Fréttablaðið - 30.04.2003, Side 2
2 30. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR
“Já, enda alvön eftir að hafa unnið
á spítölum í mörg ár.“
Heilbrigðisyfirvöld hafa hvatt fólk til að þvo sér oft
um hendurnar til að forða smiti vegna Hong
Kong- lungnaveikinnar. Sérstaklega á það við um
þá sem heilsa mörgum með handabandi eins og
frambjóðendur í kosningaslag. Guðrún Ögmunds-
dóttir er í framboði.
Spurningdagsins
Guðrún, þværðu þér oft um hendurn-
ar?
Ríkissjónvarpið
og Stöð 2:
Skeytin
fljúga
KOSNINGAR Að sögn Elínar Hirst,
fréttastjóra á RÚV, gerði RÚV
Stöð 2 tilboð um að samtengjast
útsendingu Ríkissjónvarpsins á
lokaumræðum stjórnmálaforingj-
anna, í bréfi sem hún sendi í kjöl-
far umleitana stjórnmálaflokkana
um sameiginlega útsendingu. Til-
boðið fól í sér að slík samtenging
yrði Stöð tvö að kostnaðarlausu.
Í svari Karls Garðarssonar,
fréttastjóra á Stöð 2, sem hann
sendi frá sér í gær, kemur fram að
lítill vilji sé fyrir slíku af hálfu
stöðvarinnar. „Um leið og við af-
þökkum rausnarlegt boð viljum
við bjóða betur,“ segir í svarinu.
„RÚV er velkomið að samtengjast
kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Slík
samtenging yrði RÚV að kostnað-
arlausu og myndi örugglega spara
tug milljóna af skattpeningum
okkar.“
Elín Hirst segir fréttastofu
RÚV ekki ætla að taka því gagntil-
boði. „Það gengur einfaldlega
ekki upp,“ segir hún. „Við erum
með fréttir í loftinu þegar þeir
sýna sinn þátt. Það er því ekki
einu sinni hægt að velta því fyrir
sér.“ ■
GEIR HAARDE
Kjósið núverandi stjórn til áframhaldandi
öndvegis, segir fjármálaráðherra.
Geir Haarde:
Vill blátt
áfram Davíð
STJÓRNMÁL Geir Haarde fjármála-
ráðherra sagði á kosningafundi í
Háskóla Reykjavíkur í gær að
ábyrgð ungs fólks væri mikil.
„Þið getið ráðið úrslitum um
það þjóðfélag, sem þið eigið eftir
að starfa í, í kosningum núna,“
sagði ráðherrann og bætti því við
að úrslit einna kosninga gætu haft
áhrif í áratugi.
Geir sagði að kjósa ætti til
„áframhaldandi öndvegis í stjórn
landsins þá menn sem hefðu haft
forystu um þann árangur sem
náðst hefur. Ég mæli með for-
manni Sjálfstæðisflokksins sér-
staklega. Þetta segi ég við ykkur
blátt áfram.“ ■
Hafnarfjörður:
Féll niður
sex metra
VINNUSLYS Sautján ára piltur slas-
aðist í vinnuslysi í gærmorgun.
Pilturinn var að vinna upp á palli
þegar hann féll niður sex metra
á steinsteypt gólf. Hann var
fluttur á slysadeild Landspítal-
ans í Fossvogi. Slysið átti sér
stað í steypustöð við Hraunhellu
í Hafnarfirði skammt frá Álver-
inu í Straumsvík. ■
Salan á ÍAV:
Kvarta und-
an nefndinni
EINKAVÆÐINGARNEFND „Ég veit
hvað er á bak við þetta en get
ekki tjáð mig um það að svo
stöddu,“ sagði Snorri Hjaltason,
eigandi Trésmiðju Snorra
Hjaltasonar ehf., en fyrirtækið
hefur ásamt JB Byggingafélagi
ehf. harmað ákvörðun fram-
kvæmdarnefndar um einkavæð-
ingu að ganga til viðræðna við
AV ehf. um kaup á hlut ríkisins í
Íslenskum aðalverktökum.
