Fréttablaðið - 22.04.2003, Síða 14

Fréttablaðið - 22.04.2003, Síða 14
14 22. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR Matthew Upson: Vill halda í Dugarry FÓTBOLTI Matthew Upson, varnar- maður Birmingham, hefur hvatt Frakkann Christophe Dugarry til að vera áfram hjá félaginu eftir þessa leiktíð. Dugarry kom til Birmingham í janúar sem lánsmaður frá Bord- eaux í Frakklandi. Samningur kap- pans við Bordeaux rennur út í sumar og hefur Dugarry þegar gefið í skyn að hann vilji leika eitt ár í viðbót með Birmingham. „Það yrði frábært ef Christophe yrði áfram hjá okkur,“ sagði Up- son. „Hann skapar mikið af mark- tækifærum fyrir sjálfan sig og leggur upp færi fyrir aðra líka.“ ■ FÓTBOLTI Búist er við hörkuviður- eign á Spáni þegar Valencia tekur á móti Internazionale í síðari viðureign liðanna í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Internazionale vann fyrri leik- inn í Mílano 1:0 fyrir tveimur vik- um með marki Christian Vieri. Valencia átti meira skilið í leiknum og sagði Rafael Benítez þjálfari eftir leikinn: „Við gerðum allt betur en Inter, nema að skora.“ Héctor Cúper, þjálfari Int- er, sagði hins vegar: „Ég er ekki alveg sáttur við leik okkar, en við unnum og það er það sem telur.“ Tyrkinn Emre Belözoglu hjá Inter og David Albelda hjá Val- encia voru reknir af velli í fyrri leiknum og taka því út leikbann í kvöld. Auk þess verður Inter án varnarmannsins Francesco Coco, sem meiddist á mjöðm í leik lið- anna í Mílanó, og Fabio Cannavaro, sem meiddist í leik gegn AC Milan fyrir tíu dögum. Sigurvegarinn í leik Valencia og Inter mætir Ajax eða AC Milan í undanúrslitum. ■ FÓTBOLTI Barcelona og Juventus eigast við í síðari leik liðanna í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evr- ópu í kvöld. Bæði lið áttu erfitt með að skapa færi á hálum Delle Alpi- vellinum fyrir tveimur vikum og var leikurinn ekki mikið fyrir aug- að. Juventus var þó sterkari aðil- inn og telst Barcelona hafa sloppið vel frá leiknum. Radomir Antic, stjóri Barcelona, sagðist eftir leikinn fyrst og fremst vera ánægður með úrslitin en ekki hvernig þau náð- ust. „Við spiluðum ekki besta leik okkar á leiktíðinni en úrslitin sem við náðum voru afar hagstæð.“ Barcelona lá töluvert til baka í leiknum og kom það nokkuð á óvart. „Ég er viss um að við mun- um sjá allt annað lið á Nou Camp. Þar að auki munu 100 þúsund manns styðja við bakið á okkur.“ Liðið sem kemst áfram í kvöld mætir Real Madrid eða Manchest- er United í undanúrslitum keppn- innar. ■ ÍSHOKKÍ Tommy Salo, markvörður Edmonton Oilers, ver skot frá Brenden Morrow (Dallas Stars) í leik liðanna í átta liða úr- slitum vesturdeildarinnar í síðustu viku. Íshokkí HOLLENDINGAR EIGAST VIÐ Hollendingarnir Marc Overmars (til vinstri) og Edgar Davids berjast í leik Barcelona og Juventus þann 9. apríl. Leikurinn, sem endaði með jafntefli, var háður á Delle Alpi leik- vangnum á Ítalíu. FYRRI VIÐUREIGNIR BARCELONA OG JUVENTUS 1970-1971 Barcelona - Juventus 1:2 1:2 1985-1986 Barcelona - Juventus 1:0 1:1 1990-1991 Barcelona - Juventus 3:1 0:1 FYRRI LEIKUR LIÐANNA Juventus - Barcelona 1:1 1:0 Paolo Motero (16.), 1:1 Javier Saviola (78.) Meistaradeild Evrópu: Allt annað Barcelona- lið á Nou Camp AP /M YN D MARKI FAGNAÐ Hernan Crespo (til vinstri), Christian Vieiri og Sergio Conceicao, leikmenn Inter, fagna marki Vieri gegn Valencia í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni. FYRRI VIÐUREIGNIR VALENCIA OG INTERNAZIONALE: 1961-1962 Valencia - Internazionale 2:0 3:3 2001-2002 Internazionale - Valencia 1:1 0:1 FYRRI LEIKUR LIÐANNA Internazionale - Valencia 1:0 Christian Vieri (14.) Meistaradeild Evrópu: Hörkuviðureign fram undan AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.