Fréttablaðið - 30.04.2003, Side 18

Fréttablaðið - 30.04.2003, Side 18
18 30. apríl 2003 MIÐVIKUDAGURRuðningur FÓTBOLTI Jari Litmanen leikur gegn Íslandi í Vantaa í dag. Litmanen lék síðast með landsliðinu í 0:2 tapi gegn Júgóslavíu (nú Serbíu/Svartfjallalandi) um miðj- an október. Jari Litmanen er einn farsæl- asti knattspyrnumaður Finna. Hann hóf feril sinn með Reipas Lahti og lék sinn fyrsta deildar- leik með félaginu 16 ára gamall. Litmanen hefur leikið með Ajax frá Amsterdam stærstan hluta ferils síns og tilkynnti nýlega að hann muni framlengja samning sinn við félagið eftir þessa leiktíð. Litmanen lék sinn fyrsta A- landsleik í október 1989 þegar Finnar unnu Trínidad og Tóbagó 1:0. Hann skoraði loks í 12. lands- leik sínum í 2:0 sigri á Möltu í maí 1991. Litmanen skoraði tvisvar í 4:1 sigri Finna í Portúgal fyrir rúmu ári og jafnaði markamet Ari Hjelm, sem skoraði 21 mark á ár- unum 1983 til 1996. Hjelm lék 100 landsleiki á þessum árum og er leikjahæstur Finna en Litmanen vantar enn nítján leiki til að jafna þetta met. ■ LITMANEN Jari Litmanen leikur að nýju með finnska landsliðinu. Hann vantar eitt mark til að bæta markamet A-landsliðsins. JARI OLAVI LITMANEN (F. 20. FEBRÚAR 1971) Deildarleikir og mörk Reipas Lahti (1987-1990) 86 28 HJK Helsinki (1991) 27 16 MyPa 47 (1992) 18 7 Ajax (1992-1999) 159 91 Barcelona (1999-2000) 21 3 Liverpool (2000-2002) 26 5 Ajax (2003) 11 4 Samtals 348 154 A-landsleikir (1989-2002) 81 21 Finnska landsliðið: Litmanen vantar eitt mark Alan Shearer, fyrirliðiNewcastle, verður frá næstu átta vikurnar vegna ökklameiðsl- anna sem hann varð fyrir í leik Newcastle gegn Sunderland á laugardag. Shearer, sem var kos- inn besti leikmaðurinn í 10 ára sögu ensku úrvalsdeildarinnar fyrir skömmu, missir því af tveimur síðustu leikjum Newcastle á leiktíðinni. FÓTBOLTI Íslendingar og Finnar hafa leikið níu A-landsleiki og hafa Finn- ar sigraði í fimm leikjum og Íslend- ingar í tveimur en tveimur hefur lokið með jafntefli. Íslendingar sigruðu í fyrsta leik þjóðanna árið 1948 og á Spáni árið 2000 þegar þjóðirnar mættust síðast. Leikurinn í dag verður í Vantaa og hefst kl. 15 að íslenskum tíma. Þjálfarar beggja liða hafa þurft að breyta upphaflegum leikmanna- hópum. Heiðar Helguson og Guðni Bergsson leika ekki gegn Finnum en inn í hópinn koma Arnar Gunn- laugsson, Ólafur Stígsson og Veigar Páll Gunnarsson. Petri Pasanen, varnarmaður Ajax, dró sig út úr finnska hópnum vegna leikjaálags í hollensku deild- inni og Meistaradeildinni. Jussi Nu- orela (Malmö FF) var valinn í hans stað. Mika Väyrynen, miðjumaður SC Heerenveen í Hollandi, hefur ekki náð sér af meiðslum og tekur nýliðinn Rami Hakanpää (HJK Helsinki) sæti hans í hópnum. Toni Kuivasto (Viking) tekur stöðu Pasanen í miðri vörninni við hlið Sami Hyypiä, fyrirliða Finn- anna. Hyypiä sagði við Hufvudstadsbladet að það ætti ekki að verða vandamál. Þeir hafi nokkrum sinnum leikið saman og það sé auðvelt að leika með