Fréttablaðið - 30.04.2003, Qupperneq 8
8 30. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR
Brýnustu nauðsynjar
Þeir telja alveg bráðnauðsynlegt
að ríkið haldi áfram að selja
þeim sem ferðast til og frá land-
inu ódýran varning á borð við
raftæki, sælgæti og snyrtivörur.
Eiríkur Bergmann Einarsson um grein Ögmundar
Jónassonar og Kolbeins Proppé. DV, 29. apríl.
Getur einhver reddað háf?
Að minnsta kosti fljúga milljarð-
arnir á milli manna eins og fiðr-
ildi án þess að teljandi uppnámi
valdi.
Sigurður Líndal veltir fyrir sér hvort útgerð sé
það eina sem bannað sé að græða á. DV, 29.
apríl.
Innlegg í kosningabaráttu
Ég veit að hann er þorpari og
þjófur. En hann er sá eini sem
getur stjórnað þessu landi.
Jorge Ricerdo de Luca, skóburstari í Argentínu,
um Carlos Menem frambjóðanda. Morgunblað-
ið, 29. apríl.
Orðrétt
Frá Veðurstofu Íslands:
Veðrinu
misskipt
VEÐUR Veðrið hefur verið gott nú síð-
ustu daga á Suður- og Vesturlandi.
„Ríkjandi norðaustanátt veldur
þessum hlýindum á sunnan- og ves-
tanverðu landinu, vindurinn nær að
hitna á leið sinni yfir landið þó aðal-
lega sé það sólin sem yljar okkur,“
segir Helga Ívarsdóttir, veðurfræð-
ingur á Veðurstofu Íslands. Ekki er
það sama uppi á teningnum á Norð-
ur- og Austurlandi þar sem hitinn er
frá einni og upp í fimm gráður, þá
hlýjast í innsveitum. Búast má við
svipuðu veðri fram á sunnudag.
Helst er búist við að það fari aðeins
kólnandi með aukinni úrkomu á
Norður- og Austurlandi. ■
www.samfylking.is
www.samfylking.is
DÓMSMÁL „Að öllu samanlögðu er
óhætt að segja að hér sé óyggjandi
og klárlega um fölsun að ræða,“
sagði Jón H. Snorrason saksóknari.
Vitnaleiðslum í Stóra málverka-
fölsunarmálinu lauk í gær og við
tók málflutningur ákæruvaldsins.
Jón H. Snorrason gerði grein fyrir
upphafi málsins, kærum sem bárust
til lögreglunnar
og rannsókninni
sem teygði anga
sína meðal ann-
ars til Danmerk-
ur. Þá setti hann á
alllanga tölu um
ágæti þeirra
vitna og sérfræð-
inga sem hann
hefur kallað fyrir
réttinn, en verj-
endur þeirra Pét-
urs Þórs Gunn-
arssonar og
Jónasar Freydal
hafa með ýmsum
hætti véfengt
á r e i ð a n l e i k a
þeirra. Hann rakti menntun og
reynslu forvarðanna Viktors Smára
Sæmundssonar og Rannvers Hann-
essonar, og Peter Bower sagði Jón
H. einn þekktasta pappírssérfræð-
ing í Evrópu og þó víðar væri leitað.
Þá taldi hann álit listfræðinganna
Kristínar Guðnadóttur, Júlíönu
Gottskálksdóttur og Hrafnhildar
Schram yfir allan vafa hafinn, þær
væru fremstar á sínu sviði og
skýrslur þeirra vel unnar.
Þá sneri Jón sér að hverjum
ákærulið um sig, en þeir eru 48 að
tölu. Hann komst ekki nema að
þeim sextánda og mun halda ræðu
sinni áfram á morgun. Áður en dóm-
arinn Pétur Guðgeirsson gerði hlé
spurði hann hverju það sætti að í
ákærunni stæði að ákærðu væru
sakaðir um „að hafa ýmist falsað
eða látið falsa myndverkin og höf-
undarmerkingu þeirra...“ og ekki sé
orð þess efnis. Jón sagði það koma
síðar.
Einkum var það þrennt sem Jón
H. gekk út frá þegar hann leiddi lík-
um að því að verkin 102 væru fölsuð
(fallið hefur verið frá kæru í einu
tilfellanna). Eigendasagan nái
sjaldnast lengra en til Gallerí Borg-
ar og Pétri Þór Gunnarssyni hefði
ekki tekist að sýna fram á hvaðan
hann keypti verkin og bókhalds-
gögnum væri áfátt. Nefndi hann að
þeir sem Pétur hefði þó nefnt til
sögunnar væru flestir nýlega látnir,
og það meðal annars hefði vakið
grunsemdir. Og Jón tók dæmi um
það sem hann sagði „óheppilegt
fórnarlamb“ – Torbjörn Möller,
danskan dómara sem var slíkur ná-
kvæmnismaður og nánös að hann
taldi smámynt úr buddu sinni um
áramót til að standa klár gegn skatt-
inum. Ekkert í skjölum hans benti
til þess að hann hafi nokkurn tíma
átt umræddar myndir. Pétur hafi
við yfirheyrslu sagt Torbjörn sköll-
óttan en það væri ekki rétt, hann
hafi haft þunnt grátt hár. Allt bendi
því til þess að þennan meinta sköll-
ótta danska dómara og nákvæmnis-
mann liðinn hefði Pétur aldrei hitt
né átt í viðskiptum við. Í öðru lagi
voru það rannsóknir forvarðanna
sem renndu stoðum undir málið og
svo vönduð álit listfræðinganna
sem og vitnisburður ættingja sem
leiddi til hinnar óyggjandi niður-
stöðu: Fölsun!
