Fréttablaðið - 20.05.2003, Page 8
8 20. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Doddi litli datt í dý
Presturinn vitnaði í alþekkt lag
og sagði að traustur vinur gæti
gert kraftaverk.
Sigurður Bogi Sævarsson blaðamaður sem sökk
í díki við Krísuvík og var bjargað af frönskum
leiðsögumanni. DV, 19. maí.
Óhreinu börnin hans Davíðs
Svo hönduglega er um þessar
límingar á Hannesi búið að þær
losna yfirleitt strax klukkan 10
að kveldi kjördags.
Stefán Ólafsson prófessor svarar kollega sínum
Hannesi Hólmsteini. DV, 19. maí.
Bláa höndin hvað!
Á síðustu sex mánuðum hefur
Hannes Hólmsteinn ítrekað gert
mér ljóst að ef óþægilegt efni
kæmi frá mér eða Borgarfræða-
setri inn í þjóðmálaumræðuna
þá yrði ég lagður í einelti og
mér refsað.
Stefán Ólafsson prófessor. DV, 19. maí.
Orðrétt
LÍFEYRIR Verkalýðsfélögin á Aust-
urlandi eru nú að stilla upp
framboðum sínum til nýrrar
stjórnar Lífeyrissjóðs Austur-
lands. Ársfundur sjóðsins verð-
ur haldinn á mánudaginn. Allir
núverandi stjórnarmenn hafa
lýst því yfir að þeir muni víkja í
kjölfar stórtaps sjóðsins og um-
ræðu í kjölfar þess. Sjóðstjórn
hefur verið gagnrýnd harkalega
fyrir fjárfestingar og meinta
óstjórn í rekstri. Meðal þess sem
félagar eiga erfitt með að um-
bera er tugmilljóna starfsloka-
samningur sem gerður var við
fráfarandi framkvæmdastjóra.
Þá ákvað stjórnin að kaupa ein-
býlishús af framkvæmdastjór-
anum á yfirverði.
Búist er við að stærsta mál
ársfundarins verði milljarðstap
sjóðsins sem rakið er til rangrar
fjárfestingarstefnu. ■
NESKAUPSTAÐUR
Málefni Lífeyrissjóðs Austurlands hefur
borið hátt undanfarið.
Lífeyrissjóður Austurlands:
Stjórn stillt upp
Landsþing hjúkrunar-
fræðinga:
Elsa
formaður
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Elsa Frið-
finnsdóttir var kjörin nýr formað-
ur Félags íslenskra hjúkrunar-
fæðinga á landsþingi þeirra fyrir
helgi. Herdís Sveinsdóttir, sem
verið hefur formaður síðastliðin
fjögur ár, gaf ekki kost á sér til
endurkjörs.
Elsa hefur verið aðstoðarmað-
ur Jóns Kristjánssonar. heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðherra, frá
því hann tók við heilbrigðisráðu-
neytinu. ■
Akureyri:
Köttur vald-
ur að óhappi
LÖGREGLUMÁL Umferðaróhapp
varð á Þórunnarstræti á Akureyri
aðfaranótt sunnudags. Lögreglan
segir að ökumaður bíls hafi verið
að reyna að forðast að aka yfir
kött sem hljóp út á veginn. Tókst
ekki betur til en svo að ökumaður
missti stjórn á bílnum, sem lenti
uppi á umferðareyju og á umferð-
arskilti og varð óökuhæfur eftir.
Lögregla segir þær fréttir af
kettinum að hann hafi haldið ferð
sinni áfram eins og ekkert hefði í
skorist. ■
SJÓNVARP Um síðustu helgi lauk
sjónvarpsútsendingum Sjón-
varpsins og Stöðvar 2 um gervi-
tunglið Astra en útsendingarnar
náðu yfir meginhluta Evrópu þeg-
ar best lét. Hafa að-
standendur send-
inganna fengið
bréf og skilaboð frá
ánægðum Íslend-
ingum, búsettum
erlendis, sem notið
hafa dagskrár ís-
lensku stöðvanna
að undanförnu
sjálfum sér og
gestum sínum til
mikillar ánægju.
„Nú þegar þessum útsending-
um lýkur endurmetum við stöð-
una með tilliti til framhalds,“ seg-
ir Bjarni Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Sjónvarpsins. „Við
verðum að sjá hvernig þetta fell-
ur inn í áætlanir okkar en hér er
vissulega um kærkomna viðbót að
ræða sem vert er að skoða. Þó er
ljóst að þessu fylgir ákveðinn
aukakostnaður,“ segir Bjarni.
Ef framhald verður á gervi-
hnattaútsendingum sjónvarps-
stöðvanna gæti það leitt til þess
að stór hluti af móttökusendum
sjónvarpsstöðvanna verði úreltur
og íbúar á afskekktum stöðum
geti farið að njóta sjónvarpsefnis
sem þeir hafa hingað til ekki haft
tök á. Nægir þar að nefna stöðvar
eins og PoppTíví og Bíórásina.
Ríkissjónvarpið nær hins vegar
til um 99,9 prósenta landsmanna
og er talið að aðeins 80 lögbýli á
landinu nái ekki sendingunum. Er
nú verið að athuga hvort gervi-
hnattaútsendingarnar myndu
koma þessum bæjum í sjónvarps-
samband.
