Fréttablaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 26
13.30 Hátíðarhöld verkalýðsfélaga
í Reykjavík hefjast með því að safnast
verður saman við Hallgrímskirkju.
Kröfugangan leggur af stað þaðan
klukkan tvö og útifundur á Ingólfstorgi
hefst klukkan 14.35. Ræðumenn dags-
ins eru Gunnar Páll Pálsson og Eiríkur
Jónsson. Nína Kristjánsdóttir flytur
ávarp, Anna Kristín Arngrímsdóttir les
upp og Borgardætur syngja nokkur lög.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
heldur baráttufund í Iðnó eftir kröfu-
gönguna. Þar mun Atli Gíslason lög-
maður flytja barátturæðu. Hrólfur Sæ-
mundsson baritón syngur og Steinunn
Birna Ragnarsdóttir leikur á píanó.
Maíkórinn syngur.
20.00 Rauður 1. maí nefnist dag-
skrá sem Sósíalistafélagið, Samtök her-
stöðvaandstæðinga og Menningar- og
friðarsamtök íslenskra kvenna efna til á
Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Stein-
unn Þóra Árnadóttir og Þorvaldur Þor-
valdsson flytja ávörp. Bardukha, Hell-
var og Sigvarður Ari Huldarsson flytja
tónlist og skáldin Einar Ólafsson og
Kristian Guttesen lesa upp.
■ ■ MESSA
11.00 Hin árlega lögreglumessa
verður í Bústaðakirkju. Prestar verða
séra Pálmi Matthíasson og séra Kjart-
an Örn Sigurbjörnsson. Lögreglukórinn
syngur ásamt barnakór. Barnastarf verð-
ur á meðan messunni stendur. Kaffi og
veitingar verða í boði Landssambands
lögreglumanna og Lögreglukórs Reykja-
víkur í lok messu.
■ ■ OPIÐ HÚS
14.00 Opið hús verður á Króki á
Garðaholti á vegum menningar- og
safnanefndar Garðabæjar. Krókur er lítill
bárujárnsklæddur burstabær skammt frá
samkomuhúsinu á Garðaholti. Bærinn
er gott dæmi um húsakost og lifnaðar-
hætti alþýðufólks á þessum landshluta á
fyrri hluta 20. aldar.
Að venju verður opið hús í félags-
heimili MÍR, Vatnsstíg 10, á baráttu- og
hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí. Kaffisala
með hlaðborði verður frá kl. 14, efnt
verður til lítillar hlutaveltu og sýndar
teiknimyndasyrpur fyrir yngstu kynslóð-
ina.
■ ■ TÓNLIST
17.00 Vortónleikar Skagfirsku
söngsveitarinnar í Reykjavík verða
haldnir í Langholtskirkju. Einsöngvarar
eru Kristín R. Sigurðardóttir sópran og
Óskar Pétursson tenór. Auk þeirra
syngja þrír kórfélagar einsöng og dúetta.
Stjórnandi Skagfirsku söngsveitarinnar er
Björgvin Þ. Valdimarsson en undirleik-
ari er Sigurður Marteinsson.
17.00 Tveir kórar eldri borgara í
Hafnarfirði halda söngskemmtun í Víði-
staðakirkju. Kórarnir eru Karlakór eldri
Þrasta, söngstjóri Halldór Óskarsson, og
Gaflarakórinn, kór Félags eldri borgara,
söngstjóri Guðrún Ásbjörnsdóttir. Einnig
mun syngja kór verðandi öldunga undir
stjórn Guðrúnar Ásbjörnsdóttur. Söng-
skráin er fjölbreytt og aðgangur ókeypis.
20.00 Karlakór Reykjavíkur syngur
í Ými við Skógarhlíð, síðustu styrktarfé-
lagstónleika sína þetta árið. Meðal ann-
ars verða fluttar íslenskar söngperlur og
verk eftir Franz Schubert. Einsöngvari
með kórnum er Garðar Thor Cortes,
Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á
píanó og söngstjóri er Friðrik S. Krist-
insson.
20.30 Gospelsystur Reykjavíkur
halda vortónleika í Langholtskirkju í
samvinnu við KK og Ellen Kristjáns-
dóttur. Yfirskrift tónleikanna er Ferða-
langar og eru þetta tónleikar á rólegri
nótunum. Stjórnandi er Margrét J.
Pálmadóttir og um hljómsveitarstjórn
sér Stefán S. Stefánsson.
20.30 Vortónleikar Karlakórs Sel-
foss verða í Selfosskirkju. Stjórnandi er
Loftur Erlingsson og undirleikari Julian
Edward Isaacs. Einsöngvarar með kórn-
um eru tveir kórfélagar, Gunnar Þórðar-
son og Jónas Lilliendahl, og einnig
syngur Helga Kolbeinsdóttir einsöng
með kórnum.
20.30 Kvennakór Suðurnesja
heldur vortónleika í Ytri-Njarðvíkur-
kirkju.
■ ■ SKEMMTANIR
Jamaísku hljómsveitirnar English-
man og Shangoband koma fram á
reggíhátíð á Grand Rokk. Einnig lætur
DJ Kári í sér heyra.
Eyjólfur Kristjánsson skemmtir á
Barnum, Sauðárkróki.
Santiago spilar í Höllinni, Vest-
mannaeyjum.
■ ■ LEIKLIST
20.00 Farsinn Allir á Svið eftir
Michael Frayn er sýndur á Stóra sviði
Þjóðleikhússins, þýddur og leikstýrður
af Gísla Rúnari Jónssyni.
20.00 Veislan eftir Thomas Vinter-
berg og Mogens Rukov á Smíðaverk-
stæði Þjóðleikhússins.
