Fréttablaðið - 30.04.2003, Qupperneq 24
■ ■ FUNDIR
16.30 María Luisa Vega, prófessor
við Complutense Universidad í Madrid,
flytur fyrirlestur um tvítyngi barna á
vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadótt-
ur í Odda, stofu 101.
20.00 Biblíuskólinn við Holtaveg
heldur fræðslukvöld í húsi KFUM og
KFUK um spádómsbók Jesaja, eitt af rit-
um Gamla testamentisins. Leiðbeinandi
verður Skúli Svavarsson kristniboði. All-
ir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.
■ ■ KVIKMYNDIR
16.00 Stuttmyndahátíð grunn-
skóla í Reykjavík, sem er uppskeruhá-
tíð kvikmyndagerðarmanna í grunnskól-
um borgarinnar, verður haldin í Austur-
bæjarskóla. Bestu myndirnar keppa um
klapptré þar sem árituð verða nöfn vinn-
ingsmynda og vinningshafa. Alls bárust
24 myndir í keppnina að þessu sinni og
verða þær bestu sýndar og brot úr öðr-
um.
20.30 Á síðustu kvikmyndasýningu
vorsins hjá Goethe-Zentrum, Laugavegi
18, verður að venju sýnd óvissumynd.
Athugið að enskur neðanmálstexti er
ekki með myndinni, en auk þýsku er
drjúgur hluti myndarinnar á ítölsku og
þá er þýskur texti.
■ ■ TÓNLIST
20.00 Karlakór Reykjavíkur syng-
ur í tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð.
Fluttar verða íslenskar söngperlur, lög
norrænna tónskálda, og verk eftir Franz
Schubert, Rudolf Sieczynski og Leos
Janacék. Einsöngvari með kórnum er
Garðar Thor Cortes. Anna Guðný Guð-
mundsdóttir leikur á píanó og söng-
stjóri er Friðrik S. Kristinsson.
20.00 Gunnar Kvaran og Jónas
Ingimundarson leika báðar sellósónöt-
ur Brahms á tónleikum í Salnum, Kópa-
vogi.
20.00 Hinir árlegu vortónleikar
Valskórsins verða í Friðrikskapellu við
Valsheimilið í Reykjavík. Sungin verða ís-
lensk lög ásamt syrpu af negrasálmum
við undirleik Helgu Laufeyjar Finnboga-
dóttur. Stjórnandi er Guðjón Þorláksson.
20.00 Kammertónleikar á vegum
Tónlistarskólans í Reykjavík verða
haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík. Fram
koma nemendur úr blásaradeild skól-
ans, meðal annars trompetkór og klar-
ínettukór. Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis og öllum heimill.
20.30 Mosfellskórinn heldur sína
árlegu vortónleika í Íslensku óperunni.
Eins og áður er dagskráin létt og fjörug,
meðal annars lög og textar eftir Hljóma,
Ríó Tríó, Stuðmenn, Elvis og Bee Gees.
Einsöngvarar eru meðlimir kórsins og
söngstjóri er Páll Helgason.
■ ■ LEIKLIST
20.00 Farsinn Allir á Svið eftir
Michael Frayn er sýndur á Stóra sviði
Þjóðleikhússins, þýddur og leikstýrður
af Gísla Rúnari Jónssyni.
20.00 Leiklesin verða brot úr leik-
ritum átta höfunda á uppskeruhátíð af
leikritunarnámskeiði Þjóðleikhússins,
sem Hlín Agnarsdóttir hefur haft umsjón
með. Ókeypis aðgangur.
20.00 Veislan eftir Thomas Vinter-
berg og Mogens Rukov á Smíðaverk-
stæði Þjóðleikhússins.
20.00 Breski farsinn Öfugu megin
uppí með Eggert Þorleifsson í aðal-
hlutverki verður sýndur á Stóra sviði
Borgarleikhússins.
20.00 Uppskeruhátíð af leikrit-
unarnámskeiði Þjóðleikhússins
verður haldin á Litla sviðinu. Leiklesin
verða brot úr leikritum eftir átta höf-
unda af leikritunarnámskeiði sem
Þjóðleikhúsið hefur staðið fyrir í vetur
undir stjórn Hlínar Agnarsdóttur.
