Fréttablaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 34
The Matrix Reloaded er, eins ogvið var að búast, heilmikil veisla fyrir augað og þeir sem heilluðust af stílfærðum og frumlegum bardögum fyrstu myndarinnar fá heilmikið fyr- ir sinn snúð og nokkur atriðin eru hrein unun að horfa á. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að útlit myndarinnar er óaðfinnanlegt og búningar og allt þess háttar er í toppklassa. Þá standa flestir leikararnir sig með prýði; Carrie-Anne Moss er ferlega flott, Jada Pinkett er svöl, Monica Bellucci er æði, Fishburne er mesti töffarinn og Hugo Weaving rúlar í hlutverki Agent Smith. Takmarkanir Keanu Reeves sem leikara þvælast fyrir honum utan Matrixins en hann þræl- virkar í sýndarveruleikanum. Það er aftur á móti afskaplega lít- ið nýtt að gerast í Reloaded og þetta eru meira og minna sömu Matrix taktarnir, bara í stærri og meiri skömmtum. Þetta þarf ekkert endi- lega að vera galli og það sem háir myndinni fyrst og fremst er að keyrslan er ekki nærri því jafn þétt og áður, aðallega þar sem pólitík, þingfundir og annað þess háttar flækist inn í atburðarásina. Þetta dregur nokkuð úr kraftinum og ger- ir það óhjákvæmilega að verkum að myndin virkar á köflum langdregin. Þá er myndin drekkhlaðin af trú- arlegum og heimspekilegum vanga- veltum. Þær þjóna vissulega tilgangi sögunnar en þriðja myndin verður að skera úr um hvort The Matrix gangi upp tilvistarheimspekilegur hasarþríleikur. Þórarinn Þórarinsson 17. maí 2003 LAUGARDAGUR28 ABRAFAX m/ísl tali kl. 2 og 4 JUST MARRIED kl. 5.50, 8 og 10.10 JOHNNY ENGLISH kl. 2, 4 og 6 DREAMCATCHER kl. 10 THUNDERPANTS kl. 2 SKÓGARLÍF 2 kl. 2 og 3.50 BULLETPROOF MONK kl. 8 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 3.15, 5.40, 8 og 10.20 kl. 6NÓI ALBINÓI THE QUIET AMERICAN MATRIX OG MATRIX RELOADED kl. 12 Sýnd kl. 2, 4, 5, 6, 8, 10 og 11 b.i. 16 ára Sýnd í lúxus kl. 2, 6 og 10 kl. 2DIDDA OG DAUÐI KÖTT...TÖFRABÚÐINGURINN m/ísl tali 2, 4, 6 kl. 10SAMSARA kl. 3 kl. 8 og 10.05 THE PIANIST kl. 3, 6 og 8JOHNNY ENGLISH Sýnd kl. 3, 5, 6, 8, 9 og 11 b.i. 12 ára hvað?hvar?hvenær? 14 15 16 17 18 19 20 MAÍ Laugardagur Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.20 TÓNLIST Greifarnir hafa hingað til ekki hagað sér eins og greifum sæmir. Þeir styðjast ekki við að- stoðarfólk og hafa því þurft að sjá um öll sín mál sjálfir. Það færir þá svo enn fjær greifalífinu að þeir eru einfaldlega of duglegir til þess að láta aðra stjana í kring- um sig. Á næstunni kemur út ný safn- plata í búðir frá Greifunum. Þetta er ekki sú fyrsta því síðast gáfu þeir út safnplötu árið 1996 og er þó nokkur munur á gripunum. „Síðan sú plata kom hefur komið út töluvert af efni,“ segir Kristján Viðar Haraldsson, eða Viddi, með sínu fræga látlausa yf- irbragði – enda nýorðinn pabbi og hefur því yfir öllu að gleðjast þessa daganna. „Ætli um helming- ur laganna á þeirri plötu séu ekki líka á þessari. Þau lög sem okkur fannst ekki hljóma nægilega vel voru endurhljóðjöfnuð. Þau ættu því að hljóma betur en á þeirri fyrri.