Kuiv- asto. Hyypiä á að gæta Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum og viður- kenndi að það yrði ekki auðvelt verkefni. “Hann er flinkur leikmað- ur og öflugur markaskorari,” sagði Hyypiä. Meira veit Hyypiä ekki um íslenskan fótbolta en telur eins og aðrir Norðurlandabúar að Íslend- ingar spili fast. Eiður Smári Guðjohnsen og Sami Hyypiä mæt- ast öðru sinni eftir ellefu daga þeg- ar Chelsea og Liverpool leika í loka- umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn gæti skorið úr um það hvort félagið kemst í Meistara- deildarinnar. Jari Litmanen og Mikael Fors- sell, fyrrum samherji Eiðs Smára hjá Chelsea, verða í fremstu víglínu Finna. Litmanen hefur skorað 21 mark fyrir landsliðið og Forssell sjö. Þeir léku síðast saman í fram- línunni þegar Finnar unnu Portú- gali 4:1 í Porto fyrir rúmu ári en þá skoraði Litmanan tvö mörk og Forssell eitt. ■ Finnar og Íslendingar leika í Vantaa í dag. Sami Hyypiä gætir Eiðs Smára Guðjohnsen en þeir mætast aftur í lokaumferð ensku úrvals- deildarinnar eftir ellefu daga. = allt er framkvæmanlegt Umboðsmenn og söluaðilar um land allt. Nánari upplýsingar er að finna á www.ok.is eða í síma 570 1000 Það er ekki að ástæðulausu að mest seldu netþjónar í heimi eru hp proliant. Sjálfvirkt eftirlit, stöðugleiki og auðveld uppfærsla er meðal þeirra kosta sem gera hp proliant að fyrsta valkosti hjá fyrirtækjum um allan heim. Þegar saman fara stærsti framleiðandi tölva í heiminum og reynsla og örugg þjónusta Opinna kerfa er valið hp proliant. Kynntu þér málið og tryggðu starfsemi þinni öryggi og afköst með mest selda netþjóni í heimi.* hljóðlátur sigurvegari +++ hp proliant mest seldi netþjónn í heimi +++ *S am kv æ m t I D C e ru p ro lia nt m es t s el du n et þj ón ar í he im i á rið 2 00 0, 2 00 1 og 2 00 2. stöðugleiki afköst = hp proliant + A B X 9 03 03 14 FYRRI LEIKIR ÍSLANDS OG FINNLANDS 2000 Ísland - Finnland 1:0 (La Manga) Ríkharður Daðason 1982 Finnland - Ísland 3:2 (Helsinki) Marteinn Geirsson, Atli Eðvaldsson 1980 Ísland - Finnland 1:1 (Reykjavík) Pétur Pétursson 1976 Finnland - Ísland 1:0 (Helsinki) 1974 Ísland - Finnland 2:2 (Reykjavík) Teitur Þórðarson, Marteinn Geirsson 1969 Finnland - Ísland 3:1 (Helsinki) Ellert B. Schram (vsp) 1964 Ísland - Finnland 0:2 (Reykjavík) 1956 Finnland - Ísland 2:1 (Helsinki) Ríkharður Jónsson (vsp) 1948 Ísland - Finnland 2:0 (Reykjavík) Ríkharður Jónsson 2 Hyypiä gætir Eiðs Smára EIÐUR SMÁRI Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári mætir Sami Hyypiä í landsleiknum við Finna í dag og aftur eftir ellefu daga þegar Chelsea og Liverpool mætast í ensku úrvalsdeildinni. HÁTT STOKKIÐ Það er oft hart barist og hátt stokkið þegar ruðningsíþróttin er annars vegar. Hattie Louw, leikmaður Suður-Afríku, þurfti að taka á öllu sem hann átti til að komast fram hjá vörn Nýja-Sjálands í viðureign þjóðanna í Cape Town í Suður-Afríku á dögunum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.