Fréttablaðið - 22.04.2003, Qupperneq 18
18 22. apríl 2003 ÞRIÐJUDAGUR
BOLTINN SLEGINN
Argentínumaðurinn Agustin Calleri slær
tennisboltann af miklu afli í leik gegn Sví-
anum Magnus Norman í fyrstu umferð
Godo-tennismótsins sem hófst í Barcelona
í gær. Calleri vann leikinn í tveimur lotum,
6-2 og 7-5.
Tennis
Frá
Reykjavík
Frá
Garðabæ
Smáralind
13
62
/
T
A
K
T
ÍK
OPIÐ kl. 13 -18 alla daga
Síðustu
dagar Síðustu
dagar
Síðustu
dagar Hlíðasmára
13 Kópavogi
!"#$%&'()*+,)-
.
$/&-#0
1 /&&& 2
!"#$%%
$&'()*+
!"#),-.
$&'()*+
!"#),..
%+/
0+1+2
/ ++3
4+1 /5
* -
3.4
5
#*&&"678
%+ 9:;
$%'(&&&&)-
.
$/&-#'* #0
1 <&&&
7="#$,&&)+&&)-
.
$/&-0
1 /&&& 2 FÓTBOLTI Íslendingaliðinu Lokeren
hefur gengið vel í belgísku úrvals-
deildinni í vetur. Félagið er í 3.
sæti og keppir við Anderlecht um
næst efsta sætið sem gefur jafn-
framt keppnisrétt í Meistaradeild
Evrópu.
Lokeren hefur aðeins einu
sinni náð 2. sæti deildarinnar en
það var árið 1981 þegar Arnór
Guðjohnsen lék með félaginu.
Rúnar Kristinsson er einn fjög-
urra Íslendinga hjá Lokeren.
Hann fór frá KR til Örgryte í Sví-
þjóð haustið 1994, þaðan til Lil-
leström í Noregi og loks til
Lokeren árið 2000.
Að sögn Rúnars er munurinn á
knattspyrnuiðkun hérlendis og í
hinum löndunum mikill en mestu
viðbrigðin voru að flytja frá Ís-
landi til Svíþjóðar. „Hraðinn og
harkan á æfingum var meiri og
samkeppnin meiri. Æfingar voru
einnig fleiri og erfiðari. Það tók
mig heilt ár að venjast því. Norð-
menn æfa samt mest allra, miklu
meira en Svíar og Belgar.“
Nýlega gerði Rúnar samning
til tveggja ára við Lokeren. Er
hann farinn að horfa eitthvað
lengra fram í tímann?
„Nei. Ég er mjög ánægður með
tveggja ára samning. Það er sá
tími sem ég tel mig geta verið í
þessu í viðbót. Ég hugsa aðeins
þessi tvö ár fram í tímann en
framhaldið fer eftir því hvernig
manni líður og hvernig liðinu
gengur. Það er alltaf hægt að vera
eitt og eitt ár í viðbót ef áhugi er
fyrir hendi.“
Leikmenn Lokeren koma frá
mörgum löndum. Tólf þeirra eru
heimamenn en níu eru frá ýmsum
löndum Evrópu og þrettán frá
Afríku.
„Að undanförnu hefur enginn
Belgi leikið með liðinu,“ segir
Rúnar, „því besti maður liðsins
[Davy de Beule] hefur verið
meiddur. Markvörðurinn er Sló-
veni, fjórir leikmenn íslenskir en
aðrir koma frá ýmsum löndum
Afríku.“
Byrjunarlið Lokeren gegn
Mouscron fyrir hálfum mánuði
var t.d. skipað leikmönnum frá
fimm löndum: Mladen Dabanovic
(Slóveníu), Ibrahima Conté
(Gíneu), Patrice Zéré (Fílabeins-
ströndinni), Lezou Doba (Fíla-
beinsströndinni), Mamadou Couli-
baly (Fílabeinsströndinni), Arnar
Þór Viðarsson, Arnar Grétarsson,
Marel Baldvinsson, Papy Kimoto
(Kongó), Sambegou Bangoura
(Gíneu), Rúnar Kristinsson.
Hvernig er leikstíll þessa fjöl-
þjóðlega liðs?
„Við spilum mjög góðan fót-
bolta, engar kýlingar eða neitt
slíkt. Við reynum að spila boltan-
um frá markmanni, upp í gegnum
miðjuna og fram á senterana. Við
erum með frekar teknískt lið og
það hefur fleytt okkur langt.
Vörnin er eingöngu skipuð Afr-
íkumönnum sem er óvenjulegt.
Mörgum hefur þótt það skrítið
hvað okkur hefur gengið vel því
oft eru þeir taldir taktískt slakari
en Evrópumennirnir. Þeir hafa
ekki fengið jafn mikla þjálfun og
kennslu á yngri árum og Evrópu-
búar og þurfa oft lengri tíma til að
komast inn í hlutina. En þjálfarinn
[Paul Put] hefur náð að vinna úr
því og okkur hefur gengið betur
að verjast í vetur en í fyrra.“
Sem stendur er Lokeren í 3.
sæti og getur náð 2. sætinu.