“ Með safnplötunni fylgir auka- diskur með upptökum af óraf- mögnuðu tónleikum Greifanna í Íslensku Óperunni árið 2001. Á tónleikaplötunni er að finna tvö ný lög, „Reyndu aftur“ og „Ég vil bara þig“. „Yfir safnplötunni er þannig yfirbragð að fólk á að drekka bjór, standa uppi á borði og syngja með. Órafmagnaða platan er meira rauðvín og ostar. Við vorum svo með frábæra menn með okkur á tónleikunum sem skiluðu sínu inn í tónlistina. Mér dettur t.d. í hug lög eins og „Þyrnirós“ og „Nótt“ þar sem út- gáfurnar eru mjög ólíkar þeim upphaflegu. „Útihátíð“ er svo í kántríútsetningu með fiðlum og harmonikku.“ Síðasta breiðskífa Greifanna, „Í Ljósaskiptunum“, kom út árið 1997. Upp frá því hefur sveitin minnt á sig með því að leka út einu og einu lagi á safnplötum Skífunnar. Vidda dreymir um að gera aðra breiðskífu einn daginn. „Við hefðum viljað gera fleiri því þá fær maður meira frelsi. Þeir sem hafa hlustað á plöturnar okkar vita að þar eru yfirleitt eitt eða tvö lög sem eru svolítið til- raunakennd og ná því ekki alveg í gegn. Þegar maður gerir breið- skífur er ekki alltaf sama pressan á mann að maður þurfi að skila slagara,“ segir Viddi að lokum. biggi@frettabladid.is Á næstunni kemur út tvöföld safnplata frá Greifunum. Önnur platan inniheldur safn þeirra bestu laga en hin upptökur af órafmögnuðum tónleikum. Safnplötulíf Stærra og meira Matrix  22.00 Hljómsveitirnar Hölt Hóra, Botnleðja, Maus, Dáðadrengir og Vín- yll rokka á Grand Rokk.  22.00 Söngskemmtunin American Graffiti verður í Ásbyrgi á Broadway. Söngvararnir Anna Vilhjálms, Bertha Biering, Garðar Guðmundsson, Kolbrún Sveinbjörnsdóttir, Mjöll Hólm, Sigurður Johnny og Þorsteinn Eggerts flytja gömlu góðu lögin frá ‘57-’67. Heiðurs- menn leika síðan fyrir dansi. Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40 b.i. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 3, 6 og 9 DARKNESS FALLS b.i. 16 kl 8 og 10 Sími 517 1500 • Sætún 4 • 105 Reykjavík Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Allar Teknos vörur skv. ISO 9001 gæðastaðli. w w w . i s l a n d s m a l n i n g . i s ÍSLANDS MÁLNING akrýlHágæða innimálning Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning  Gömlu stuðboltarnir í hljómsveit- inni Júdas frá Keflavík koma saman á ný á Kringlukránni. Hljómsveitin Cadillac hitar upp.  Gullfoss og Geysir skemmta í Leik- húskjallaranum.  Stórdansleikur verður með hljóm- sveitinni Skítamóral í aðalsal Broad- way, strax að loknu lokahófi HSÍ.  Óskar Einarsson trúbador skemmt- ir á Ara í Ögri.  Rokksveitin Sixties spilar á Café Amsterdam.  Leiksýningin Le’ Sing - syngjandi þjónar verður á litla sviðinu í Broad- way. Leikarar, söngvarar og grínistar skemmta og þjóna gestum. GREIFARNIR „Þeir sem hafa fylgst vel með frá upphafi hljóta að hafa tekið eftir því að það hefur orðið mikil breyting á tónlistinni,“ segir Viddi, söngvari Greifanna. „Lagasmíðarnar eru flóknari og ég er öruggur á því að textarnir eru orðnir betri núna en þegar við vorum ungir.“ THE MATRIX RELOADED Aðalhlutverk: Keanu Reeves, Carrie-Anne Moss, Laurence Fishburne Umfjölluntölvuleikir Gifssteinar fyrir milliveggi og aðra breytingarvinnu. www.gifsverk.is MEÐVIRKNI Fjögurra helga sumarnámskeið byrjar 31. mai -1. júni Uppl.: Gitte Lassen, s: 861-3174, gitte@mi.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.