensacola. bls. 6
Sókn Frjálslynda flokksinsheldur áfram. Hvað veldur?
bls. 8
Ríkisendurskoðun kannarembættisfærslur Þorfinns
Ómarssonar síðustu daga hans
hjá Kvikmyndasjóði. bls. 2
Fleiri kjósendur viljaríkisstjórn núverandi
stjórnarandstöðuflokka en
áframhald ríkisstjórnar
Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks. bls. 4
REYKJAVÍK Fremur hæg
austlæg átt. Skýjað með
köflum.
Hiti 5 til 10 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
+
+
+
+
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 8-13 Skýjað 10
Akureyri 3-5 Skýjað 8
Egilsstaðir 3-8 Skýjað 7
Vestmannaeyjar 3-8 Skýjað 8
➜
➜
➜
➜
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
SKOÐANAKÖNNUN Sjálfstæðisflokk-
urinn mælist með 3,8 prósentum
minna fylgi í skoðanakönnun
Fréttablaðsins nú en fyrir viku og
er með 35,2 prósent. Samfylkingin
missir einnig fylgi og mælist nú
með 29,1 prósents fylgi. Það er 2,0
prósentum minna en fyrir viku.
Þetta kemur fram í skoðanakönn-
un Fréttablaðsins sem gerð var á
laugardag.
Framsóknarflokkurinn bætir
mest við sig, fer úr 8,9 prósentum
í 11,8 prósent. Frjálslyndi flokkur-
inn bætir enn við sig, mælist nú
með 12,8 prósent, sem er nokkuð
meira en fyrir viku, en þá mældist
fylgi hans 10,5 prósent. Vinstri
grænir mælast nú með 9,5 prósent
en voru með 7,4 prósent fyrir viku.
Samkvæmt könnuninni fengi
Sjálfstæðisflokkur 23 þingmenn,
Samfylking 19, Frjálslyndir átta,
Framsóknarflokkur
sjö og vinstri grænir
sex.
Steingrímur J. Sig-
fússon segir niður-
stöðuna vera í áttina.
„Ég hef ágæta tilfinn-
ingu fyrir stöðunni,“
sagði hann. „Þessar
tölur gefa til kynna
að þeir sem vilja
hnekkja veldi Sjálfstæðisflokks-
ins verða að spýta í lófana,“ segir
Össur Skarphéðinsson. „Þetta fer
fram úr okkar björtustu vonum,“
segir Guðjón Arnar Kristjánsson,
formaður Frjálslynda flokksins.
Guðmundur G. Þórarinsson, Nýju
afli, sagðist eiga von á meira fylgi.
„Við fáum ekki að vera með í um-
ræðuþáttum. Við þurfum að heyr-
ast,“ sagði hann. „Við erum glað-
beitt.“
„Ég hef ekki fundið
annað en mjög jákvæð-
an anda í okkar garð og
við höfum hingað til ver-
ið í góðri sókn,“ sagði
Guðlaugur Þór Þórðar-
son, Sjálfstæðisflokki.
„Við höfum trú á að við
eigum eftir að sækja
mikið á á næstunni,
hversu góð vísbending
þetta er skal ég ekki fullyrða um,“
sagði Halldór Ásgrímsson, for-
maður Framsóknarflokksins.
Skoðanakönnunin var gerð á
laugardag. Hringt var í 1.200 kjós-
endur sem skiptast jafnt á milli
kynja og kjördæma eftir fjölda
kjósenda. 26,2 prósent sögðust
óákveðin eða svara ekki, sem er
lægra hlutfall en áður.
Niðurstaða úr síðustu tveimur
könnunum er á bls. 2.
Stóru tapa fylgi
Samfylkingin mælist undir 30 prósentum og Frjálslyndir mælast aftur
þriðji stærsti flokkurinn. Framsókn sækir á. Óákveðnum fækkar. Ríkis-
stjórnin fellur samkvæmt þessum niðurstöðum.
FLENSA „Ég aflýsti ferðinni,“ segir
Unnur Guðjónsdóttir hjá Kína-
klúbbi Unnar um fyrirhugaða
hópferð til Kína. Unnur ætlaði að
fara ásamt níu ferðalöngum til
Kína 8. maí.
