Fréttablaðið - 30.04.2003, Page 28

Fréttablaðið - 30.04.2003, Page 28
30. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR24 CONFESSIONS. bi 14 kl. 8 og 10.30 JUST MARRIED kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 ABRAFAX m/ísl.tali kl. 4 og 6 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4 THE HUNTED b.i. 16 kl. 6 og 10.10 CRADLE b.i. 16 kl. 6 og 8 Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 Sýnd í lúxus kl. 6 og 9 Sýnd kl. 10 b.i. 14 kl. 6 og 8NÓI ALBINÓI kl. 68 FEMMES Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 b.i. 14 ára Sýnd í lúxus kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 THUNDERPANTS kl. 4 DREAMCATCHER kl. 6, 8 og 10 kl. 4DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINNNATIONAL SECURITY bi 12 kl. 4 og 6 RECRUIT bi 16 kl. 8 og 10.30 kl. 10THE PIANIST kl. 8TWO WEEKS NOTICE Sýnd kl. 6 og 8 KVIKMYNDIR Bíósumarið byrjar með látum í dag með frumsýningu X- Men 2. Myndin hefur fengið stór- fína dóma og flestum erlendum gagnrýnendum ber saman um að þessi mynd sé mun betri en sú fyrsta enda segir sagan að leik- stjórinn Brian Synger hafi sett sér það takmark að gera miklu betur og horft til The Empire Strikes Back á meðan á tökum stóð, en sú mynd náði að toppa sjálfa Star Wars á sínum tíma. Það er miklu meiri hasar og hamagangur í X2 en fyrri mynd- inni. Sú nýja er 130 mínútur, góð- um hálftíma lengri en forverinn, og hver sekúnda er að sögn notuð til hins ýtrasta og þrátt fyrir allar tæknibrellurnar og djöfulganginn fá persónurnar einnig svigrúm til að þróast. Myndin hefst á því að stökk- breyttir sýna forseta Bandaríkj- anna banatilræði og í kjölfarið segir herinn hinum erfðabreyttu stríð á hendur og einbeita sér þá sérstaklega að ofurhetjunum sem starfa í nafni leiðtoga síns Prófessor X. Ofsóknirnar verða til þess að vondu stökkbrigðin sem hin bitri Magneto stjórnar og hetjurnar okkar verða að snúa bökum saman og berjast gegn sameiginlegri ógn en herforing- inn sem stjórnar aðgerðunum veit sitthvað um hin stökkbreyttu og stefnir leynt og ljóst að því að ganga milli bols og höfuðs á þeim. Öll undrin úr fyrstu myndinni mæta aftur til leiks auk þess sem nýjar erfðabreytur bætast í hóp- inn. Áherslan er sem fyrr mest á Wolverine, sem hinn viðkunnan- legi Ástrali Hugh Jackman leikur. Þegar við skildum við úlfmanninn í fyrri myndinni var hann með áform um að rannsaka fortíð sína frekar og kemst hér heldur betur í feitt þar sem hann þarf að takast á við kvenútgáfu af sjálfum sér og kemur klónum í skapara sinn. Gagnrýnandi breska kvik- myndatímaritsins Empire er yfir sig hrifinn af X2. Hann gefur henni fjórar stjörnum af fimm mögulegum og telur það ljóst að þó Matrix muni bjóða upp á flottari brellur og Hulk sé til alls líklegur muni það síður en svo verða hægð- arleikur að toppa X-Men, sem eru á fleygiferð í þessari þéttu mynd sem skilur allt eftir galopið fyrir frekara framhald. thorarinn@frettabladid.is Hin stökkbreyttu snúa bökum saman Teiknimyndahetjurnar sem kenndar eru við X-Men byrja stórmyndasumarið með látum í dag þegar önnur myndin um ofurhetjurnar verður frumsýnd. Nýja mynd- in er töluvert lengri en fyrri myndin og þykir meira að segja líka betri. WOLVERINE Mun komast nær sannleikanum um sjálfan sig í X2 en hann fer sem fyrr fyrir X- fólkinu, sem þarf að ganga til liðs við erkifjendur sína til þess að verjast ofsóknum mannfólks- ins. ALT OM MIN FAR SÝND KL. 8 MISSING ALLEN SÝND KL. 10 BURTUR - HUGUR SÝND KL. 8 BIGGIE & TUPAC SÝND KL. 10 HEIMILDA- OG STUTTMYNDAHÁTÍÐ Kvarnast úr Prodigy: Keith stofnar nýja hljómsveit TÓNLIST Söngvarinn Keith Flint, sem gerði lítið annað í fyrstu en að dansa fyrir The Prodigy, er búinn að stofna nýja hljómsveit. Hún heitir eftirnafni söngvarans, Flint. Ásamt Keith í sveitinni eru gítar- leikarinn Jim Davies sem var áður í Pitchshifter, Kieran Pepper og Tony Howlett. Keith hefur þó ekki sagt skilið við Prodigy en Liam Howlett, höfuðpaur hennar, hefur unnið að gerð nýrrar breiðskífu í talsverðan tíma. Búist er við því að hún komi út fyrir áramót. Nýja hljómsveitin hans Keith á víst að vera sprottinn af mánaðar- löngum pirringi yfir því að hafa þurft að sitja aðgerðarlaus á afturendan- um. Hann hefur nú lokið við vinnslu fyrsta smáskífulagsins og er nú við tökur á myndbandi. Það vinnur hann með Jonas Akerlund, sem gerði m.a. hið fræga myndband „Smack My Bitch Up“ með Prodigy. Sá hefur líka gert myndbönd fyrir U2, Smashing Pumpkins og Madonnu. ■ DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM: Internet Movie Database - 8.1 /10 Rottentomatoes.com - 89% = Fresh KEITH FLINT Nennti ekki að bíða lengur eftir „væntanlegri“ Prodigy-plötu og ákvað að gera eitt stykki breiðskífu upp á eigin spýtur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.