Einleikurinn Sellófon eftir Björk Jak-
obsdóttur í NASA við Austurvöll. Sýning-
in hefur gengið í eitt ár og er þetta af-
mælissýning.
■ ■ SKEMMTANIR
22.00 UVG blása til stórtónleika á
Grand Rokk með Amos, Dóra DNA,
Sign, Tveimur dónalegum haustum og
pönksveitinni Ekkert kjaftæði.
Ingó, Moody-Company og gestir
verða með tónleika á efri hæðinni á
Laugavegi 11.
DJ Glömmi heldur uppi fjörinu á
miðhæðinni á Laugavegi 22.
Hljómsveitin Spilafíklarnir leikur á
Celtic Cross.
Skítamórall spilar á Broadway.
Dúettinn Acoustics spilar á Ara í
Ögri.
Eyjólfur Kristjánsson verður á
Pakkhúsinu, Selfossi.
■ ■ SÝNINGAR
Þrjár sýningar standa yfir Nýlista-
safninu við Vatnsstíg. Á annarri hæð
safnsins er Sólveig Aðalsteinsdóttir
með sýninguna Úr möttulholinu en á
þeirri þriðju eru Hanne Nielsen og
Birgit Johnsen með Stað-hæfingar eða
Territorial Statements í suðursal. Í norð-
ursal á sömu hæð er landi þeirra Kaj
Nyborg með sýninguna Nágranni eða
Next door neighbour.
Þrjár myndlistarkonur eru með sýn-
ingar í Hafnarborg, Menningar- og lista-
stofnun Hafnarfjarðar. Björg Þorsteins-
dóttir sýnir þar akrýlmálverk og vatns-
litamyndir, sem unnar eru á tveimur síð-
ustu árum. Auður Vésteinsdóttir er
með tvær sýningar á listvefnaði og ljós-
myndum. Loks sýnir Sigríður Ágústs-
dóttir handmótuð, reykbrennd leirverk.
Í Listasafni Íslands stendur yfir yfir-
litssýning á verkum Georgs Guðna.
Einnig er í safninu sýning á
landslagsmálverkum Ásgríms Jónsson-
ar og vídeóinnsetning eftir Steinu Va-
sulka.
Helgi Þorgils Friðjónsson er með
einkasýningu á Kjarvalsstöðum. Hann
sýnir þar eingöngu ný málverk. Á sama
stað sýnir Ilmur Stefánsdóttir umbreytt
farartæki, vídeómyndir og örsögur.
Einnig er í safninu yfirlitssýning á verk-
um Jóhannesar Kjarval.
Í Kúlunni í Ásmundarsafni við Sigtún
er innsetning Eyglóar Harðardóttur. Í
safninu stendur einnig yfir sýningin List-
in meðal fólksins, þar sem listferill Ás-
mundar Sveinssonar er settur í sam-
hengi við veruleika þess samfélags sem
hann bjó og starfaði í.
Jóna Þorvaldsdóttir sýnir átta svart-
hvítar ljósmyndir á Mokka við Skóla-
vörðustíg. Myndirnar eru teknar í Sló-
veníu , Bandaríkjunum, Portúgal og á
Kúbu á árunum 2000 til 2002. Jóna
vinnur myndirnar allar í höndum, bæði
framköllun og stækkun.
Í Borgarskjalasafni Reykjavíkur,
Tryggvagötu 15, stendur yfir sýning á
kosningaáróðri frá árunum 1880 til
1999. Á henni má fræðast um hvernig
baráttumál flokkana fyrir Alþingiskosn-
ingar í Reykjavík hafa breyst í gegnum
tíðina.
Egill Örn Egilsson sýnir ljósmynd-
ir í galleríinu Tukt í Hinu húsinu við
Pósthússtræti. Heiti sýningarinnar er
Til allra englabarna og hún stendur
til 10. maí.
Sýningin Undir fíkjutré: Alþýðulistir
og frásagnarhefðir Indlands stendur
yfir í Listasafninu á Akureyri.
