Fréttablaðið - 30.04.2003, Síða 17

Fréttablaðið - 30.04.2003, Síða 17
17MIÐVIKUDAGUR 30. apríl 2003 Fundur með íbúum Breiðholts í kvöld í Gerðubergi kl 20.00 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir. Allir velkomnir. Jafnrétti, atvinna, velferð F Ó L K I Ð Í R E Y K J A V Í K ÞÉTT SETIÐ Fjölmenni var á fundinum á Akranesi og setið í hverju sæti í Breiðinni. Um Evrópusambandið: Undan- þágur eru óskhyggja Það var að koma fram greinar-gerð um fiskveiðistefnu ESB sem tveir lögspekingar hafa unnið í þrjú ár,“ sagði Davíð í svari við fyrirspurn Rún- ars Péturssonar sjómanns um það hvort Ís- lendingar þyrftu að veita ESB að- gang að fisk- veiðilögsögunni ef þeir gengju þangað inn. „Í greinargerðinni kemur fram að vangaveltur manna um að hægt sé að fá undanþágu frá fiskveiði- stefnunni byggja ekki á neinu, nema þá óskhyggjunni einni sam- an.“ Davíð vitnaði þarna í nýkynnta greinargerð þeirra Óttars Páls- sonar lögmanns og Stefáns Más Stefánssonar prófessors um fisk- veiðistefnu Evrópusambandsins. Hann leiddi talið að viðbrögðum Össurar Skarphéðinssonar, for- manns Samfylkingarinnar, við sömu greinargerð. „Þegar þetta var borið undir Össur Skarphéð- insson, sem í því tilviki var allt í einu orðinn talsmaður Samfylk- ingarinnar, þá saup hann hveljur og sagði að fræðimennirnir hefðu misskilið þetta allt saman,“ sagði Davíð. „Þá mundi ég eftir því að Össur sagði nýlega að hann hefði áður trúað því að ekki væri hægt að fara inn í Evrópusambandið vegna fiskveiðistefnu þess, en eft- ir nákvæma rannsókn sína hefði hann fundið út að það væri hægt.“ Davíð gaf ekki mikið fyrir um- rædda rannsókn Össurar. „Ég hef lengi haft á tilfinningunni eftir viðræður við forystumenn Evr- ópusambandsins að við fengjum engar undanþágur,“ sagði Davíð. „Það hefur nú verið staðfest með mjög afgerandi hætti, eftir það sem fræðimennirnir kalla víðtæk- ar rannsóknir. Það er ekki það sama og Össur kallar víðtækar rannsóknir. Hann hefur sjálfstagt rætt við Eirík Bergmann í korter inni á einhverjum kaffistað. Það telst ekki víðtæk rannsókn á máli fræðimannanna.“ ■ „Össur hef- ur sjálfsagt rætt við Eirík Bergmann í korter á ein- hverjum kaffi- stað. Varðandi Írak, þá tóku ýmsirafstöðu hér á landi eingöngu á grundvelli skoðanakannana,“ sagði Davíð Oddsson um umdeild- an stuðning ríkisstjórnarinnar við innrásina í Írak. Fundarmaður hafði áður lýst stuðningi við stefnu ríkisstjórnarinnar í fyrir- spurn. „Við vorum alla tíð þeirrar skoðunar,“ hélt Davíð áfram, „að menn ættu að leita í lengstu lög friðsamlegra lausna. Það var ætíð okkar stefna. Við litum svo á að með ályktun 1441 væri sagt við einræðisherrann í Írak að ef hann fylgdi ekki þessari ályktun yrðu afleiðingarnar mjög alvarlegar. Í krafti þessarar ályktunar hófst uppbygging á herafla. Það fór aldrei á milli mála hvað orðalag hennar þýddi.“ Davíð ræddi um grimmdarverk Saddams Husseins í þessu sam- bandi. „Nú er komið á daginn það sem margir vissu að þessi maður var einhver mesti grimmdarsegg- ur í sögunni,“ sagði hann. „Það var ætíð tryggt af hálfu Sameinuðu þjóðanna, á meðan viðskiptabannið stóð yfir, að Írak fengi nægilegt fé til þess að skaffa þjóð sinni, ekki síst börnum, mat og lyf. Saddam Hussein kaus hins vegar að verja þessum peningum í að byggja 20 til 30 hallir og nú voru Bandaríkja- menn að finna 600 milljónir dollara í reiðufé í þessum höllum. Það eru 50 milljarðar króna. Hann lá með þetta í fórum sínum á meðan 500 þúsund börn dóu.“ Davíð fullyrti að Alþýðu- flokkurinn hefði aldrei tekið svipaða stefnu í þessu máli og Samfylkingin. „Alþýðuflokkur- inn gamli hefði aldrei skorast undan því að standa með vest- rænum þjóðum á örlagastundu,“ sagði hann, „í því markmiði að koma einræðisherra og viðbjóði af þessu tagi frá völdum.“ ■ RÆTT UM ÍRAK Ellert Jósefsson kvaðst vera þakklátur fyrir stuðning ríkisstjórnarinnar við innrás í Írak og sagði Ísland eiga að sýna samstöðu með engilsaxneskum þjóðum. Um afstöðu flokkana til innrásar í Írak: Alþýðuflokkurinn hefði ekki skorast undan FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.