Fréttablaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 32
■ ■ SAMKOMUR
12.00 Níunda vorhátíð foreldrafé-
lags Háteigsskóla verður haldin í
skólanum. Allir velkomnir.
14.00 Hljóð og vídeó nefnist upp-
ákoma á vegum myndlistardeildar Lista-
háskóla Íslands á Vorhátíð skólans í
Hafnarhúsinu. Kynntar verða nýjungar á
sviði vídeólistar.
14.00 Færeyingafélagið heldur
uppá 60 ára afmæli sitt með menning-
ardagskrá í Vestnorræna menningar-
húsinu í Hafnarfirði. Dr. Eyðun Andreas-
sen fjallar um færeyskan dans, Havnar
dansifelag sýnir dansa, Vésteinn Ólason
prófessor fjallar um íslensk kvæði og
Ragnvald Larsen fjallar um upphaf flug-
samgangna milli Færeyja og Íslands.
Dagskránni lýkur klukkan 16.
14.00 Safamýrarskóli fagnar 20
ára afmæli í dag. Allir velunnarar Safa-
mýrarskóla eru velkomnir.
16.00 Tískusýning verður í porti
Hafnarhússins. Verkefni nemenda fyrsta
og annars árs í textíl og fatahönnun við
Listaháskóla Íslands verða sýnd.
18.30 Hátíðarveisla Færeyingafé-
lagsins í Reykjavík verður haldin í Vík-
ingasal Hótel Loftleiða í tilefni af 60 ára
afmæli félagsins. Eftir borðhaldið spilar
færeyska hljómsveitin Twilight.
21.00 Guðmundur Páll Ólafsson
náttúrufræðingur og rithöfundur kynnir
hugmyndir sínar að þjóðgarði fugla og
fiska á kvöldvöku sem samtökin Land-
vernd halda í Hótel Brattholti við Gull-
foss. Allir velkomnir.
Vorbasar heimilismanna í dvalar-
heimilinu Ási í Hveragerði verður í dag.
■ ■ OPNANIR
14.00 „ÓRÓ“ nefnist vorsýning sex
myndlistarnema á öðru ári í Listahá-
skóla Íslands sem haldin verður í Lista-
safni Sigurjóns Ólafssonar. Opnunar-
tími er frá kl. 14-17.
14.00 Sýning á verkum nemenda
Myndlistaskólans á Akureyri verður í
Listagilinu á Akureyri bæði í Ketilhúsinu
og að Kaupvangsstræti 16. Vorsýningin
verður laugardag og sunnudag, kl. 14-18
báða dagana.
15.00 Einar Hákonarson opnar
sýningu í Húsi málaranna, Eiðistorgi.
Sýningin stendur til 7. júní og verður
opin fimmtudaga - sunnudaga kl. 14-18.
16.00 Björg Guðmundsdóttir opn-
ar sína fyrstu einkasýningu í Gallerí
Tukt, Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-4.
16.00 Yfirlitssýning á rússneskri
ljósmyndun verður opnuð á Kjarvals-
stöðum.
16.00 Sýning á höggmyndum eftir
Örn Þorsteinsson verður opnuð á Kjar-
valsstöðum. Sýningin teygir sig um
ganga Kjarvalsstaða og umhverfis húsið.
17.00 Veronica Österman frá Finn-
landi opnar málverkasýningu í Listhúsi
Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Sýningin er
opin virka daga 10-18 og laugardaga 11-
16.
14.00 Steinunn Marteinsdóttir
opnar sýningu á Hulduhólum í Mos-
fellsbæ. Hún sýnir málverk leirverk.
■ ■ BÍLASÝNING
12.00 Áhugamönnum um vand-
aða bíla býðst tækifæri til að skoða
nýjan Lexus RX 300 í Lexus umboð-
inu við Nýbýlaveg í Kópavogi til klukk-
an 16.
■ ■ TÓNLIST
16.00 Þingeyingakórinn heldur
vortónleika í Fella og Hólakirkju. Kári
Friðriksson stjórnar kórnum. Undirleik
annast Arngerður María Árnadóttir.
17.00 Unglingakór Akureyrar-
kirkju heldur vortónleika í kirkjunni.
Stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson og á
efnisskránni eru íslensk lög og erlend.
