Fréttablaðið - 20.05.2003, Page 6
6 20. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 73.20 0,11%
Sterlingspund 119.80 1,05%
Dönsk króna 11.53 2,31%
Evra 85.61 2,34%
Gengisvístala krónu 119,91 0,83%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 88
Velta 966 m
ICEX-15 1.422 0,09%
Mestu viðskipti
Olíuverslun Íslands hf. 4.752.036.340
Pharmaco hf. 68.516.971
Opin kerfi hf. 53.261.168
Mesta hækkun
Opin kerfi hf. 2,04%
Pharmaco hf. 1,13%
Líf hf. 1,01%
Mesta lækkun
Sölumiðstöð Hraðfrystih. hf. -2,02%
Olíuverslun Íslands hf. -1,96%
Eimskipafélag Íslands hf. -0,80%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ: 8520,3 -1,8%
Nasdaq: 1508,1 -2,0%
FTSE: 3941,3 -2,7%
DAX: 2848,3 -4,7%
NIKKEI: 8117,3 -0,1%
S&P: 924,6 -2,1%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Hvað heitir eignarhaldsfélagið semhefur eignast rúm 60 prósent í Baugi
Group?
2Yfir 40 létust í fimm sjálfsmorðsárás-um í borg í Norður-Afríku um helg-
ina. Hvað heitir borgin?
3Íslensk myndlistarkona hefur hannaðöryggispúða til varnar sauðkindum í
umferðinni. Hvað heitir myndlistarkonan?
Svörin eru á bls. 31
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
IR
2
11
78
05
/2
00
3
Lagadeild • Viðskiptadeild • Tölvunarfræðideild
Námsráðgjöf
Alla virka daga kl. 10.00 - 11.30 er fastur viðtalstími þar
sem þú getur komið og rætt við námsráðgjafa
Háskólans í Reykjavík, kennara eða núverandi nemendur
um hvaðeina er lýtur að námi við skólann.
Þar fyrir utan getur þú hringt og pantað tíma í síma 510 6200
www.ru.is
Umsóknarfrestur er til 5. júní
AUSTUR-TÍMOR, AP Leiðin til lýð-
ræðis fyrir íbúa Austur-Tímors
var enginn dans á rósum. Nú, ári
eftir að lýðræði var komið á fót í
landinu, er ljóst að lýðræðið er
það ekki heldur.
Íbúarnir, sem í 24 ár voru
undir járnhæl indónesískra
stjórnvalda, hafa ekki séð mikla
vonarglætu síðan lýðræðislega
kosinn forsetinn tók við emb-
ætti. Laun flestra eru undir ein-
um dollara á dag, vatn og raf-
magn er lúxus sem fáir hafa efni
á og eins og til að minna lands-
menn á blóðuga sögu sína eru
enn brenndar og hálfhrundar
byggingar hvarvetna í landinu.
„Þolinmæði,“ sagði Xanana
Gusmao, forseti landsins. „Þetta
fyrsta ár hefur verið okkur góð
lexía og fólk hefur haft biðlund.“
Þrátt fyrir dekkra ástand en
vonir stóðu til eru þeir enn til
sem trúa á bjartari framtíð eins
og sést best á því að nú hefur
fólk þeyst út á götur landsins
með blöðrur, fána og góða skapið
í þeim tilgangi að fagna lýðræð-
isafmælinu. ■
FORSETI AUSTUR-TÍMORS
Xanana Gusmao forseti á
vandasamt verk fyrir höndum.
Íbúar Austur-Tímors fagna:
Eins árs lýðræðisafmæli RISPUÐU BÍLA Nokkuð bar áskemmdum á bifreiðum umsíðustu helgi. Unglingspiltar
gerðu sér að leik að hlaupa yfir
mannlausa bíla og tilkynnt var
um mann sem var að brjóta
spegla af bílum. Þá rispuðu tveir
litlir drengir ellefu bíla á bíla-
stæði í Breiðholti.
