Fréttablaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 7
8 17. maí 2003 LAUGARDAGUR Þjóðin krafin um hreysti Ég mun ekki skorast undan verði til mín leitað. Pétur Blöndal um áhuga á stól heilbrigðis- og tryggingaráðherra. DV, 16. maí. Laus úr syndinni Mér finnst að þjóðin öll geti fagnað því að forseti Íslands er ekki lengur í óvígðri sambúð. Hulda Magnúsdóttir. DV, 16. maí. Gestsaugað Þeir mættu reyna að taka það aðeins rólegar á virkum dögum, gefa sér tíma fyrir sjálfa sig, í stað þess að byrgja alla skemmtiþörf inni og fríka út um helgar. Katharine Mylonass um hvað Íslendingar geta lært af Írum. Morgunblaðið, 16. maí. Orðrétt NÝJA SJÁLAND, AP Lögregla á Nýja- Sjálandi leitar nú lýtalæknis sem framkvæmdi fitusog á konu sem var 52 kíló og þjáðist af átrösk- un. Warren Chan hafði þegar ver- ið sendur í leyfi á meðan lækna- ráð skoðaði sex aðrar kærur sem hann hafði fengið á sig fyrir önn- ur tilvik af svipuðum toga, á ár- unum 1993 til 2001. Í þessu síðasta máli hafði sjúklingurinn, sem greiddi tæp- ar 300 þúsund krónur fyrir, farið til vinkonu sinnar strax eftir að- gerðina þar sem blóð byrjaði fljótlega að renna úr saumunum. Þegar haft var samband við lækninn var henni tilkynnt að blæðingin væri eðlileg og sagt að hvíla sig. Chan flýði til Ástralíu þar sem hann dvaldi um stundarsakir en er talinn vera farinn þaðan. ■ ÍRAK, BBC/CIP/INDEPENDENT Nú þeg- ar uppbygging Íraks er hafin kemur ástand lands og fólks skýrar í ljós. Liðsmenn bandamanna hafa svo sannarlega rekist á vegg við at- hafnir sínar. Þeim hefur ekki tekist að finna Saddam Hussein, ekki fundið gereyðingarvopn og þeir eiga í miklum erfiðleikum með að finna nokkurn skapaðan hlut sem virkar í landinu. Hjálparsamtök eiga í sömu vandræðum. Það er ekki hlaupið að því að senda matvæli og vatn til þeirra staða sem verst hafa orðið úti í stríðinu. Samgöngur eru hræði- legar; vegir eru slæmir, oft á tíð- um eingöngu slóðar sem þungir flutningabílar eiga erfitt með að fara um. Flugvellir eru fáir og illa þjónustaðir. Hending ræður því hvort rafmagn helst á sumum stöðum, jafnvel innan borga, og svo eru þeir staðir sem aldrei hafa fengið rafmagn. Svo eru það siðferðilegu spurn- ingarnar sem vakna þegar hreina vatnið kemst sína leið. Eru það íbú- arnir sem sumir hverjir studdu og styðja enn einræðisherrann Saddam Hussein og vildu óbreytt ástand sem fá þorstanum slökkt? Er það flóttafólkið sem hraktist frá einum stað á annan í áratugi af ótta við ofbeldi einræðisherrans? Kúrd- ar? Herskáir múslimar? Börn? Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna frá 2001 um flóttafólk var talið að nálægt 800 þúsund manns hefðu flosnað upp innan Íraks og væru á sífelldu ferðalagi af ótta við öryggissveitir Saddams Husseins. Þetta fólk á ekkert. Engan sama- stað, enga vinnu, enga von og fáa að. Á það meiri rétt en aðrir? Þetta er flókið og erfitt ferli og það þykir ekki uppörvandi að mikl- ar deilur hafa staðið á milli deilda innan bandaríska utanríkisráðu- neytisins um hver á að gera hvað við uppbyggingu Íraks. Ferill Bandaríkjamanna í mál- um sem þessum gegnum tíðina er sagður flekkaður. Loforð um stuðn- ing við endurreisn Afganistan eftir fall Talíbana hafa hingað til ekki staðist. Fulltrúar Bandaríkjanna eru sagðir hafa staðið í vegi fyrir skjótri aðstoð SÞ til handa íbúum Rúanda þegar fjöldamorðin þar stóðu sem hæst og þeir hafa sýnt litla viðleitni til aðstoðar uppbygg- ingu og til hreinsunar jarðsprengna í Víetnam, sem enn þann dag í dag valda fjölda dauðsfalla. albert@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Enginn yfirlæknir hefur tekið stofurekstur fram yfir starf sitt á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi. Jóhannes Gunnarsson lækningaforstjóri segir að í öllum tilfellum hafi spítalinn samið við læknana um að þeir lokuðu stof- um sínum og helguðu sig alfarið störfum sínum innan spítalans. „Fyrir voru þeir í 80% starfshlut- falli en það fer í 100% og laun þeirra hækka í samræmi við það. Auk þess fá þeir 10% álag,“ segir