17.00 Sautján söngvarar frá
Færeyjum halda kórtónleika í Saln-
um, Tónlistarhúsi Kópavogs, undir
stjórn fyrrverandi bæjarstjóra í Klakks-
vík og þingmanns Jógvan við Keldu.
Monika Slauss Joensen fiðluleikari
og Helga Hilmarsdóttir Gerðalíð pí-
anóleikari spila með. Samkór Kópa-
vogs mun einnig syngja nokkur lög
undir stjórn Julian Hewlett.
17.30 Kristján Helgason bariton
og Antonía Hevesi píanóleikari og org-
anisti verða með tónleika í Hafnarborg.
Á efnisskránni eru íslensk og erlend
sönglögt.
19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands
ætlar að flytja ABBA-lögin sívinsælu í
glæsilegum búningi á tónleikum í Há-
skólabíói. Breskir söngvarar frá West
End syngja, stjórnandi er Martin Yates
og íslensk hrynsveit kyndir undir.
■ ■ LEIKLIST
14.00 Stígvélaði kötturinn fyrir
yngstu krakkana á Litla sviði Borgar-
leikhússins í samstarfi við Sjónleikhús-
ið. Allir fá ís á eftir. Þetta er síðasta sýn-
ingin.
14.00 Dansleikhúsið sýnir fjögur
ný íslensk verk á Nýja sviði Borgarleik-
hússins.
20.00 Rómeó og Júlía eftir William
Shakespeare er sýnd á Litla sviði Borg-
arleikhússins í uppfærslu Vesturports.
20.00 Söngleikurinn Með fullri
reisn eftir Terrence McNally og Davit
Yazbek á Stóra sviði Þjóðleikhússins.
20.00 Breski farsinn Öfugu megin
uppí með Eggert Þorleifsson í aðalhlut-
verki verður sýndur á Stóra sviði Borg-
arleikhússins.
20.00 Nemendaleikhús Lista-
háskólans sýnir í Smiðjunni, Sölv-
hólsgötu 13, Tvö hús, leikgerð þar
sem tveimur leikritum eftir Lorca er
steypt saman í eina sýningu.
20.00 Sumarævintýri eftir William
Shakespeare og leikhópinn verður sýnt
á Nýja sviði Borgarleikhússins.
21.00 Einleikurinn Sellófon eftir
Björk Jakobsdóttur í NASA við Austur-
völl.
■ ■ SAMKOMUR
14.00 Vilborg Dagbjartsdóttir,
sem er skáld mánaðarins í Þjóðmenn-
ingarhúsinu, les upp nokkur ljóða sinna
bæði frumsamin og þýdd.
16.00 Rithöfundasamband Ís-
lands og Gunnarsstofnun efna til dag-
skrár á Dyngjuvegi 8 í tilefni þess að
114 ár eru liðin frá fæðingu skáldsins
Gunnars Gunnarssonar. Skúli Björn
Gunnarsson, forstöðumaður Gunnars-
stofnunar, Óskar Vistdal bókmennta-
fræðingur og Guðrún Ása Grímsdóttir
sagnfræðingur flytja erindi.
16.00 Tískusýning verður í porti
Hafnarhússins. Verkefni nemenda fyrsta
26 17. maí 2003 LAUGARDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
14 15 16 17 18 19 20
MAÍ
Laugardagur Ljósmyndasafn Moskvuborgarer mjög merkilegt safn. Það er
ekki nema sex ára gamalt, en er
orðið gífurlega öflugt,“ segir Ein-
ar Falur ljósmyndari. Á síðasta
ári hélt hann ásamt hópi Íslend-
inga til Moskvuborgar, þar sem
sýndar voru íslenskar ljósmyndir
í Ljósmyndasafninu.
„Þetta voru 120 myndir frá
Þjóðminjasafninu og annað eins
af samtímaljósmyndum, bæði það
elsta og yngsta í íslenskri ljós-
myndun. Í raun og veru var þetta
fyrsta yfirlitssýningin á íslenskri
ljósmyndun.“
Nú er röðin komin að Íslend-
ingum að fá að kynnast rússneskri
ljósmyndun. Í dag verður opnuð á
Kjarvalsstöðum sýning á 250
rússneskum ljósmyndum frá 1840
fram á þennan dag, sem valdar
eru sérstaklega af Ljósmynda-
safni Moskvuborgar til þess að
kynna þær Íslendingum.
