Fréttablaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 9
■ Lögreglufréttir 11LAUGARDAGUR 17. maí 2003 LEXUS | N†B†LAVEGI 6 | SÍMI 570 5400 | WWW.LEXUS.IS RX300 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S TO Y 2 0? ?? 05 /2 00 3 KOMDU OG SJÁ‹U N†JAN LEXUS RX 300 VI‹ N†JA BLÁA LÓNI‹ SEM ER STA‹SETT VI‹ S†NINGAR SAL OKKAR Á N†B†LAVEGI. fiÁ GETUR fiÚ REYNSLUEKI‹ fiESSUM EINSTAKA BÍL OG UPPLIFA‹ fiÁ FULLKOMNU VELLÍ‹AN SEM fiVÍ FYLGIR. OPI‹ 12 - 16 LAUGARDAG OG 13-16 SUNNUDAG. FRUMS†NING Á VELLÍ‹AN SVISS, AP Fyrirhyggja stjórnvalda í Sviss hafa valdið því að nú eru til neðanjarðarbyrgi víðs vegar í landinu, sem rúma allar sjö millj- ónir landsmanna. Þar til fyrir skemmstu kváðu lög í landinu til um það að allar nýjar byggingar yrðu að hafa neð- anjarðarbyrgi, eða í öllu falli stað í byggingunni þar sem veggir væru tvöfaldir, bekkir og klósett- aðstaða væru fyrir alla íbúa, og að gott loftræstikerfi tryggði að aldrei yrði loftlaust. Lög þessi áttu að vernda borg- arana gegn kjarnorkuvá Kalda stríðsins en í dag eru byrgin orðin aðhlátursefni aðkomumanna. Ekki nóg með það heldur hafa byrgin smám saman fengið nýtt hlutverk sem aukageymslur fyrir drasl. Yfirvöld hafa loks ákveðið að breyta lögunum og gefa íbúunum sjálfum færi á að ákveða slík mál. ■ Aldrei of seint að byrgja: Heimsmeistarar í byrgjum BYRGI Í SVISS Þau eru nægilega mörg til að rúma alla íbúa landsins. LONDON, INDEPENDENT Bilið á milli ríkra og fátækra í Bretlandi hefur vaxið hröðum skrefum undir ríkis- stjórn Tony Blair og er nú það mesta í 13 ár, samkvæmt tölum frá bresku hagstofunni. Samkvæmt samræmdum al- þjóðlegum staðli um mismunun á stéttum innan þjóða eru Bretar nú í 35 stigum á móti 29 þegar Margar- et Thatcher hélt um stjórnar- taumana. Er þetta vatn á myllu stjórnar- andstæðinga sem segja þetta sýna vanefndir á kosningaloforðum Blairs en flokkur hans lýsti því yfir að tekið yrði vandlega á þeim sem hærri hafa launin. Ástæður að baki þessu bili eru hækkandi laun á sama tíma og stjórnvöld hafa skorið niður bætur til þeirra sem minna mega sín. Gagnrýnendur segja að Tony Blair taki lítið á málaflokknum vegna þess að hann þurfi á stuðningi auð- manna að halda, einkum þar sem vinsældir hans sem stjórnmála- manns hafi sjaldan verið lægri. ■ Skattabreytingar engu breytt: Bil ríkra og fátækra eykst TVÖ INNBROT Á AKUREYRI Tveir piltar voru handteknir á Akureyri á fimmtudagskvöld. Þeir höfðu farið bakdyramegin inn á veitingastað í miðbænum. og tekið þar áfengi ófrjálsri hendi. Piltunum hafði ekki tekist að drekka vínið þegar lögreglan gómaði þá. LÉST EFTIR FALL AF HESTBAKI Kona datt af hestbaki á Lög- mannshlíðarvegi seinni part þriðjudags. Konan var meðvit- undarlaus þegar hún fannst og var flutt á sjúkrahús. Þar lést hún um hádegið á fimmtudag af völdum áverka er hún hlaut í slysinu. Lögregla segir konuna hafa verið vana hestum og með hjálm á höfði. AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.