Fréttablaðið - 20.05.2003, Page 12

Fréttablaðið - 20.05.2003, Page 12
LANDVERND Slæm fjárhagsstaða Landverndar var í brennidepli á að- alfundi félagsins á laugardaginn. Tryggvi Felixson, framkvæmda- stjóri Landverndar, hefur sagt starfi sínu lausu vegna fjárhags- stöðu félagsins og stjórn þess hefur lagt til að fjármálastjóra þess verði sagt upp. „Við munum nota næstu þrjá mánuði til þess að endurskipu- leggja reksturinn í samvinnu við framkvæmdastjórann,“ segir Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Landverndar. „Landvernd heldur úti geysilega öflugri starfsemi og er með mörg fræðsluverkefni í gangi og við höfum reynt að leggja okkar af mörkum til að halda uppi opinni og upplýstri umræðu um landvernd, meðal annars með tilliti til framkvæmda við Kárahnjúka og Þjórsárver.“ Ólöf segist ekki efast um að af- skipti Landverndar af fyrirhugaðri stóriðju hafi haft sín áhrif á fjárhag félagsins. „Samtök og fyrirtæki hafa verið að segja skilið við Land- vernd og það er einnig erfiðara að sækja styrki út í þjóðfélagið, hjá fyrirtækum og stjórnvöldum. Vel- viljinn er ekki sá sami og áður.“ Umhverfisráðuneytið hefur vakið athygli á því að frá árinu 2001 hafi fjárframlög þess til landverndar áttfaldast og ekki geti talist eðlilegt að hið opinbera standi undir öllum rekstri frjálsra samtaka. ■ 12 20. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR Lést eftir fall af hestbaki ANDLÁT Konan sem lést á fimmtu- dag eftir að hún féll af hestbaki á Lögmannshlíðarvegi norðan Ak- ureyrar hét Guðrún Margrét Hallgrímsdóttir, til heimilis að Langholti 14 á Akureyri. Hún var fædd 27. maí árið 1948 og lætur eftir sig sambýlismann og þrjár uppkomnar dætur. ■ ÓLÖF GUÐNÝ VALDIMARS- DÓTTIR „Þeir styrkir sem við fáum frá Umhverfisráðu- neytinu hafa að mestu verið eyrnamerktir kynningarverk- efnum félagsins og því hefur lítið verið eftir í rekstur skrif- stofu og annað þess háttar.“ Fjárhagsörðugleikar Landverndar: Þrengingar og minni velvilji Leiðtogafundur G-8: Sviss fær lán- aðar löggur BERLÍN, AP Yfirvöld í Þýskalandi hafa boðist til þess að senda Sviss- lendingum yfir 1.000 lögreglumenn og 25 háþrýstislöngur þegar leið- togafundur átta helstu iðnríkja heims verður haldinn í næsta mán- uði. Fundurinn fer fram í franska þorpinu Evian, skammt frá landa- mærum Sviss. „Það er Svisslendinga að ákveða að hversu miklu leyti þeir vilja nýta sér boðið,“ sagði talsmaður þýska innanríkisráðuneytisins. Svissnesk yfirvöld óttast að fjöldi mótmæl- enda muni mæta vegna fundarins og höfðu þau sóst eftir liðstyrk frá nágrannaríkjunum. ■ BELGÍA, AP Belgar eru ánægðir með stjórn Frjálslynda flokksins síðastliðin fjögur ár ef marka má úrslit í nýafstöðnum þingkosn- ingum í Belgíu. Flokkur Guy Ver- hofstadt forsætisráðherra jók fylgi sitt og mun fá umboð til áframhaldandi stjórnarsetu. „Stjórnin kemur sterkari út úr þessum kosningum,“ sagði Ver- hofstadt eftir að úrslitin voru kunn. „Það er samdóma álit að þessi stjórn hafi verið að gera góða hluti.“ Helst kemur á óvart að sam- starfsflokkur Frjálslyndra síðast- liðin ár, Græni flokkurinn, tapar stórt og heldur einungis fjórum sætum af þeim 20 sem hann hafði áður á meðan Flæmski flokkur- inn, sem berst m.a. gegn innflytj- endum, eykur sitt fylgi mikið. Stjórn Guy Verhofstadt virð- ist ekki gjalda þess að hafa sett í lög umdeildar tillögur síðastliðin ár, til dæmis leyft hjónaband samkynhneigðra, líknardráp og hass. ■ GUY VERHOFSTADT Flokkur hans eykur talsvert við fylgi sitt. Belgar sáttir við ástand mála: Frjálslyndir vinna sigur Starfsgreinasambandið: Vill fella úrskurð úr gildi ATVINNUMÁL Alþingi og ríkis- stjórnin eru hvött til að fella úr- skurð Kjaradóms um launa- hækkanir stjórnmálamanna og embættismanna úr gildi. Þetta er vilji framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambands Íslands. Stjórnarmenn segja hækkun launa og lífeyrisréttinda ekki vera í neinu samræmi við launa- þróun í landinu síðustu fjögur ár og skipti engu til hvaða viðmið- unarhópa sé litið. Að mati þeirra verður úr- skurðurinn til að torvelda gerð nýrra kjarasamninga. Sömu- leiðis telja þeir að hverfandi lík- ur séu á samningum til lengri tíma. ■ LOKSINS LÖGLEGUR Tónlistarmenn gátu í gær flutt tónlist sína á lestarstöðvum London í von um fjár- framlög almennings án ótta við afskipti lögreglunnar. Iðja þeirra hefur verið bönn- uð á lestarstöðvum en það breyttist í gær.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.