Fréttablaðið - 20.05.2003, Síða 14

Fréttablaðið - 20.05.2003, Síða 14
Leiðarahöfundur Financial Times heldur því fram að breska stjórnkerfið veiti for- sætisráðherra landsins valda- stöðu forseta. Að hans mati hef- ur Tony Blair nýtt sér þetta vald í mun meiri mæli en forverar hans í embætti. Leiðarahöfundur tekur undir gagnrýni Clare Short, ráðherra alþjóðaþróunarsamvinnu, sem sagði af sér embætti fyrir skemmstu. Í afsagnarræðu sinni hélt Short því fram að Blair færi með öll völd í landinu ásamt fá- mennum hópi ráðgjafa og mikil- vægar ákvarðanir væru teknar án samráðs við þingið og aðra ráðherra. Í ljósi þessa reynir leiðara- höfundur að útskýra þá ákvörð- un Blair að hafa samráð við fé- laga sína í ríkisstjórninni varð- andi upptöku evrunnar í Bret- landi. Hann telur að markmið forsætisráðherrans sé að styrkja stöðu sína þegar að því kemur að gefa út yfirlýsingu um að evran verði ekki tekin upp að svo stöddu. Í leiðara blaðsins The Times er reynt að varpa ljósi á stöðu Tony Blair innan Verkamanna- flokksins í ljósi þeirrar gagn- rýni sem fram hefur komið á stjórnarhætti forsætisráðherr- ans. Flokksbræður Blair hafa margir hverjir farið ófögrum orðum um stjórnaraðferðir for- sætisráðherrans og haldið því fram að hann hafi ítrekað tekið ákvarðanir sem brjóti í bága við stefnu flokksins. Að mati leiðarahöfundar ógn- ar þetta ekki valdastöðu Blair þar sem andstæðingar hans eru ekki samstíga í gagnrýninni. Þeir séu á öndverðum meiði í mörgum mikilvægum málum og geti því ekki myndað raunveru- legt mótvægi við forsætisráð- herrann og hans menn. Engu að síður sýni þessi mikla óeining innan flokksins að sá árangur sem náðst hafi í Írak hafi ekki orðið til þess að veita Blair auk- ið frelsi til þess að móta stefnu flokksins eftir sínu höfði. „Hann hafði vonast eftir pólitískum hveitibrauðsdögum en þetta er farið að líkjast meira einnar nætur gamni.“ Leiðarahöfundur The Guardi- an tekur undir með kollega sín- um hjá Financial Times þegar hann bendir á það mikla vald sem forsætisráðherrann hefur í breska stjórnkerfinu. Hann hef- ur engu að síður sitthvað við gagnrýni Clare Short að athuga. Í ljósi þess hve lengi Short ent- ist í ráðherrastólnum dregur hann í efa að Blair sé jafn stjórnsamur og hún vill vera láta. Í leiðaranum er bent á að Blair hafi leitað mun meira til félaga sinna í ríkisstjórninni á þessu kjörtímabili en því síð- asta. Leiðarahöfundur heldur því enn fremur fram að Blair hafi aldrei verið sérstaklega sterkur leiðtogi þar sem hann hafi ítrekað forðast það að keyra vilja sinn í gegn í mikil- vægum málum. ■ Úr leiðurum ■ Leiðarahöfundar breskra dagblaða velta fyrir sér valdastöðu Tony Blair í ljósi þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á stjórnarhætti forsætisráðherrans. 14 20. