Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2003, Qupperneq 9

Fréttablaðið - 30.04.2003, Qupperneq 9
9MIÐVIKUDAGUR 30. apríl 2003 Námsstyrkir: Tveir fara MENNTUN Japönsk stjórnvöld bjóða tveimur Íslendingum víð- tækan styrk til framhaldsnáms í Japan. Styrkurinn er veittur til tveggja ára til þeirra sem hefja nám í apríl 2004 en til 18 mánaða til þeirra sem kjósa að hefja nám í október 2004. Flugfargjöld og skólagjöld eru greidd og fá styrkþegar mánaðarlega greidd- ar 180.300 kr. Umsækjendur um styrkinn þurfa að hafa lokið BA- eða BS- gráðu áður en framhaldsnámið hefst, sem á að vera á sama eða skyldu sviði. Skilyrði er að umsækjendur um styrkinn séu fæddir eftir 1. apríl 1969. ■ ELDUR Í FLUGVÉL Hjólbarðar vöruflutningavélar flugfélagsins Capital Cargo International sprungu í lendingu á flugvellin- um í Miami með þeim afleiðing- um að eldur kviknaði í vélinni. Engan sakaði en lendingarbrautir vallarins voru lokaðar í nokkrar klukkustundir Nokkur töf varð á áætlunarflugi. ELDSVOÐI Í KJARNORKUVERI Slökkva þurfti á kjarnaofni í Indian Point 3-kjarnorkuverinu í New York-ríki þegar eldur kom upp í einni af álmum þess. Elds- upptök eru ókunn en ekkert bendir til þess að um skemmdar- verk eða hryðjuverk hafi verið að ræða. Mikill þrýstingur hefur verið á yfirvöld að láta loka kjarnorkuverinu en íbúar í ná- grenninu óttast að það verði skot- mark hryðjuverkamanna. AFTAKA Í OHIO Bandarískur karl- maður á fimmtugsaldri var tek- inn af lífi í fangelsi í Ohio. Mað- urinn var dæmdur til dauða fyrir að ræna og myrða konu vinar síns. Þetta er sjöunda aftakan í Ohio síðan dauðarefsing var tek- inn þar upp að nýju árið 1999. ■ Bandaríkin Prestur fatlaðra: Sex sóttu um starf prests KIRKJAN Sex umsóknir bárust um starf sérþjónustuprests fatlaðra en umsóknarfrestur rann út 25. apríl sl. Umsækjendur eru: Sr. Guðný Hallgrímsdóttir, Gunnar Jóhannesson guðfræðingur, Jó- hanna Guðrún Guðjónsdóttir guðfræðingur, Klara Hilmars- dóttir guðfræðingur, Þóra Ragn- heiður Björnsdóttir guðfræð- ingur og Þórður Guðmundsson guðfræðingur. Í starfinu felst prestsþjón- usta við fatlaða, sér í lagi þjón- usta við fólk með þroskahömlun. Þá fylgja embættinu embættis- skyldur við Grensásprestakall í Reykjavík. ■ Um helgina: Hunang fostudag / Papanir Laugardag Í kvöld kl 23,00 opnar Mekka sport stærsta sportbar landsins Hljómsveitin Hunang spilar í kvöld Miðaverð 1000 kr og með hverjum miða fylgir 1 stór bjór. Frábær tilboð á barnum og grilli. 7 breiðtjöld, 25 sjónvörp, 6 poolborð golfhermir, heitur pottur gufa, casino, grill, lifandi tónlist allar helgar, Sýnum alla leiki og íþrótta- viðburði sem framundan eru. Textavarpssíða 669 - Heimasíða: www.mekkasport.is - Dugguvogi 6, Sími 5681000

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.