Fréttablaðið - 30.04.2003, Page 13
13MIÐVIKUDAGUR 30. apríl 2003
Nám á meistarastigi
sem opnar þér ný tækifæri
MBA
„MBA námið í HR hefur verið mér einstök lífsreynsla.
Kennarar í náminu eru fyrsta flokks og lærdómurinn sem ég hef
fengið veitti mér það sjálfstraust sem til þarf í stofnun fyrirtækis.“
Magnús Orri Schram BA í sagnfræði, GeM Class of 2003,
framkvæmdastjóri og stofnandi Birtu vefauglýsinga
Umsóknarfrestur er 28. maí • Námið hefst í ágúst 2003
www.ru.is/mba
Alþjóðlegt MBA nám Háskólans í Reykjavík er ætlað einstaklingum með
háskólapróf sem vilja styrkja stjórnunar- og leiðtogahæfileika sína. Námið
byggir á sterkum tengslum við virta háskóla í Evrópu og Bandaríkjunum og
kemur um þriðjungur kennara frá samstarfsskólunum. Námið tekur 22 mánuði
og hægt er að stunda það samhliða vinnu. Á seinna árinu gefst nemendum
kostur á að sérhæfa sig í fjármálum, mannauðsstjórnun eða Global
eManagement – eða blanda saman valnámskeiðum af þessum sviðum.
Nánari upplýsingar veitir:
Þórdís Sigurðardóttir MBA, forstöðumaður MBA náms, s. 510 6285, mba@ru.is
Dagana 12.–16. maí
verða opnir hádegis-
fundir í Háskólanum
í Reykjavík þar sem
MBA útskriftarnemar
kynna lokaverkefni sín.
Sjá nánar á www.ru.is
MBA útskriftarhópur HR 2002 í Mexíkó.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F/
SI
A
.I
S
H
IR
2
09
87
0
3.
20
03
ELDFLAUGAMAÐURINN
Amir Rashid Muhammad al-Ubaydi, fyrrum
olíumálaráðherra Íraka, gaf sig sjálfur fram
við bandaríska hernámsliðið.
Eldflaugamaðurinn gefur
sig fram:
Eiginkonan
Dr. Sýkill
gengur laus
KATAR, AP Fyrrum olíumálaráð-
herra Íraka hefur gefið sig fram
við bandaríska innrásarliðið. Amir
Rashid Muhammad al-Ubaydi,
einnig þekktur sem „eldflauga-
maðurinn“, var númer 47 á lista
Bandaríkjamanna yfir eftirlýsta
valdamenn í Írak.
Rashid, sem var einhver helsti
eldflaugasérfræðingur ríkis-
stjórnar Saddams Husseins, dró
sig í hlé á síðasta ári, 65 ára að
aldri. Hann er giftur örveirufræð-
ingnum Rihab Taha, sem gengur
undir nafninu Dr. Sýkill. Rihab
Taha hafði umsjón með sýkla-
vopnaframleiðslu íraskra yfir-
valda og er hún líka eftirlýst af
Bandaríkjamönnum. Talið er víst
að hjónin búi yfir vitneskju sem
geti komið bandarískum vopnaeft-
irlitsmönnum að miklu gagni. ■
Verkfall heilbrigðisstarfs-
manna:
Starfsemi
sjúkrahúsa í
lamasessi
SVÍÞJÓÐ Loka hefur þurft deildum
á sjö sjúkrahúsum og fresta fjölda
aðgerða vegna verkfalls um 700
heilbrigðisstarfsmanna í Svíþjóð.
Aðstoðarhjúkrunarfræðingar,
sjúkraliðar og starfsfólk á rann-
sóknarstofum ákváðu að leggja
niður vinnu í eina viku þegar
slitnaði upp úr samningaviðræð-
um um kaup og kjör.
Sama dag og verkfall heil-
brigðisstarfsmannanna hófst lauk
sjö daga verkfalli 9.000 opinberra
starfsmanna í Svíþjóð. Starfs-
mennirnir hafa boðað til annars
verkfalls 5. maí ef ekki nást samn-
ingar fyrir þann tíma. ■
Þátttakan í innrásinni í Írak skilar árangri:
Dönsk fyrirtæki með í
uppbyggingu Íraks
KAUPMANNAHÖFN, DR Danska risa-
fyrirtækið A.P. Möller hefur ver-
ið beðið um að taka þátt í upp-
byggingunni í Írak að stríðinu af-
loknu. Fyrst og fremst hafa
Bandaríkjamenn áhuga á reynslu
A.P. Möller í birgðahaldi, flutn-
ingum og olíuvinnslu.
Jess Söderberg, stjórnandi
A.P. Möller-samsteypunnar, segir
fyrirtækið hafa góða reynslu í
olíuvinnslu úr kalkríkum jarðlög-
um eins og þeim sem séu í Írak.
„Hvort við eigum að taka þátt
sem ráðgjafar eða taka þátt í
hinni eiginlegu olíuvinnslu er enn
ekki ljóst,“ segir Söderberg.
Danir tóku þátt í innrás
Bandaríkjamanna og Breta í Írak
með því að leggja til ýmis her-
gögn. Fljótlega eftir að Saddam
Hussein hafði verið steypt af
stóli tilkynntu bandarísk stjórn-
völd að áðurnefndar bandalags-
þjóðir, ásamt Áströlum, sem líka
tóku þátt í innrásinni, myndu
sitja fyrir um uppbyggingar-
verkefni í Írak.
Danskir fjölmiðlar segja að
enn fremur hafi verið haft sam-
band við ýmis önnur dönsk verk-
takafyrirtæki vegna Íraks. Þetta
séu fyrirtæki sem sérhæfð séu í
verkum á borð við vegagerð og
skolplagnir. ■
Norskur ráðherra:
Írakar verði
sendir heim
NOREGUR, AFTENPOSTEN Ráðherra
sveitarstjórnarmála í Noregi vill að
allt að 3.500 Írakar sem eru í land-
inu án dvalarleyfis fari úr landi.
„Nú þegar stríðinu er lokið geng
ég út frá að allir Írakar án dvalar-
leyfis yfirgefi landið tiltölulega
skjótt. Annars munu norsk stjórn-
völd hefja útflutning þeirra,“ segir
Erna Solberg.
Alls eru um 17 þúsund manns frá
Írak í Noregi. Flestir eru Kúrdar.
Solberg segir þá flesta vera efna-
hagslega en ekki pólitíska flótta-
menn. Öryggi þeirra í Kúrdahéruð-
unum hafi verið nokkuð tryggt fyr-
ir stríðið. Nú sé það enn betra. ■
ANDERS FOGH RASMUSSEN
Forsætisráðherra Dana og stjórn hans út-
deila nú verkefnum sem bandarísk stjórn-
völd vilja að Danir vinni vegna uppbygg-
ingar í Írak.