Hvernig líst Rúnari á lokasprett-
inn?
„Þetta hefur gengið mjög vel
hjá okkur en Anderlecht hefur
líka gengið vel. Við erum enn í
baráttunni um 2. sætið sem gefur
sæti í Meistaradeildinni. Við spil-
um við Anderlecht á sunnudag og
eins og staðan er nú gæti það orð-
ið úrslitaleikurinn um 2. sætið.“
Nái Lokeren öðru sætinu er sá
möguleiki fyrir hendi að félagið
dragist gegn KR, gamla félaginu
hans Rúnars.
„Það væri ekki leiðinlegt en við
erum ekki farnir að horfa svo
langt. Það eru enn fimm umferðir
eftir og við stefnum að því að ná
Evrópusæti, hvort sem það verð-
ur í Meistaradeildinni eða UEFA-
bikarkeppninni. Þriðja sætið gef-
ur sæti í UEFA-bikarnum og við
ætlum fyrst og fremst að halda
því og sjáum til hvort við náum
ekki að stríða Anderlecht og næla
okkur í 2. sætið.“
obh@frettabladid.is
WayneRooney,
hinn 17 ára
gamli leik-
maður Ev-
erton, hefur
verið sakað-
ur um að
hafa hrækt
að áhorfend-
um í leik
liðsins gegn
Liverpool á laugardag. Lögreglu-
rannsókn er hafin á atvikinu.
Liverpool vann leikinn með
tveimur mörkum gegn einu.
DavidBeckham,
leikmaður
Manchester
United, vill
ekki útiloka
að hann gangi
til liðs við
Real Madrid.
„Eins og ég
hef sagt: aldrei að segja aldrei,“
sagði Beckham aðspurður um
orðróminn. Áður hafði Alex
Ferguson lýst því yfir að bæði
Beckham og Ryan Giggs verði
áfram hjá United.
FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen
skoraði fyrsta mark Chelsea í 4:1
sigri liðsins á Everton á Stamford
Bridge í gær, en þá voru átta leikir
háðir í ensku úrvalsdeildinni.
Vonir Chelsea um að leika í
Meistaradeildinni á næstu leiktíð
jukust til muna með sigrinum því á
sama tíma gerði Newcastle, helstu
keppinautar þeirra um sætið, 1:1
jafntefli við Aston Villa. Jóhannes
Karl Guðjónsson lék ekki með
Villa vegna meiðsla. Newcastle
datt niður í fjórða sæti deildarinn-
ar með jafnteflinu, á meðan
Chelsea skaust í þriðja sætið.
Liverpool, sem er í 5. sæti, vann
Charlton 2:1 með því að skora tvö
mörk á síðustu tveimur mínútum
leiksins.
Guðni Bergsson og félagar í
Bolton gerðu markalaust jafntefli
við Blackburn Rovers og eru enn í
harðri fallbaráttu. Birmingham
tryggði sæti sitt í úrvalsdeildinni
með 3:2 sigri á Southampton og
Tottenham vann Lárus Orra Sig-
urðsson og félaga í WBA með
sömu markatölu.
West Ham vann afar mikilvæg-
an 1:0 sigur á Middlesbrough og á
enn möguleika á að halda sér uppi
í deildinni.
Loks vann Manchester City lið
Sunderland, sem þegar er fallið,
með þremur mörkum gegn engu. ■
AP
/M
YN
D
■ Fótbolti
MARKI FAGNAÐ
Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki sínu ásamt félögum sínum í Chelsea. Hasselbaink,
Grønkjær og Zola skoruðu hin þrjú mörk liðsins.
Enski boltinn:
Mark frá Eiði Smára
AP
/M
YN
D
RÚNAR
Rúnar Kristinsson er margreyndur lands-
liðsmaður í knattspyrnu.
Hugsar ekki um
hvort hann mætir KR
Lokeren stefnir að sæti í Evrópukeppni og örlögin gætu hagað því þannig
að Rúnar Kristinsson leiki gegn sínu gamla félagi í Meistaradeildinni.
RÚNAR KRISTINSSON
(f. 5. september 1969)
DEILDARLEIKIR OG MÖRK
KR 1987-1994 126 21
Örgryte 1995-1997 59 13
Lillestrøm 1997-2000 73 14
Lokeren 2000-2003 72 23
Samtals 330 71
LANDSLEIKIR OG MÖRK
A-landslið 97 3
U21 landslið 10 3
U19 landslið 11 1
U17 landslið 18 9
Samtals 136 16
LEIKIR LOKEREN
27.4. Anderlecht (2) h
4.5. Bergen (9) ú
11.5. Club Brugge (1) h
17.5. Lierse (4) ú
25.5. Sint-Truiden (5) h
LEIKIR ANDERLECHT
27.4. Lokeren (3) ú
4.5. Beerschot (15) h
10.5. Lommel (16) ú
17.5. La Louvière (12) h
25.5. Beveren (10) ú