Snorri og JB gerðu tilboð í
39,86% hlut ríkisins í Íslenskum
aðalverktökum hf.
Forsvarsmenn félaganna
telja að brotið hafi verið gegn
söluskilmálum útboðsins með
því að ganga til samninga við að-
ila sem eru í stöðu fruminnherja
hjá Íslenskum aðalverktökum.
Jafnræðis hafi ekki verið gætt
þar sem trúnaðarstarfsmenn
fyrirtækisins og stjórnarmaður,
sem voru meðal bjóðenda, hafi
búið yfir vitneskju og haft að-
gang að upplýsingum langt um-
fram almenna bjóðendur:
„Samningi um byggingu 100
íbúða fyrir Náttúrulækningafé-
lagið og framkvæmdir við stál-
pípuverksmiðju í Helguvík og
jarðvegsframkvæmdir í tengsl-
um við það verk. Það er eitthvað
sem hefði haft áhrif á mat al-
mennra bjóðenda við tilboðs-
gerð,“ segir Snorri. ■
Skotið á óbreytta borgara:
Vaxandi
andúð
ÍRAK, AP Andúð og reiði óbreyttra
borgara í Írak í garð her-
námsliðsins óx enn þegar banda-
rískar hersveitir hófu skothríð á
íraska borgara sem stóðu fyrir
mótmælum í bænum Fallujah,
skammt vestur af Bagdad. Talið
er að minnsta kosti þrettán Írak-
ar hafi látið lífið í skotárásinni
og um 75 særst. Á meðal hinna
látnu voru þrír drengir undir ell-
efu ára aldri.
Fregnir af atburðinum hafa
verið mjög misvísandi. Í fréttum
sjónvarpsstöðvarinnar Al-
Jazeera var því haldið fram að
bæjarbúar hefðu kastað steinum
að skólahúsi þar sem bandarísk-
ar hersveitir hafast við. Banda-
ríski herinn hefur aftur á móti
gefið út þá yfirlýsingu að vopn-
aðir menn úr röðum mótmæl-
endanna hafi skotið að hermönn-
unum. Er því haldið fram að
fólkið hafi verið að mótmæla
veru hernámsliðsins í bænum.
Að sögn bæjarbúa var um að
ræða skólabörn sem vildu koma
þeirri ósk sinni á framfæri að
bandarískir hermenn yfirgæfu
skólahús bæjarins svo kennsla
gæti hafist að nýju.
Forstöðumaður ríkissjúkra-
húss bæjarins segir að skotið
hafi verið að björgunarfólki sem
reyndi að koma hinum særðu til
aðstoðar. ■
Mynd Hrafns Gunnlaugssonar líkt við tölvuleik:
Hrafn gleðst vegna gagnrýni
ÚTVARPSRÁÐ Kristín Halldórsdótt-
ir, fulltrúi Vinstri grænna í út-
varpsráði, gagnrýndi mjög
„heimildarmynd“ Hrafns Gunn-
laugssonar, „Ísland í öðru ljósi“ á
fundi Útvarpsráðs í gær.
„Ég hlýt að láta það koma fram
hér að þessi mynd er ekki fram-
bærileg sem heimildarmynd, hún
lýtur engum lögmálum um gerð
heimildarmynda. „Ísland í öðru
ljósi“ er fyrst og fremst tölvu-
leikur höfundar með hugmyndir
sínar... og ágæt sem slík, en í
henni fer lítið fyrir sýn annarra á
málin..,“ segir í bókun Kristínar í
gær.
Þá gagnrýndi hún að Sjónvarp-
ið keypti réttinn til sýningar að
myndinni óséðri. „Það mun vera
mjög óvenjulegt og nánast aldrei
gert,“ segir í bókun Kristínar.
Hrafn Gunnlaugsson kvik-
myndaleikstjóri sagðist í gær
„fagna þessum skilningi“. Hann
segir það hárrétt athugað að
þarna sé ekki um að ræða heim-
ildarmynd enda hafi aldrei verið
lagt upp með slíkt.
