Fréttablaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 8
Að mati leiðarahöfundar
norska dagblaðsins Aftenposten
leikur enginn vafi á því að mark-
miðið með hryðjuverkaárásunum
í Sádí-Arabíu hafi verið að koma
höggi á Bandaríkin. Allt bendi til
þess að hryðjuverkasamtökin al-
Kaída standi á bak við árásirnar.
Það sýni að ekki hafi tekist að
lama starfsemi samtakanna þrátt
fyrir umfangsmiklar endurbætur
í öryggismálum um heim allan.
Leiðarahöfundur veltir fyrir
sér tilgangi árásanna. Hann bend-
ir á að ekki sé ástæða til að ætla
að þetta muni verða til þess að
Bandaríkin hætti afskiptum sín-
um af Miðausturlöndum eða leggi
niður vopnin í baráttunni gegn
hryðjuverkum. Þvert á móti muni
öfgafyllstu stuðningsmenn
George W. Bush nú sannfærast
enn frekar um það að beita þurfi
miskunnarlausum aðferðum til
þess að berjast gegn hryðjuverka-
samtökum. „Þegar hryðjuverk
eru framin verður það alltaf til
þess að styrkja öfgasinna og
veikja málstað hinna hófsömu.“
Í leiðara danska dagblaðsins
Berlingske Tidende er lögð
áhersla á mikilvægi þeirrar
ákvörðunar Bandaríkjanna að
flytja hersveitir sínar frá Sádí-
Arabíu. Þar með hafi verið fjar-
lægður einn helsti ásteytingar-
steinn hryðjuverkasamtakanna
al-Kaída í stríðinu gegn Banda-
ríkjunum.
Leiðarahöfundur veltir fyrir
sér framtíð stjórnmálasambands
Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu.
Hann ítrekar að Bandaríkin
verði að beita sádíarabísku kon-
ungsfjölskylduna auknum þrýst-
ingi þar sem hún styðji alþjóð-
lega öfgahópa, sjái í gegnum
fingur sér við hryðjuverkasam-
tök og haldi þjóð sinni í heljar-
greipum. Ef það eigi við rök að
styðjast að yfirvöld í Sádí Arabíu
hafi verið vöruð við árásunum en
ekkert aðhafst bendi það til þess
að breyting sé að verða á sam-
bandi ríkjanna tveggja. Í því
felist von um það að lýðræðisleg-
ar umbætur séu á næsta leyti.
Leiðarahöfundur Politiken er
ekki síður harðorður í garð sádi-
arabískra ráðamanna. Hann seg-
ir konungsfjölskylduna bera í
einu og öllu ábyrgð á þeim póli-
tíska, félagslega og efnahagslega
vanda sem landið er statt í. Hún
hafi auk þess um árabil stutt við
bakið á íslömskum öfgahópum og
þar með kynnt undir alþjóðlega
hryðjuverkastarfsemi.
Vakin er athygli á því að
Bandaríkin hafi um áratugaskeið
haldið verndarhendi yfir yfir-
völdum í Sádí-Arabíu. Engu að
síður hafi konungsfjölskyldunni
tekist að beina reiði þegna sinna
vegna þess ástands sem ríkir í
landinu að Bandaríkjunum og
vestrænum gildum. Þetta hafi
bandarísk yfirvöld sætt sig við í
þeirri trú að konungsfjölskyldan
stuðlaði að stöðugleika í Miðaust-
urlöndum.
Úr leiðurum
■ Leiðarahöfundar Norðurlandanna
velta fyrir sér hvaða áhrif hryðjuverka-
árásirnar í Sádí Arabíu muni hafa á
samband konungsfjölskyldunnar og
bandarískra yfirvalda.
10 17. maí 2003 LAUGARDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
KJÖR „Úrskurður kjaradóms um
launahækkanir þingmanna og
ráðherra er móðgun við kjósend-
ur,“ segir Finnbogi Bjarnason, 75
prósent öryrki. Á
kjördag birtist aug-
lýsing frá Finn-
boga sem hann
greiddi úr eigin
vasa. Í auglýsing-
unni minnir hann
kjósendur á að laun fyrirmanna
hækkuðu fyrir fjórum árum, dag-
inn eftir kosningar. Nú hækkuðu
laun þeirra fjórum mánuðum fyr-
ir kosningar. Finnboga fannst um
of verið að treysta á skammtíma-
minni kjósenda og
vildi með auglýs-
ingunni minna
fólk á þessar
hækkanir. Eins og
allir vita hækkuðu
launin aftur dag-
inn eftir kosning-
ar.
Finnbogi er
næst elstur fimmt-
án systkina og
hafði alla tíð unnið
hart fyrir sínu á
meðan hann hafði
heilsu til . En árið
1986 byrjuðu vandræðin. Finn-
bogi smitast af dætrum sínum
sem voru með hlaupabólu.