Jóhannes. Hann segir að gefinn hafi verið eins árs aðlögunartími. Þeim tíma lýkur seint á þessu ári. Sjúklingar viðkomandi lækna geta eftir sem áður haldið sig við sinn lækni og pantað tíma á göngudeildum spít- alans. Þar taka þeir á móti sjúk- lingum sem greiða það sama fyrir þjónustuna og á stofu. Sigurður Björnsson, formaður sjálfstætt starfandi sérfræðinga og yfirlæknir á Landspítalanum, telur að ekki sjái enn fyrir endann á máli yfirlæknanna. „Ég veit til þess að margir læknanna eru í að- lögunarferli en ég er ekki viss um að sú ákvörðun forsvarsmanna spítalans að setja þessar skorður sé endilega sú besta,“ segir Sig- urður. Hann bendir á að það geti varla talist hagkvæmt að margar sérfræðigreinar hafi nánast flust út af spítalanum. Spurningin sé einfaldlega hvernig starfsmenn í heilbrigðisþjónustu nýtist best í þágu þjóðarinnar. Reynslan eigi eftir að svara því. ■ FRÁ NESKAUPSTAÐ Austfirðingar íhuga samúðarverkfall. Starfsgreinasamband Austurlands: Íhuga sam- úðarverkfall ATVINNUMÁL Starfsgreinasamband Íslands hefur beint þeim tilmælum til félagsmanna sinna að landa ekki eða vinna afla úr færeyskum fiski- skipum vegna verkfalls sem nú stendur yfir í Færeyjum. Að sögn Jóns Inga Kristjáns- sonar, formanns Afls – Starfs- greinasambands Austurlands, skoðar Afl að fara í samúðarverk- fall með Færeyingunum. Jón segir enga ákvörðun hafa verið tekna en fylgst sé grannt með þróun deil- unnar þar í landi. Nokkur tími mun þó líða þar til verkfallið gæti haf- ist. Félagsmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillöguna. „Ég á von á að menn vilji standa með Færey- ingunum í þessu. Það er í það minnsta vilji stjórnar félagsins.“ ■ SKIPULAGSMÁL Hrafn Gunnlaugs- son kvikmyndaleikstjóri hefur nú sótt um formlegt leyfi fyrir framkvæmdum sínum í Laugar- nesi. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur frestað af- greiðslu málsins og vísað því til skipulagsfulltrúans. Hrafn gerði á dögunum sögu- legt samkomulag við borgaryfir- völd um að fá að halda öllum nú- verandi framkvæmdum í og við hús sitt og fá greiddar 10 milljón- ir króna að auki gegn því að hann falli frá rétti til að reisa vinnu- skála á lóðinni. Í umsókn sinni vísar Hrafn til samkomulagsins við borgaryfir- völd. Byggingarfulltrúinn vil hins vegar fá nánari upplýsingar frá Hrafni um þær framkvæmdir sem hann sækir um leyfi fyrir; hverjar þær eru og hvernig þær líta út. Æðsta stjórn borgarinnar hef- ur þegar sagt að afgreiðsla skipu- lags- og byggingarfulltrúa skipti ekki grundvallarmáli; Hrafn fái einfaldlega persónubundna und- anþágu verði honum synjað um leyfið. ■ Uppbyggingarstarf: Danir á leið til Íraks KAUPMANNAHÖFN, AP Danska þingið hefur samþykkt að senda 380 her- menn til Íraks til að taka þátt í upp- byggingarstarfi að loknu stríði. Dönsku hermönnunum er ætlað að vera bandaríska og breska her- liðinu til aðstoðar og verða þeir flestir staðsettir í suðausturhluta landsins. Í liðinu verða læknar, verkfræðingar og sprengjusér- fræðingar auk óbreyttra her- manna. Dönsk yfirvöld hafa frá upphafi stutt innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Sendu þau meðal ann- ars kafbát og skip til Persaflóa um það leyti sem stríðið hófst. ■ Yfirlæknar á Landspítala: Velja spítalann í stað stofu YFIRLÆKNAR VELJA SPÍTALANN Sigurður Björnsson, formaður sérfræði- lækna, er ekki viss um að sú ákvörðun for- svarsmanna spítalans að heimila yfirlækn- um ekki að reka stofur sínar áfram eigi eft- ir að nýtast öllum jafn vel. UPPBYGGING Í ÍRAK Langt ferli og margar hindranir í veginum. Uppbygging Íraks löng og erfið Siðferði og slæmar samgöngur eru bara hluti af þeim vandamálum sem blasa við öllum sem koma að uppbyggingarstarfinu í Írak. 52 kíló og þjáðist af átröskun: Send í fitusogun Hrafn sækir um byggingarleyfi: Vantar útlistanir frá Hrafni LAUGARNESTANGI 65 Hrafn Gunnlaugsson hefur lagt í miklar framkvæmdir við hús sitt í Laugar- nesi en ekki hirt um blessun borgaryfir- valda - þar til nú. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.