Fréttablaðið - 30.04.2003, Síða 10
10 30. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR
KÚVÆT Hinn tólf ára gamli Ali Is-
mail Abbas gekkst undir um-
fangsmikla aðgerð þar sem húð
var grædd á brennd svæði á lík-
ama hans. Ali missti báða hand-
leggi og brenndist illa þegar flug-
skeyti Bandaríkjamanna hæfði
heimili hans í Bagdad.
Aðgerðin gekk vel, að því er
frá er greint á fréttavef BBC. Að
sögn lækna tókst að þekja um 80
prósent af brunasárum Ali með
húð af baki hans. Hann er þó enn
á gjörgæslu og mun gangast und-
ir fleiri aðgerðir á næstu dögum.
Verið er að leita að bestu fáanlegu
gervilimum fyrir drenginn.
Ali var fluttur á sjúkrahús í
Kúvæt þegar læknar í Írak lýstu
því yfir að þeir gætu ekki veitt
honum þá meðferð sem nauðsyn-
leg væri. Fjöldi góðgerðarstofn-
ana hefur sett sig í samband við
yfirvöld í Kúvæt og boðist til þess
að greiða sjúkrakostnað Alis. ■
Á BATAVEGI
Ali Ismail Abbas fangaði hug margra þegar
myndir af honum birtust í fjölmiðlum um
allan heim.
Ali gengst undir aðgerð:
Húð grædd á brunasár
Verð á hjólbörðum:
Mikill verð-
munur
VERÐKÖNNUN Verð hjólbarða er
mjög mismunandi eftir því hvar
þeir eru keyptir. Að því er fram
kemur í verðkönnun Samkeppnis-
stofnunar á 27 hjólbarðaverk-
stæðum á höfuðborgarsvæðinu
getur munað allt að 262% á verði
hjólbarða þar sem munurinn er
mestur.
Algengt er að hjólbarðar séu á
bilinu tvöfalt til þrefalt dýrari
þar sem þeir eru dýrastir heldur
en þar sem þeir eru ódýrastir.
Minnstur er munurinn á sóluðum
hjólbörðum, sem eru mest fimmt-
ungi dýrari á dýrasta staðnum en
þeim ódýrasta. ■
KEIKÓ
Keikó er kominn í sumarskap.
Keikó:
Í vorskapi
NOREGUR Háhyrningurinn Keikó
virðist kunna afar vel við sig í
norsku vorblíðunni, að sögn
norska dagblaðsins Dagsavisen.
Haft er eftir sjávarlíffræð-
ingnum Colin Baird að Keikó hafi
á síðustu tveimur dögum synt
lengri vegalengdir en hann hefur
gert frá því hann tók sér bólfestu
við Noregsstrendur í september. .
Keikó leggur í vana sinn að
liggja við kajann í Taknes-flóa og
hefur aðeins farið í stuttar ferðir
þaðan. Nú bregður hins vegar svo
við að Baird og samverkakona
hans, Þorbjörg Kristjánsdóttir,
hafa þurft að eyða nóttinni í að
miða háhyrninginn út í gegnum
gervihnattasendi til að hafa uppi
á honum.
„Þetta þýðir dálítið meiri
vinnu fyrir okkur en það er gleði-
legt að Keikó skuli vera að hress-
ast,“ segir Baird. ■
DUSAN MIHAJLOVIC
Innanríkisráðherra Serbíu boðaði til blaða-
mannafundar í Belgrad til þess að tilkynna
að lagðar hefðu verið fram ákærur á
hendur 45 mönnum vegna morðsins á
Goran Djindjic.
Morðið á Djindjic:
Ákærur
birtar
BELGRAD, AP Serbneska lögreglan
hefur lagt fram ákærur á hendur
45 mönnum vegna meintrar aðild-
ar að morðinu á Goran Djindjic,
forsætisráðherra Serba, 12. mars
síðastliðinn. Í hópnum eru meðal
annars leiðtogi þjóðernissinna,
fyrrum yfirmaður leyniþjónustu
hersins og meðlimir glæpa-
gengja. Tíu hinna ákærðu ganga
enn lausir.