Hlaupabólan fór í lungu Finnboga
og var hann af þeim sökum á
sjúkrahúsi í rúman mánuð og þar
af í viku í öndunarvél, hann var
um tíma nær dauða en lífi. Þá tók
við margra vikna endurhæfing.
Frá þeim tíma hefur margt gengið
á og hefur Finnbogi farið í hjarta-
þræðingu, fengið ígerð í olnboga
og verið skorinn vegna þrengsla í
ósæðum niður í fætur. Jónína,
kona Finnboga, hefur tvívegis
fengið brjóstlos sem hefur háð
henni við vinnu.
Finnbogi var ríkisstarfsmaður
í 16 ár, í byrjun voru laun hans
sæmileg en fylgdu ekki launa-
þróun hjá einkaaðilum. Finnbogi
hætti hjá ríkinu og fór tvívegis út
í rekstur með konu sinni. Í báðum
tilfellum gekk reksturinn ekki
sem skyldi. Þau hafa reynt margt
til að standa í skilum, til að mynda
frystingu lána hjá íbúðalánasjóði,
lán hjá ættingjum og vinum. Nú
er staðan sú að þau hjónin eru að
missa húsið og stefna í gjaldþrot.
Mánaðarleg inn-
koma Finnboga
eu tæplega níu-
tíu þúsund krón-
ur. Úr söfnunar-
sjóði lífeyris-
réttinda fær
hann 5.557
krónur. Af
þeirri upphæð
er svo tekinn
skattur þannig
að eftir standa
3.495 krónur.
Um 44.000
krónur fær
hann frá
Tryggingastofnun og 40.000 fær
hann frá Starfsmannafélagi ríkis-
stofnanna.
„Það eru margir sem hafa það
miklu verra en ég og mér finnst
þjóðin ekki getað lokað augunum
fyrir þeirri fátækt sem finnst ansi
víða í okkar þjóðfélagi. Nú eru Ís-
lendingar með ríkari þjóðum
heims og margir sem hafa það
mjög gott en aftur á móti fyrir
finnst fátækt hjá allt of mörgum,“
segir Finnbogi.
hrs@frettabladid.is
Ísland í bítið
Edda Magnúsdóttir skrifar
Ég hef árangurslaust reynt að násambandi við dagskrárgerðar-
fólk morgunþáttarins Ísland í bítið.
Bæði hefur það verið til að hrósa
þættinum og koma með athuga-
semd. Mig langar til að hrósa
fréttamanninum Ingu Lind fyrir
framúrskarandi fréttaflutning.
Hún er að mati okkar fólksins í
sveitinni ein sú besta sem sést hef-
ur á skjánum. Þórhallur og Jóhanna
eru oft á tíðum mjög skemmtileg en
eiga það til að detta í fáránlega
hluti eins og að kalla stjórn, aðra en
Íhald og Framsóknarflokk, drul-
luköku. Þau ummæli voru einmitt
viðhöfð í þættinum síðastliðinn
miðvikudag. Að mínu mati eru þau
ansi bláleit. Jóhanna, þessi glæsi-
lega og fallega kona, veit greinilega
sínu viti en mannasiði kann hún
ekki. Á ég sérstaklega við
frammíköllin sem hún viðhefur við
viðmælendur sína. ■ Móðgun við
kjósendur
Finnbogi Bjarnason auglýsti í Fréttablaðinu.
Hann minnti kjósendur á tvær síðustu launa-
hækkanir þingmanna. Daginn eftir að auglýs-
ingin birtist hækkuðu laun fyrirmannanna aftur.
■ Bréf til blaðsins
Bætiflákar
Eigum marga forystumenn
„Samfylkingin leysir öll sín
mál með lýðræðislegum hætti.
Við búum svo vel að eiga
marga öfluga forystumenn og
við viljum nýta krafta þeirra
allra. Það er svo flokksmanna
að ákveða nákvæmlega hvert
hlutverk hvers og eins er.
Þeim málum hefur verið vel
skipað hingað til og svo verður
örugglega áfram,“ segir Karl
Th. Birgisson, framkvæmda-
stjóri Samfylkingarinnar.
Í kjölfar kosninganna hefur Samfylkingin
verið að koma forystusveitinni í fast horf.
Menn spyrja hvort ekki sé rétt að af-
greiða málið í lýðræðislegri kosningu.