SÁUST Í ÖRYGGISMYNDAVÉLUM
Tuttugu og þrjár rúður voru
brotnar í einum leikskóla í borg-
inni. Myndir náðust af gerendum
með öryggismyndavélum. Ör-
yggismyndavélar urðu einnig til
að koma upp um pilta sem voru
að vinna skemmdarverk á fyrir-
tæki við höfnina. Til þeirra sást í
myndavélum og voru þeir teknir
höndum í framhaldi af því.
■ Lögreglufréttir
BARNAVERNDARMÁL Óskir frá barna-
verndarnefndum til Barnavernd-
arstofu um fósturheimili fyrir
börn á vegum nefndanna fjölgaði
um meira en helming á fjögurra
ára tímabili frá
1998 til 2002. Vist-
unarbeiðnir voru
37 árið 1998 en 78
árið 2002. Á milli
ára, frá 2001 til
2002 fjölgaði þeim
um 53 prósent.
Bragi Guð-
b r a n d s s o n ,
f o r s t ö ð u m a ð u r
Barnaverndarstofu, segir að yfir-
umsjón fósturmála sé í höndum
stofunnar. Í því felist að sjá um að
útvega barnaverndarnefndum
fósturforeldra og meta hæfni
þeirra. „Það gilda strangar kröfur
um hvaða fólki er veitt leyfi til að
taka að sér börn. Það þarf að
framvísa heilbrigðisvottorði,
sakavottorði og umsögn frá
barnaverndarnefnd í umdæmi
umsækjanda. Auk þess heimsækj-
um við viðkomandi heimili til
frekari athugunar,“ segir Bragi.
Hann segir ekki vankanta á að
þessum reglum sé fylgt eftir.
Lögum hafi verið breytt fyrir
skemmstu þar sem reglur hafi
verið hertar. „Áður var það
þannig að það dugði að viðkom-
andi barnaverndarnefnd gæfi út
leyfi í svokallað skemmra fóst-
ur.“ Bragi segir að það kunni að
hafa gerst áður að gegnum nálar-
augað hafi komist fólk sem í ein-
staka tilfellum var ekki fullkom-
lega hæft til að hafa börn.
Greiðsla sem fósturforeldrar
fá fyrir að hafa börn í fóstri er
samningsatriði hverju sinni. „Ég
myndi giska á að algengt sé að
greitt sé sexfalt meðlag með
barni. Það getur farið yfir þá
upphæð í einstaka tilfellum.
Bragi neitar því ekki að í
sumum tilfellum sé fólk með
börn í fóstri í atvinnuskyni en
telur vafasamt að nokkur geri
það í hagnaðarskyni. „Margir
taka þetta mjög alvarlega, sækja
námskeið, afla sér þekkingar og
leggja sig mjög fram um að vera
góðir fósturforeldrar.“
Breytingar urðu á síðasta ári
sem felst í því að barn sem á við
sérstaka erfiðleika að etja getur
verið vistað í svokallað styrkt
fóstur. Um það gilda aðrar reglur
og segir Bragi að það komi í stað
stofnunardvalar. „Kröfurnar
sem gerðar eru til þeirra sem
taka slíkt barn að sér eru mun
meiri, s.s að þeir hafi sérstaka
reynslu, hæfni eða menntun.
Fyrir barn í slíku fóstri er greitt
allt að 250 þúsund krónum á
mánuði,“ segir Bragi.
bergljot@frettabladid.is
ÞAÐ ER ÁBYRGÐARHLUTI AÐ TAKA AÐ SÉR BARN
Æ fleiri foreldrar óska eftir að taka að sér barn í skammtímafóstur.
Strangar kröfur eru gerðar til þeirra sem vilja taka barn í skammtímafóstur.
Fyrir það er greitt allt frá 90 þúsund krónum á mánuði í 250 þúsund.
■
„Margir taka
þetta mjög al-
varlega, sækja
námskeið, afla
sér þekkingar
ogleggja sig
mjög fram um
að vera góðir
fósturforeldrar.“
INDÓNESÍA, AP Indónesíski herinn
hóf flugskeytaárásir á vígi upp-
reisnarmanna í Aceh-héraði sem
neituðu að verða við kröfu yfir-
valda um að leggja niður vopn. Á
annað þúsund sérsveitarmenn
hafa verið fluttir á svæðið, sjó-
leiðis og með flugvélum. Allt
bendir til þess að fram undan séu
umfangsmestu hernaðaraðgerðir
Indónesa síðan þeir hófu innrás í
Austur-Tímor árið 1975.