„Á meðan fréttir um flensuna
voru bara frá Hong Kong og
Guangdong, sem eru einu svæðin
sem Alþjóðaheilsustofnunin hefur
varað við, fannst mér engin
ástæða til að hætta við ferðina,”
segir Unnur.
Unnur segir nýjar fréttir frá
Peking um að Kínverjar hafi ekki
gefið upp réttar tölur varðandi
lungnabólgufaraldurinn og alla
umfjöllun í fjölmiðlum valda uggi
hjá fólki. „Aðeins 200 manns hafa
látist úr faraldrinum og 96 pró-
sent sem fá flensuna læknast. Mér
finnst ekki hægt að tala um pest í
þessu sambandi, en umræðan er
þannig að mér fannst best að ræða
við mitt fólk sem reyndar vildi allt
fara,“ segir Unnur.
Unnur segir að þó tvær og hálf
vika séu þar til brottför átti að
vera hafi þetta átt að vera
skemmtiferð og því kannski ekk-
ert spennandi fyrir fólk að leggja
af stað og vera uggandi. „Síðustu
tvo daga hafa fréttir frá Peking
verið þannig að mér fannst betra
að tala við mitt fólk og heyra í því
hljóðið. Öllum kom saman um að
fara inn í haustferðina sem ráð-
gerð er fimmta september,“ segir
Unnur. ■
Kínaklúbbur Unnar bregst við lungnabólgunni:
Hættir við Kínaferðina
T0MBÓLA Á VESTURGÖTUNNI Mjór er mikils vísir. Krakkarnir vilja leggja sitt af mörkum til að gefa til góðs málefnis. Þrátt fyrir fórn-
fýsina létu þessar stelpur það eftir sér að gæða sér á ís í vorblíðunni.
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 73% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í FEBRÚAR 2003.
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
Meðallestur 25 til 49
ára samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
febrúar 2003
18%
D
V
90.000 eintök
73% fólks lesa blaðið
Hvaða blöð
lesa 25 til 49
ára íbúar á
höfuðborgar-
svæðinu á
þriðjudögum?
63%
79%
Halldór Ásgrímsson
skipar 1. sæti á lista
Framsóknarflokksins
í Reykjavík norður
Kjóstu stöðugleika
NIÐURSTAÐAN
Prósent Þingmenn
B 11,8 7
D 35,2 23
F 12,8 8
N 1,3 0
S 29,1 19
T 0,7 0
U 9,5 6
GARNER VIÐ KOMUNA TIL BAGDAD
Garner er ætlað að stjórna uppbyggingu í
Bagdad og undirbúa jarðveginn fyrir stjórn
heimamanna. Engar dagsetningar hafa þó
verið nefndar um hvenær Írökum verður
veitt vald yfir borginni.
Garner kominn til
Bagdad:
Í óþökk Íraka
UPPBYGGING Jay Garner, fyrrum
hershöfðingi, kom til Bagdad til
að kanna eyðilegginguna af völd-
um stríðsins í Írak. Verkefni hans
er að hafa umsjón með uppbygg-
ingu í Bagdad fyrir hönd Banda-
ríkjanna, en hann hefur mætt and-
stöðu Íraka sem vilja sjálfir
stjórna uppbyggingunni. Leiðtogi
Kúrda, Jalal Talabani, segist ekki
viðurkenna útlendinga sem yfir-
menn uppbyggingar og hópur
kenndur við Shia-múslima vill
enga samvinnu við Bandaríkja-
menn og neitar að mæta til við-
ræðna undir stjórn Garners.
Bandaríkjamenn segjast ekki
viðurkenna Mohammed Mohsen
al-Zubaidi, sem fyrr í mánuðinum
hélt því fram að hann hefði verið
valinn borgarstjóri í Bagdad. „Við
vitum ekkert um hann annað en að
hann hefur sjálfur sagst vera nýr
borgarstjóri,“ segir Barbara
Bodine, fyrrum sendiherra í
Jemen og talsmaður Bandaríkja-
hers í Írak. „Við þekkjum hann
ekkert og okkur vitanlega hafa
ekki farið fram neinar kosningar
þar sem hann var kosinn borgar-
stjóri.“
Garner segir sitt fyrsta verk
vera að tryggja vatn og rafmagn í
borginni. Hann sagðist ekki vilja
nefna nein tímamörk um hversu
langan tíma hann yrði í Írak. ■