Konungsfjölskyldan
dregin til ábyrgðar
Jakob Falur Garðarsson
aðstoðarmaður samgönguráðherra
Tvöfaldur
verðmunur á leiðum
Við gerð Sundabrautar er mikilvægt að saman fari
hagkvæmt leiðaval með tilliti til kostnaðar, arðsemi, auk-
ins umferðaröryggis og styttingar í ferðatíma. Eins að
leiðin falli vel að umhverfinu. Nú eru þrír valkostir til
skoðunar; það er há bitabrú eða botngöng á leið 1 og land-
mótunarleið á leið 3. Stofnkostnaður leiðanna og arðsemi
er mjög mismunandi, allt frá 6,9 milljörðum króna og
14% arðsemi í tæpa 14 milljarða króna og 7% arðsemi.
Dýrasta leiðin er sjö milljörðum dýrari en sú ódýrasta.
Sú upphæð dugar í allt að tíu mislæg gatnamót! Sam-
kvæmt nýsamþykktri samgönguáætlun á að ráðast í
þessa miklu framkvæmd. Unnið er að umhvefismati.
Þegar það liggur fyrir verður hægt að velja leiðina – í
sátt við alla landsmenn og náttúruna.
Árni Þór Sigurðsson
formaður samgöngunefndar Reykjavíkurborgar
Kostnaður ekki
eina sjónarmiðið
„Ég tel afar mikilvægt að hraða gerð Sundabrautar
sem er eitt þýðingarmesta og umfangsmesta samgöngu-
mannvirki á höfuðborgarsvæðinu. Meirihlutinn í borg-
arstjórn hefur lagt þunga áherslu á að lega brautarinnar
verði í samræmi við skipulagsáætlanir og verði stuðn-
ingur við þá framtíðarsýn svæðisskipulags höfuðborgar-
svæðisins að styrkja og efla miðborg Reykjavíkur sem
landskjarna. Það er okkar mat að samgönguyfirvöld
verði einnig að sýna því sjónarmiði skilning en horfa
ekki eingöngu í kostnað við mismunandi leiðir.“
Sundabraut enn ekki heimilisföst
Skiptar skoðanir
■ Af Netinu
Enn ekkert gosminjasafn
„Nú, þrjátíu árum eftir Heima-
eyjargosið, er enn ekkert
gosminjasafn komið upp“
AF EYJAFRETTIR.IS
Leyna launahækkun stórhvela
„Kjaradómur er gott dæmi um
bananalýðveldi. Á sjálfan kjör-
daginn hækkaði hann laun stór-
hvela ríkisins langt umfram aðra
og heldur niðurstöðunni leyndri
fram yfir lokun kjörstaða. Vafa-
laust hefur dómurinn talið, að
kjósendur væru ekki hæfir til að
frétta af niðurstöðunni áður en
þeir greiddu atkvæði. Það er
sennilega rétt mat, en það er
ekki hlutverk dómsins að fram-
kvæma slíkt mat á hæfni kjós-
enda.“
JÓNAS KRISTJÁNSSON Á JONAS.IS
Land Rover Defender 90 tdi
• County/ Diesel árgerð 1999, 7 manna.
• Ný 32" heilsársdekk á álfelgum.
• Ný tímareim, dráttarkrókur.
• Kastarar.
• Ekinn 93000.
• 100% lán.
• 1.590 þ. yfirtaka.
Gríptu tækifærið - 100% lán
Bíllinn er til sýnis og sölu hjá BR
Bíldshöfða 10 | sími 587 8888
www.bilasalarvk.is
Að Bjarga
Byggð
Þórgunnur Jónsdóttir skrifar:
Valdhafarnir prúðu vildu enga bið;
vatnsorkuna selja fyrir lítið,
úrskurði Skipulagsstofnunar snéru við,
þó flestum skattborgurum þætti það
skrýtið.
Sú vinna í þágu vísindanna var
vanþakklátt starf;
til málamynda fór virkjunin í matið.
Þau kýldu leyfið í gegn þó kúnninn
færi í hvarf
og kræktu í Alcoa eftir Hydro
handapatið.
Og böðlast ótrauð áfram við að
bjarga byggð,
þó brjóti hart gegn náttúrunnar óði;
finnst þeim sín pólitíska framtíð
vera tryggð
með því að fórna okkar dýra fjársjóði.
Frá Austurströnd mun fólk og fiskur
hverfa;
fátækir verða þeir sem landið erfa.
ENN LIGGUR EKKI FYRIR HVAR FYRIRHUGUÐ SUNDABRAUT MUN LIGGJA.
■
Mánaðarleg
innkoma Finn-
boga er tæp-
lega níutíu þús-
und krónur.
FINNBOGI BJARNARSON
Eftir að Finnbogi missti heilsuna hefur hallað undan fæti í fjármálunum.
AUGLÝSING FINNBOGA
Finnbogi minnti kjósendur á tvær síðustu
launahækkanir fyrirmanna.