Friðarviðræður í Tókíó fóru út
um þúfur þegar aðskilnaðarsinn-
ar neituðu að verða við þeirri
kröfu indónesískra yfirvalda að
leggja niður vopn og hætta að
berjast fyrir sjálfstæði héraðsins.
Fáeinum klukkustundum síðar
gaf Megawati Sukarnoputri, for-
seti Indónesíu, út tilskipun um að
beita skyldi hervaldi gegn upp-
reisnarmönnum og herlög sett á í
héraðinu. Í yfirlýsingu frá að-
skilnaðarsinnum var því heitið að
verjast árásum hersins og halda
áfram að berjast fyrir sjálfstæði
héraðsins.
Indónesíski herinn hefur þegar
handtekið fimm leiðtoga aðskiln-
aðarsinna en ekki hefur verið til-
kynnt um mannfall. Hersveitirnar
hafa mætt lítilli mótstöðu en talið
er að um 30.000 hermenn séu í
Aceh-héraði á móti aðeins um
5.000 vopnuðum uppreisnarmönn-
um. Héraðið, sem er ríkt af olíu-
auðlindum, hefur verið vettvang-
ur blóðugra átaka í rúman aldar-
fjórðung.
Búist er við gífurlegum
straumi flóttamanna frá héraðinu.
Hafa yfirvöld komið upp hátt í
4.000 tjöldum ásamt sjúkragögn-
um, fatnaði, teppum og mat. ■
HUNDAEIGENDUR ÆTTU AÐ GÆTA
FYLLSTA HREINLÆTIS
Þannig má koma í veg fyrir sjúkdóma.
Banvæn hundaveiki:
6-7 tilfelli
skráð
HUNDAVEIKI Parvo, banvæn hunda-
veiki, hefur verið að stinga sér
niður á höfuðborgarsvæðinu síð-
ustu mánuði. Að sögn Gunnars
Arnar Gunnarssonar héraðsdýra-
læknis hafa verið staðfest 6-7 til-
felli síðan í byrjun mars. Upplýs-
ingar hafa þó ekki borist frá öllum
dýralæknum og því gætu tilfelli
verið fleiri. Hann segist ekki ótt-
ast faraldur enda velflestir hund-
ar bólusettir reglulega. Fólk ætti
að gæta fyllsta hreinlætis, hreinsa
upp eftir hunda sína og láta ekki
hjá líða að bólusetja þá. ■
LISTAHÁSKÓLI Í vor verður 81
nemandi brautskráður frá Lista-
háskóla Íslands. Úr myndlist og
hönnun verða brautskráðir 28
nemendur og átta leiklistarnem-
ar. 16 brautskrást með diplóma-
próf í kennslufræðum og einn
nemandi í tónlist.
FRIÐURINN ÚTI
Aðeins fáeinum klukkustundum eftir að
friðarviðræður fóru út um þúfur hóf indó-
nesíski herinn umfangsmiklar hernaðar-
aðgerðir gegn uppreisnarmönnum í Aceh-
héraði.
Friðarviðræður farnar út um þúfur:
Herinn ræðst gegn
aðskilnaðarsinnum
■ Brautskráningar
Æ fleiri vilja taka börn
í skammtímafóstur
JARÐSKJÁLFTI VIÐ GRÍMSEY
Jarðskjálfti varð rúma 10 kíló-
metra norðaustur af Grímsey á
sjöunda tímanum á sunnudags-
kvöld. Samkvæmt sjálfvirkum
mælum Veðurstofunnar var hann
3,5 á Richter. Tveir minni skjálftar
fylgdu í kjölfarið rúmum einum og
hálfum tíma seinna. Mældist sá
fyrri 1,9 á Richter og sá seinni 2,4.
■ Jarðskjálftar