20.00 Breski farsinn Öfugu megin
uppí með Eggert Þorleifsson í aðal-
hlutverki verður sýndur á Stóra sviði
Borgarleikhússins.
20.00 Maðurinn sem hélt að kon-
an hans væri hattur eftir Peter Brook
og Marie-Hélène Estienne á Nýja sviði
Borgarleikhússins.
■ ■ SÝNINGAR
Nemendur Listaháskóla Íslands eru
með myndlistarsýningu í Reykjavíkur-
akademíunni, Hringbraut 121, undir yf-
irskriftinni Fórn eða fífldirfska.
Ljóðmyndasýning Eyvindar P.
Eiríkssonar í Lóuhreiðri, Laugavegi 61,
stendur til 3. maí.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur
valið verk eftir fjölmarga myndlistar-
menn á sýninguna Þetta vil ég sjá í
Gerðubergi.
22 30. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
28 29 30 1 2 3 4
MAÍ
Fimmtudagur
Ég held að þessi dagur hafi ekkisíst það gildi að minna okkur á
það sem þeir sem á undan okkur
fóru lögðu á sig til þess að búa í
haginn fyrir þá sem búa í þessu
þjóðfélagi í dag,“ segir Eiríkur
Jónsson, formaður Kennarasam-
bands Íslands. „Þessi dagur á að
minna okkur á gildi stéttarfélag-
anna og hve margt af því sem
kallað er sjálfsögð mannréttindi í
dag hefði aldrei náðst í gegn án
baráttu þeirra sem nú eru komnir
á efri ár eða gengnir.“
Eiríkur er annar tveggja ræðu-
manna dagsins á útifundi verka-
lýðsfélaganna á Ingólfstorgi í
Reykjavík. Ræðu flytur einnig
Gunnar Páll Pálsson, formaður
Verslunarmannafélags Reykja-
víkur.
Hátíðarhöld dagsins eru að
mestu í svipuðum skorðum og
verið hefur nokkuð lengi.
Meiningin er að safnast saman
við Hallgrímskirkju og halda það-
an klukkan tvö í kröfugöngu niður
á Ingólfstorg, þar sem útifundur
hefst rúmlega hálftíma síðar. Auk
ræðumannanna tveggja flytur
Nína Kristjánsdóttir, formaður
Iðnnemasambands Íslands, ávarp,
Anna Kristín Arngrímsdóttir leik-
kona les ljóð og Borgardætur
syngja nokkur lög.
Í beinu framhaldi af útifundin-
um halda Vinstri grænir svo bar-
áttufund í Iðnó þar sem Atli Gísla-
son flytur barátturæðu. Listræna
hliðin verður þar í höndum Hrólfs
Sæmundssonar baritóns og Stein-
unnar Birnu Ragnarsdóttur píanó-
leikara. Einnig syngur Maíkórinn.
Um kvöldið roðnar svo enn
frekar yfir deginum, því þá efna
Sósíalistafélagið, Samtök her-
stöðvaandstæðinga og Menning-
ar- og friðarsamtök íslenskra
kvenna til dagskrár sem nefnist
Rauður 1. maí og er beint sérstak-
lega gegn heimsvaldastefnu og
stríði. Þar flytja Steinunn Þóra
Árnadóttir og Þorvaldur Þor-
valdsson ávörp og skáldin Einar
Ólafsson og Kristjan Guttesen
lesa úr verkum sínum. Baldvin
Halldórsson leikari verður fund-
arstjóri en Hljómsveitirnar Bard-
ukha og Hellvar sjá um tónlistar-
flutning ásamt trúbadornum Sig-
varði Ara Huldarssyni.
gudsteinn@frettabladid.is
■ BARÁTTUDAGUR VERKALÝÐSINS
Blásið í glæður
baráttunnar
FJÖR Á FYRSTA MAÍ
Hátíðarhöld á baráttudegi verkalýðsins
verða að mestu með hefðbundnu sniði í
Reykjavík þetta árið.
Ópólitískt á baráttudegi
Við getum ekki beðið eftir því aðskólinn verði búinn svo við get-
um farið að semja meira efni,“ seg-
ir Kalli, helsti forsprakki hljóm-
sveitarinnar Dáðadrengja. „Við
erum ennþá að spila efni sem við
sömdum í jólafríinu.“
Dáðadrengir koma fram ásamt
hljómsveitinni Lokbrá á Gauk á
Stöng annað kvöld áður en hljóm-
sveitin Maus stígur á svið að kynna
væntanlega plötu sína, „Musick“,
sem kemur út 12. maí. Mausarar
lofa því að þessir tónleikar verði al-
gerlega ópólitískir, þrátt fyrir að
vera tímasettir á baráttudegi verka-
lýðsins.
Dáðadrengir sigruðu með glæsi-
brag í Músíktilraunum Tónabæjar í
lok mars. Lag sveitarinnar, Allar
stelpur úr að ofan, er töluvert spilað
á útvarpsstöðvum þessa dagana.
Lokbrá kom einnig skemmtilega
á óvart á Músíktilraununum og er
brátt á leiðinni í hljóðver til þess að
vinna lag sitt „Nosirrah Egroeg“,
sem er óður til Bítilsins George
Harrison. ■
MAUS
Hljómsveitirnar Dáðadrengir og Lokbrá
koma fram með Maus á Gauk á Stöng að
kvöldi 1. maí.
■ TÓNLIST
Maðurinn semhélt að kon-
an hans væri
hattur. Það er
málið,“ segir
María Ellingsen
leikkona. „Þetta
er hugvíkkandi
leikrit.“
Mittmat