jakob@frettabladid.is
BELTANOTKUN ALMENN Lögreglan
kannaði beltanotkun á Akureyri í
gær. Ökumenn reyndust almennt
vera til sóma, aðeins einn fór á
blað fyrir að vera beltislaus.
KVEIKTU Í GRÓÐRI Slökkvilið höf-
uðborgarsvæðisins var kallað út til
að slökkva eld sem logaði í gróðri
við Starrahóla í Breiðholti í gær.
Nokkrir krakkar stóðu að baki
íkveikjunni og er búið að hafa
hendur í hári þeirra.
SÍÐUSTU FORVÖÐ Um 2.400 ung-
menni hafa sótt um vinnu hjá
Vinnumiðlun skólafólks. Síðasti
skráningardagur er í dag fyrir þau
ungmenni, fædd 1986 og fyrr, sem
vilja fá sumarstarf hjá borginni.
BRUGÐIÐ Á LEIK Í BLÍÐUNNI
Þessir ungu piltar nutu veðurblíðunnar og stungu sér til sunds í Elliðaánum í gær.
■ Lögreglufréttir
JÓN H. SNORRASON SAKSÓKNARI
Fer fram á að sakborningar verði dæmdir og greiði bótakröfur sem nema tæplega 13
milljónum auk vaxta og málskostnað - sem er ærinn.
„...danskan
dómara sem
var slíkur ná-
kvæmnismað-
ur og nánös
að hann taldi
smámynt úr
buddu sinni
um áramót til
að standa
klár gegn
skattinum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Fiskveiðar:
Kolmunna-
veiðin hafin
SJÁVARÚTVEGUR Kolmunnaveiðin er
hafin og fyrsti aflinn farinn að
berast á land. Frá síðasta föstu-
degi hafa fjögur skip, þrjú ís-
lensk og eitt færeyskt, komið til
hafnar á Neskaupsstað og landað
afla hjá Síldarvinnslunni.
Afli skipanna fjögurra nemur
samtals 6.450 tonnum af kol-
munna að því er fram kemur á
vef Síldarvinnslunnar.
Skipin hafa verið við
kolmunnaveiðar syðst í færeysku
lögsögunni. Búist er við fleiri
skipum á næstu dögum. ■
Málþing í félagsfræði
í tilefni 60 ára afmælis Þorbjarnar Broddasonar.
Föstudaginn 2. maí kl. 14:00-17:30 í stofu 101 Lögbergi.
Fundarstjóri: Guðný Björk Eydal, lektor og skorarformaður Félagsfræðiskorar
Dagskrá fundar:
• Þórólfur Þórlindsson, prófessor setur málþingið
• Helgi Gunnlaugsson, prófessor: Ótti við afbrot:
Fjölmiðlar, öryggiskennd og reynsla af afbrotum
• Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, lektor og fagstjóri í félagsvísindum rannsókna-
og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins: Goðsögnin um félagslegan jöfnuð á
Íslandi. -Frá Þorbirni til dagsins í dag-
• Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræðingur við Borgarfræðasetur Háskóla Íslands
og Reykjavíkurborgar: Borgin sem félagsfræðilegt viðfangsefni
• Kjartan Ólafsson, félagsfræðingur við Rannsóknarstofnun Háskólans á
Akureyri: Af móður minni og fleirum ñ vangaveltur um langtímarannsóknir
• Guðbjörg Hildur Kolbeins, lektor: Samband á milli tölvuleikjanotkunar
unglinga og árásarhneigðar
• Tómas Bjarnason og Elías Héðinsson, rannsóknarmenn við Gallup:
Flæði frétta af ógnaratburði. -Hryðjuverkin 11. september-
• Þorbjörn Broddason, prófessor
Pallborðsumræður um félagsfræði og fjölmiðla
Málþingslok:
Ólafur Þ. Harðarsson, prófessor og deildarforseti Félagsvísindadeildar
Móttaka verður að loknu málþingi í boði Félagsfræðingafélags Íslands.
■ Ameríka
KASTAÐ FYRIR BORÐ Áhöfn flutn-
ingaskips frá Panama er sökuð
um að hafa kastað fimm laumu-
farþegum fyrir borð. Einn lést og
tveggja er saknað.
Hver falsaði myndirnar?
Saksóknari byggir fullyrðingar um fölsun á skorti á eigendasögu og
niðurstöðum forvarða. Dómari spyr af hverju ekkert sé fjallað um
að ákærðu hafi falsað eða látið falsa verkin eins og segir í ákæru.