Þetta er í fyrsta sinn sem indversk
myndlist er kynnt með jafn víðfeðmum
hætti hér á landi.
Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir
yfirlitssýning á verkum Gerðar Helga-
dóttur. Safnið er opið á skírdag og laug-
ardag kl. 11-17, en lokað á föstudaginn
langa, páskadag og annan í páskum.
Sari Maarit Cedergren sýnir um
þessar mundir steyptar lágmyndir í Gall-
erí Slunkaríki á Ísafirði. Sýningin er opin
20 30. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
27 28 29 30 1 2 3
APRÍL
Miðvikudagur
HELGA VALA HELGADÓTTIR
Í kvöld ætla ég að sjálfsögðu ástórtónleika UVG á
Grandrokk,“ segir Helga Vala
Helgadóttir leikkona, „Þar verða
meðal annars snillingurinn Dóri
DNA rappari og pönkbandið Ekk-
ert kjaftæði. Ekkert kjaftæði er
glænýtt band skipað eðaltöffur-
um og frambjóðendum VG. Þeir
voru nú eitthvað að myndast við
að fara úr að ofan á síðustu tón-
leikum og ég hvet þá til að ganga
enn lengra í kvöld. Fyrir tónleik-
ana langar mig í leikhúsið að sjá
Veisluna. Hilmar Jónsson er kom-
inn inn í sýninguna og mig langar
að sjá það. Það er verst að á sama
tíma er Valskórinn að syngja og
þar sem bóndi minn er mikill
Valsari þá er leitt að við getum
ekki verið þar.
Á fimmtudaginn er það kröfu-
ganga að venju. Svo ætla ég með
fjölskylduna í kaffi niðri í Iðnó
þar sem félagi Atli Gíslason ætlar
að þruma yfir mannskapnum. Það
er líka svo gott hvað tjörnin er ná-
lægt fyrir blessaða ungana mína.
Um kvöldið langar mig í Borgar-
leikhúsið að sjá Manninn sem hélt
að konan sín væri hattur.... þvílík-
ur snilldartitill.“
Val Helgu
Þetta lístmér á!
✓
STEFÁN PÁLSSON
Milli klukkan sjö og tíu ámorgnana er allt sem er
svart og flýtur besta kaffið í bæn-
um. Það er svona upp úr hádeginu
sem maður fer að þróa með sér al-
vöru kaffismekk. Þá verður fyrir
valinu einhver góð blanda frá
Kaffitári.
Besta kaffiðí bænum
✓
✓
✓
Afmælissýning Í NASA VIÐ
AUSTURVÖLL Í KVÖLD,
örfá sæti
föst 2. maí, NASA, örfá sæti
lau 3. maí, SJALLINN AKUREYRI
sun 4. maí, SJALLINN AKUREYRI
MIÐASALA Í NASA 511 13 18
OG SELLOFON@MMEDIA.IS
FORSALA Á MIÐUM Í SJALLANN FER FRAM
Í PENNANUM EYMUNDSSON GLERÁRTORGI.
„TAKK FYRIR AÐ BÚA TIL LEIKRIT UM MIG.
SELLÓFON ER ÓBORGANLEGT LEIKRIT.“
GUÐRÚN HELGA JÓNASDÓTTIR, FRAMAKONA,
LEIKFIMIDÍS OG TVEGGJA BARNA MÓÐIR.
„SALURINN LÁ Í HLÁTRI ALLAN TÍMANN ENDA
TEXTINN STJÓRSNJALL OG DREPFYNDINN.“
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR
OG BÓKMENNTAGAGNRÝNANDI Á DV.
„HUGMYNDIN ER BÆÐI SNJÖLL OG TÍMABÆR
OG MAÐUR VELTIR ÞVÍ FYRIR SÉR
HVERS VEGNA Í ÓSKÖPUNUM ENGINN HEFUR
DOTTIÐ NIÐUR Á HANA FYRR.“
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR LEIKLISTAR-
GAGNRÝNANDI Á MORGUNBLAÐINU.
SÝNINGARNAR Í NASA VIÐ AUSTURVÖLL OG
Í SJALLANUM AKUREYRI VERÐA SEM HÉR SEGIR:
1. ÁRS