Lögreglan heldur því fram að
undirheimagengi hafi skipulagt
morðið á Djindjic með aðstoð al-
ræmdrar lögreglusérsveitar. Er
talið að það hafi verið liður í
margþættri áætlun sem miðaði að
því að koma þjóðernissinnum til
valda á nýjan leik. ■
Svonaerum við
1997 229,8
1998 253,6
1999 272,4
2000 283,2
2001 274,1
2002 270,7
EINKANEYSLA ÍSLENSKRA
HEIMILA
Milljarðar
BLÓÐUGIR BARDAGAR Sautján
manns létu lífið þegar ind-
verskar hersveitir gerðu áhlaup
á bækistöðvar meintra ís-
lamskra skæruliða í Kasmír. Eft-
ir fimm stunda langan skotbar-
daga kom lágu ellefu skæruliðar
og sex stjórnarhermenn í valn-
um. Skammt frá landamærum
Indlands og Pakistans í Kasmír
skutu vopnaðir Indverjar tvo
meinta íslamska skæruliða til
bana.
■ Asía
Stjórn SA:
Fimm nýir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Samtaka
atvinnulífsins samþykkti að fimm
nýir menn tækju sæti í stjórn
samtakanna.
Þeir eru: Baldvin Valdemars-
son, hjá Slippstöðinni, Eiríkur
Tómasson, hjá Þorbirni-Fiskanesi,
Jón Ásgeir Jóhannesson, hjá
Baugi Group, Sigurður Á. Sigurðs-
son hjá Búri og Þorsteinn Már
Baldvinsson hjá Samherja.
Úr stjórninni ganga: Brynjólf-
ur Bjarnason, hjá Landssímanum,
Guðlaugur Adolfsson, hjá Fagtaki,
Ingimundur Sigurpálsson hjá
Eimskipi, sem kjörinn var for-
maður SA, Jón Helgi Guðmunds-
son hjá BYKO og Tryggvi Jónsson
hjá Heklu. ■
HRAÐAKSTUR Umferðarráð fjallar
um hraðakstursmál í heild sinni
og hefur margoft rætt um
hraðakstur á sínum fundum,“ seg-
ir Óli H. Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri Umferðarstofu, um
þann mikla hraðakstur sem menn
hafa verið teknir fyrir undanfar-
ið. Óli segir að
ýmsar leiðir hafi
verið hugleiddar
undanfarið til að
stemma stigu við
þessum hræðilega
vágesti í umferð-
inni. Hann segir
tiltölulega fáa ein-
staklinga haga sér
svona.
Lögregla víða um land hefur
stöðvað ökumenn á ótrúlegum
hraða síðustu daga. Óli H. Þórðar-
son segist ekki vilja gefa upp töl-
ur um ökuhraða þar sem það kalli
á að ósvífnir ökumenn telji sig
þurfa að bæta um betur og aka
hraðar en þeir sem sagt er frá.
Það segir hann ógna öryggi ann-
arra.
„Við lítum ekki á að þetta sé
vandamál sem hrjáir einhvern
meirihluta ökumanna, þvert á
móti. Þetta er fámennur minni-
hlutahópur sem er sífellt að láta á
sér bera og í mörgum tilfellum að
koma óorði á unga ökumenn. Það
eru því miður oft þeir sem eiga
hlut að máli. Við lítum svo á að
það hafi orðið umtalsverður ár-
angur undanfarin ár í fækkun
slysa meðal ungra ökumanna af
margvíslegum ástæðum. Þess
vegna er það okkur enn meira
áhyggjuefni þegar svona einstak-
lingar gera sig seka um það víta-
vera athæfi sem þetta er.“
Óli segir Umferðarráð sem
slíkt ekki hafa tekið þessi mál upp
eftir þessi nýjustu dæmi, sem
setja enn ljótari blett á þessa til-
tölulega fáu einstaklinga. „Ég hef
ekki heyrt svona tölur áður eins
og í þessum kappakstri í Ártúns-
brekkunni daginn. Þetta er hræði-
legur gjörningur sem hefur farið
fram núna oftar en einu sinni og
er það ekkert einsdæmi því verið
er að taka menn á ofsahraða víða
um land.“ Óli segir að ekki sé
hægt að líkja þessu við vorkomu
eða neitt því um líkt því þetta sé
bara brjálsemi sem nái engri átt.
hrs@frettabladid.is
UMFERÐAREFTIRLIT
Lögreglan hefur haft í nógu að snúast þar sem margir hafa verið teknir fyrir ofhraðan
akstur.
Hraðakstur er
ekki vandi margra
Fólki er brugðið við að heyra dæmi um hraðakstur sem hafa átt sér stað
í umferðinni að undanförnu.
■
„Þess vegna er
það okkur enn
meira áhyggju-
efni þegar
svona einstak-
lingar gera sig
seka um það
vítaverða athæfi
sem þetta er.”