„Ég gleðst djúpt í hjarta mínu
yfir þessum djúpa skilningi,“ seg-
ir Hrafn. Hann segist hafa fengið
mjög lágt verð fyrir myndina hjá
RÚV. ■
Tvennar lokaum-
ræður á sama tíma
Leiðtogar stjórnmálaflokkana verða, samkvæmt dagskrá sjónvarpsstöðv-
anna, í lokaumræðum á báðum stöðvunum á sama tíma kvöldið fyrir
kjördag. Ekki er vilji hjá stöðvunum til sameiginlegrar útsendingar.
KOSNINGAR Ríkissjónvarpið og Stöð 2
hafa sent frá sér dagskrá fyrir
föstudagskvöldið 9. maí, sem er
kvöldið fyrir kjördag. Í þeim kemur
fram að lokaumræður formanna
stjórnmálaflokkanna, sem í báðum
tilvikum eru sagðar verða í beinni
útsendingu, munu skarast í um 40
mínútur. Sú staða er því komin upp
að samkvæmt dagskránum, sem
stöðvarnar gerðu án samráðs sín á
milli, þurfa formennirnir að rök-
ræða sína á milli á tveimur stöðum
á sama tíma.
Í alþingiskosningum undanfar-
inna ára hafa stöðvarnar tvær sent
út lokaumræðurnar í sameiginlegri
útsendingu. Ekki er vilji fyrir því að
þessu sinni, hvorki af hálfu Stöðvar
2 né RÚV. „Við erum ekki hrifin af
slíku fyrirkomulagi,“ segir Elín
Hirst, fréttastjóri fréttastofu Sjón-
varpsins. „Þetta eru tvær mismun-
andi fréttastofur með mismunandi
áherslum. Þetta er eins og ef Frétta-
blaðið og Morgunblaðið ættu að
gefa út sameiginlegt kosningablað
daginn fyrir kjördag.“
Í sama streng tekur Karl Garð-
arsson, fréttastjóri Stöðvar 2. „Við
höfðum ekki áhuga á því að senda út
sameiginlega,“ segir hann. „Við
ræddum ekki einu sinni um það.“
Hann bendir á að fyrir sveita-
stjórnarkosningarnar fyrir ári hafi
sjónvarpsstöðvarnar ekki heldur
sent út sameiginlegar umræður.
Meginkrafan um sameiginlega
útsendingu kemur frá flokkunum
sjálfum. Fyrr í vetur sendu fram-
kvæmdastjórar flokkanna frétta-
stjórunum bréf þar sem þeir fóru
fram á að möguleiki á slíkri útsend-
ingu yrði kannaður. Markmiðið, af
þeirra hálfu, var að koma í veg fyr-
ir að flokkarnir yrðu settir í bobba
og formennirnir þyrftu að vera á of
miklum þeytingi á milli stöðvanna
eða væri jafnvel gert að mæta á
sama tíma, eins og gerðist að þessu
sinni.
Sú lausn hefur orðið ofan á í
þessu máli að Stöð 2 hyggst nú taka
upp sínar umræður fyrr um dag-
inn. Það breytir ekki því að báðar
stöðvarnar hyggjast senda út um-
ræðurnar samkvæmt útgefinni
dagskrá, á Stöð 2 frá 19.00 til 20.15
og á RÚV frá 19.35 til 21.10. Sam-
kvæmt því munu því leiðtogarnir
rökræða, frammi fyrir áhorfend-
um, í um 40 mínútna skeið á tveim-
ur sjónvarpsstöðvum í einu, að því
tilskildu að þeir samþykki allir þá
tilhögun.
gs@frettabladið.is
HRAFN GUNNLAUGSSON
Ánægður með gagnrýni.
KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR
Óánægð með heimildarmynd Hrafns
Gunnlaugssonar, Ísland í nýju ljósi.
ELÍN HIRST
Lokaumræða stjórnmálaleiðtoganna er á dagskrá Ríkissjónvarpsins frá kl. 19.35 til 21.10.
KARL GARÐARSSON
Stjórnmálaleiðtogarnir munu taka
lokaumræðuna á Stöð 2 frá kl. 19.00 til
20.15.