Rússar byrjuðu mjög snemma
að taka ljósmyndir og afar for-
vitnilegt er að skoða þróun hennar
í gegnum ólík tímabil sögunnar.
„Þeir voru byrjaðir strax 1840,
árið eftir að saga ljósmyndunar
hefst í heiminum. Rússnesk ljós-
myndun tók síðan mjög fljótt
tvær stefnur, annars vegar list-
ræna ljósmyndun þar sem reynt
er að líkja eftir málverkum, hins
vegar fréttaljósmyndun. Síðan
urðu kaflaskil með byltingunni
1917. Þá komu fram á sjónarsvið-
ið nokkrir ljósmyndarar sem enn
eru þekktir fyrir framsækna
ljósmyndun. Um 1930 er hins
vegar öll tilraunamennska stöðv-
uð og sósíalrealisminn einn
leyfður.“
Eftir að kalda stríðinu lauk
opnuðust síðan allar gáttir á ný
fyrir ljósmyndara í Rússlandi,
sem þeir hafa óspart notfært sér.
gudsteinn@frettabladid.is
■ LJÓSMYNDUN
Rússneskar ljósmyndir
STEFÁN PÁLSSON
Fyrir mig sem mikinn Færeyja-vin er af nógu að taka um þessa
helgi“, segir Stefán Pálsson sagn-
fræðingur. „Ráðstefnan í Vestnor-
ræna húsinu í Hafnarfirði á laug-
ardaginn hljómar spennandi,
enda fjallað um allt milli himins
og jarðar: danskvæði og flugsam-
göngur. Fyrir okkur sem búum í
Norðurmýrinni er reyndar hræði-
lega langt að fara alla leið suður í
Hafnarfjörð, en úr því að á annað
borð er verið að leggja í langferð
þá væri kannski ekki úr vegi að
skella sér til Grindavíkur. Ég hef
lengi lofað sjálfum mér að skoða
Saltfisksetrið þar.
Sýning í Gallerí Hlemmi um
stúlku sem heldur að hún sé hæn-
sni eftir Steingrím Eyfjörð hljóm-
ar svo furðulega að það má varla
missa af því. Eins er rússneska
ljósmyndasýningin að Kjarvals-
stöðum eflaust mjög áhugaverð.
Stærsti menningar- og listvið-
burður helgarinnar verður þó á
Árbæjarvelli þar sem Framarar
stíga væntanlega fyrsta skrefið í
átt að Íslandsmeistaratitli í fót-
boltanum.
Annars eru þessar vangaveltur
býsna haldlitlar þar sem ég ætla
út úr bænum með konunni næstu
vikuna og missi því af þessu öllu.“
Val Stefáns
Þetta lístmér á!
Þjónustuverið er opið.
Síminn er 5 500 600
Þjónustuverið er opið virka daga frá 9-17, laugardaga frá 10-16
og sunnudaga frá 11-15. Þú getur einnig skoðað og bókað á IcelandExpress.is
eða komdu á söluskrifstofuna Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga.
Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl.
Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
KORNSKURÐUR Á ÞRIÐJA ÁRATUG 20. ALDAR
Stór yfirlitssýning á rússneskum ljósmyndum verður opnuð í dag í Listasafni Reykjavíkur,
Hafnarhúsinu.
✓
Þetta erskemmtilegt
leikhús“, segir
Stefán Jónsson,
leikari og leik-
stjóri, um Sum-
a r æ v i n t ý r i
Shakespeares sem sýnt er í Borg-
arleikhúsinu. „Þetta er óður til
leikhússins og enn eitt skemmti-
legt afsprengi þessa ágæta hóps á
Nýja sviðinu. Orðin hennar
Hörpu fóru beint í hjartað.“
Mittmat
hvað?hvar?hvenær?
15 16 17 18 19 20 21
MAÍ
Sunnudagur
✓
✓
Erum í sumarskapi
20% afsláttur í dag
Undirfataverslunin
Ég og Þú
Laugavegi 67 sími 551 2211