„Sumir dalir hér á landi eru
svo djúpir að gervihnettirnir ná
ekki að smeygja merki sínu þar
inn. Þar verða sendarnir eftir sem
áður. Hitt er hins vegar klárt að
viðbrögð við þessum tilrauna-
sendingum okkar hafa verið mjög
sterk og jákvæð. Á það ekki síst
við sjómenn á hafi úti sem líkja
þessu við byltinguna þegar flot-
inn var myndbandsvæddur eða
litasjónvarpið kom til sögunnar,“
segir Bjarni Guðmundsson.
Ríkissjónvarpið notaði bæði
gervitungl frá Astra og norska
fyrirtækinu Telenor við útsend-
ingar sínar en Stöð 2 notaðist ein-
göngu við Astra. Skjár einn hefur
hins vegar ekki verið með í þess-
ari tilraun.
eir@frettabladid.is
HORFT Á SJÓNVARPIÐ
Útsendingar íslensks sjónvarpsefnis um gervihnött gagnast ekki aðeins þeim sem búa er-
lendis heldur geta þær einnig bætt útsendingar í afskekktum byggðum.
Íslenskt sjónvarps-
efni um allan heim
Ef samningar takast má gera ráð fyrir að íslenskar sjónvarpsstöðvar
sendi út allt efni sitt í gegnum gervitungl um land allt
og Evrópu að auki.
■
...sjómenn á
hafi úti sem
líkja þessu við
byltinguna þeg-
ar flotinn var
myndband-
svæddur eða
litasjónvarpið
kom til sögunn-
ar.
MÆÐGIN Á GÖNGU
Margan kann að undra að hægt sé að láta
svona stóra skepnu framhjá sér fara.
Ferðamaður slasast:
Gekk beint í
flasið á fíl
VÍETNAM, AP Ölvaður víetnamskur
ferðamaður slasaðist lítilega þeg-
ar hann gekk beint í flasið á fíl á
götu í bænum Buon Don.
Ferðamaðurinn hafði skjögrað
út á götuna til þess að hjálpa litl-
um dreng sem hafði hrasað en tók
ekki eftir fjögurra metra hárri
skepnunni sem stóð beint fyrir
framan hann. Fíllinn brást illa við,
hóf manninn á loft og kastaði hon-
um síðan á götuna.
Maðurinn var fluttur á sjúkra-
hús með brotin rifbein, skrámur
og marbletti. ■
Verðbólga:
Eins hér
og á EES
EFNAHAGSMÁL Verðbólga hér á
landi frá apríl 2002 til sama mán-
aðar 2003 var 1,9% samkvæmt
samræmdri vísitölu neysluverðs í
EES-ríkjunum. Þetta er sama
verðbólga og mælist að meðaltali
á Evrópska efnahagssvæðinu
öllu. Verðbólga á evrusvæðinu
var litlu meiri, 2,1%. Vísitalan
lækkaði um 0,1% á Íslandi í mars
en stóð í stað á evrusvæðinu.
Verðbólga var hæst á Írlandi,
þar sem hún mældist 4,4%, en
minnst í Þýskalandi, aðeins eitt
prósent. ■
SKÍÐI „Þetta var nú enginn snjóa-
vetur,“ segir Grétar Hallur Þóris-
son, forstöðumaður skíðasvæðis-
ins í Bláfjöllum. Skíðasvæðið var í
vetur aðeins opið 43 daga, en í
meðalári er opið í nær 70. Hann
segir veturinn þó ekki hafa verið
alslæman. „Það komu mjög góðir
dagar, þeir voru bara of fáir,“ seg-
ir Grétar. Hann bendir líka á að
síðasti vetur hafi verið ennþá
verri, með aðeins 28 opnunar-
daga.
„Við erum bara farin að undir-
búa næsta vetur,“ segir Guðmund-
ur Karl Jónsson, forstöðumaður
skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Ak-
ureyri. Hann segir veðurguðina
ekki hafa verið hliðholla skíðaiðk-
un í vetur. „Það var lítill snjór,“
segir Guðmundur. „Og þegar var
gott skíðafæri var svo kannski
ekkert veður til að vera á skíð-
um.“
Skíðasvæðið Snæfellsjökli er
enn opið. Að sögn Arndísar Páls-
dóttur, starfsmanns Snjófells, hef-
ur verið minni snjór en í fyrra en
þó nægur til þess að halda lyftu
fyrirtækisins gangandi. „Það var
opið um páskana og vikurnar þar
á eftir,“ segir Arndís. „Þá var al-
veg rosaleg stemning.“
„Veturinn var mjög slæmur
hjá okkur,“ segir Rúnar Jóhanns-
son, forstöðumaður skíðasvæðis
Fjarðabyggðar. Þar var skíða-
svæðið aðeins opið í 22 daga í vet-
ur, en í meðalári er skíðasvæðið
opið 72 daga. „Þetta var alls ekki
góður vetur fyrir skíðaiðkendur,“
segir Rúnar að lokum. ■
ÚR BLÁFJÖLLUM
Forstöðumenn skíðasvæða eru sammála um að veturinn hafi verið slæmur fyrir skíða-
iðkendur.
Skíðasvæðin í vetur:
Of lítill snjór
PÁFI DAUÐLEGUR Jóhannes Páll
páfi annar, sem átti 84 ára af-
mæli um daginn, segir að sá tími
sé að nálgast þegar hann hittir
Guð og gerir grein fyrir lífi
sínu. Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem honum verður þetta að um-
talsefni en hann hefur harðneit-
að að hætta sem páfi þrátt fyrir
það.
■ Páfagarður