Fréttablaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 17. maí 2003 23 JÓHANN EGGERT OG UNNUR Eiga bát bæði á Íslandi og í Danmörku, en ætla að selja þann sem er hér heima og einbeita sér að siglingum þar sem betur viðrar. Bátur í stað- inn fyrir sumarbústað Niðri við smábátahöfn Snarfaravoru hjónin Jóhann Eggert Jóhannsson og Unnur Guðmunds- dóttir að leggja að landi á bát sín- um Mími. „Þetta heyrir til vor- verkanna,“ segja þau hjón, sem hafa átt bátinn í þrjú ár, en bátinn sjósettu þau fyrir viku. „Við erum heilmikið að vinna í honum núna, bera á timbrið, athuga gúmbátana og slökkvitækin og athuga allan öryggisbúnað,“ segir Unnur. „Þetta er okkar aðaláhugamál og kemur í staðinn fyrir sumar- bústað,“ segja þau hjón. „Við eig- um reyndar líka bát í Danmörku, sem við keyptum á síðasta ári. Hann er í Bandholmen, og í fyrra sigldum við bæði til Svíþjóðar og Noregs og erum að fara í aðra svipaða siglingu núna í byrjun júní. Við búum í bátnum þar. Hann er bæði stærri og skemmti- legri en þessi.“ Unnur segir ekki nærri því jafngaman að eiga bát á Íslandi og í Danmörku, þar sé veðrið auðvitað miklu betra og meira hægt að nýta farkostinn. „Hér heima förum við á skak og fáum okkur í soðið,“ segir Jóhann, „og svo fara Snarfarafélagar í hóp- siglingar sem er auðvitað mjög gaman. En í Danmörku er þetta meira ævintýri.“ Jóhann segist hvergi smeykur við að sigla í sænska skerjagarðin- um, því hann sé með afar góð sigl- ingatæki um borð. Unnur hlær og segir frá því að siglingatækin í bátnum séu í tölvuformi og Jóhann hafi einhvern tíma verið búinn að heita því að snerta aldrei á slíku tæki. „Svo var hann ekki nema tvo daga að læra á tölvuna,“ segir hún stolt og bendir á að Jóhann, sem er vélstjóri, hafi líka farið í Stýri- mannaskólann fyrir tveimur árum til að bæta við sig réttindum. ■ VER‹ Á‹UR VER‹ NÚ BOR‹STOFUBOR‹ 180X90 39.000,- 23.400,- BOR‹STOFUBOR‹ 200X90 49.000,- 29.400,- HRINGBOR‹ 130X130-170 59.000,- 35.400,- SÓFABOR‹ 130X70 25.000,- 15.000,- INNSKOTSBOR‹ 19.000,- 11.400,- HLI‹ARBOR‹ „MOON” 15.000,- 9.000.- HLI‹ARBOR‹ 150X45 25.000,- 15.000,- TÖLVUSKÁPUR 96X93X171 69.000,- 41.400,- SKENKUR 165X50X90 59.000,- 35.400,- SKENKUR 210X50X90 69.000,- 41.400,- GLERSKÁPUR 106X48X205 79.000,- 47.400,- GLERSKÁPUR – 2 HUR‹IR 99.000,- 59.400,- GLERSKÁPUR – 3 HUR‹IR 139.000,- 83.400,- SJÓNVARPSSKÁPUR 79.000,- 47.400.- BÓKASKÁPUR 39.000,- 35.400,- H R IN G D U EÐ A KOM D U S E M F Y R S T Bæjarlind 14-16 | 201 Kópavogi | Sími 564 4400 | Fax 564 4435 | tekk@tekk.is | www.tekk.is 40% AFSLÁTTUR AF PRINCESS-HÚSGAGNALÍNUNNI Opi›: laugardag kl. 10–16 sunnudag kl. 13–16 fia› er eitthva› pínulíti› konunglegt vi› PRINCESS-húsgagnalínuna – nema ver›i›! P RI NCES S H Ú S G A G N A L Í N A N40% afsláttur Veiðimenn bíða gjarnan meðóþreyju eftir 1. maí, því þá geta þeir keypt sér veiðileyfi í Elliða- vatni og rennt fyrir bleikju. Margir þeirra koma daglega eftir vinnu og sýna ótrúlega þrautseigju og þolin- mæði við veiðimennskuna. Þegar blaðamann bar að garði voru þó að- eins tveir menn við veiðar. Annar þeirra, Eymar Kruger, sagðist vera nýgræðingur í veiðimennskunni. „Ég hef reyndar komið hingað nokkrum sinnum áður, en ég er ekki einn af þeim sem mæta dag- lega,“ segir hann. „Ég hef enn ekk- ert orðið var, enda var ég bara rétt að byrja. En þetta er frábært sport og skemmtilegt að komast út í nátt- úruna á vorin,“ segir Eymar. Á öðrum stað stóð maður rúm- lega hálfur upp úr vatninu og sveiflaði flugustöng. „Ég er búinn að fá fjórar tveggja punda bleikjur, sem er ágætt,“ segir hann, kveðst heita Bjarni Sveinsson og vera sjó- maður. „Ég kemst vegna vinnunnar ekki í veiðina eins oft og ég vildi, en ef ég hefði tækifæri til myndi ég koma að minnsta kosti annan hvern dag. Þetta er slíkt „kikk“,“ segir hann. ■ BJARNI SVEINSSON Var búinn að taka fjórar bleikjur á flugu. Veiðimennskan dásamlegt „kikk“ EYMAR KRUGER Beitti maðki, en hafði enn ekki orðið var, enda nýbyrjaður þegar blaðamann bar að. Þegar skólunum lýkur streymaunglingarnir með garðverkfæri út á opin svæði í höfuðborginni og hefjast handa við að hreinsa, snyrta og gróðursetja. Unglingavinna á borð við þessa er alls óþekkt í öðr- um borgum. Þórólfur Jónsson, deildarstjóri garðyrkjudeildar Reykjavíkur- borgar, segir að undirbúningur fyr- ir vorið hafi í rauninni hafist í vetur þegar menn fóru að klippa og grisja, en nú standi aðallega yfir sláttur og áburðargjöf. „Svo bíðum við bara eftir að krakkarnir mæti, sem eru auðvitað aðalvinnuaflið,“ segir Þórólfur. „Það má búast við því strax á mánu- daginn að krakkarnir streymi út í beðin til að hreinsa og gróðursetja á opnum svæðum borgarinnar.“ Um er að ræða um það bil 600 ungmenni á aldrinum 18-20 ára hjá Garðyrkjudeildinni og rúmlega 3.000 unglinga hjá Vinnuskólanum. „Þar eru krakkarnir á aldrinum 14- 16 ára,“ segir Þórólfur. ■ VIÐ SLÁTT Grassláttur er merki um að sumarið sé á næsta leiti. Nú þegar er farið slá grasið í borginni þótt maí sé aðeins hálfnaður. Vorboðarnir í unglinga- vinnunni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.