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ég tók það fram í síðasta pistlimínum fyrir kosningarnar, að við skyldum virða úrslitin og taka í höndina á sigurvegurunum, þeg- ar upp væri staðið. Virða þannig dóm kjósenda, lýðræðið og leik- reglurnar. En svo vandast málið, þegar úrslitin liggja fyrir, því ég sé ekki betur en að allir séu sigurveg- arar í þessum kosningum nema sigurvegararnir! Framsóknarflokk- urinn nær ekki einu sinni kjörfylgi frá síðustu kosn- ingum, sem var það lakasta sem flokkurinn hefur fengið í sögu sinni og samt er hann krýndur til forystu! Sjálf- stæðisflokkurinn tapar sjö pró- sentum af fylgi sínu og formaður- inn gott betur í sínu kjördæmi, en samt er þetta túlkað sem skilaboð frá þjóðinni um að þessir tveir flokkar skuli sitja áfram í ríkis- stjórn og stjórna landinu. Sam- fylkingin bætir við sig verulegu fylgi og Frjálslyndir tvöfalda fylgi sitt en samt tala menn eins og þeir hafi tapað. Stjórnin lafði Jafnvel Samfylkingarmenn hengja haus og ég verð að játa að víst var þetta sigur, en samt ekki nóg. Þetta er eins og að spila úr- slitaleik í fótbolta og þurfa að vinna með fimm mörkum. Leikur- inn vinnst 4-0, en dugar samt ekki til sigurs í mótinu. Þannig hefur mér verið innanbrjósts þessa síð- ustu viku. Slagurinn stóð jú um það að fella ríkisstjórnina og það misheppnaðist. Þeir sitja þarna áfram, flokkarnir tveir, í fjögur ár í viðbót, ef að líkum lætur og skipta með sér stólunum og bit- lingunum og völdunum og eftir sitja kjósendur, sem voru þó að senda skilaboð til stjórnmála- mannanna, um breytingar og upp- stokkun, því hvað er það annað en höfnun þegar stærri flokkurinn geldur afhroð og minni stjórnar- flokkurinn slefar inn kjörfylgi sínu á síðustu metrunum. En þeir voru miklir hagsmunirnir, sem voru í húfi, hagsmunir kvótaeig- enda, hagsmunir valdastéttarinn- ar, hagsmunir fjármagnseigenda og hluthafa í verðbréfum, sem búið var að hræða líftóruna úr, hræða til fylgis við verndarengla sína í stjórnarráðinu. Stjórnin lafði og það var þeim nóg. Og þannig teljast þeir sigur- vegarar, sem töpuðu. Að því að þeir unnu þá skák, sem tefld var, slaginn um að sitja áfram í ríkis- stjórn, sem þeir stefndu að, hvað sem líður yfirlýsingum þeirra um að ganga óbundnir til kosninga. Þetta máttum við vita og það er eins og dregið hafi fyrir alla póli- tíska vitsmuni framsóknarmanna, þegar þeir skilja ekki, að varnar- sigur þeirra er fólginn í loforðum og fyrirheitum um aukna mannúð, aukna fyrirgreiðslu til barnafólks og námsmanna og íbúðakaupenda og annarra efnaminni þjóðfélags- þegna. Kjósendur Framsóknar- flokksins voru ekki að biðja um áframhaldandi frjálshyggju. Þeir voru að biðja um aukna velferð. Skilaboðin rangtúlkuð Ég óska þeim til hamingju með björgunina en ég harma túlkun þeirra á skilaboðunum, sem lesa má út úr kosningaúrslitunum. Verst þykir mér þó að kvóta- kerfið og frjálsa framsalið skuli halda velli. Fjórir flokkar sóttu að þessu kerfi og rétt tæpur helming- ur kjósenda greiddi þeim atkvæði. En það dugði ekki til, mest fyrir þá sök, að flokkarnir fjórir báru ekki gæfu til að stilla saman strengi sína um annan skýran valkost. Stjórnarandstæðingar hljóta að draga lærdóm af þessu innbyrðis sundurlyndi. Það er aldrei líklegt til sigurs að tvístra sínu eigin liði. Þegar frá líður og sagan kveð- ur upp sinn dóm um þessar kosn- ingar, þá er það mín spá og mín sýn, að upp úr standi að í bjarma maísólarinnar hafi risið upp sterkur, nútímalegur jafnaðar- mannaflokkur á Íslandi. Það er maísólin okkar, þessa framtíðar- lands. ■ Harmoníka Auðunn Bragi Sveinsson rithöfundur skrifar: Undarlegt er, hvað einföld orðvilja vefjast fyrir fólki, einnig fjölmiðlum. Nú sést iðulega í blöð- um og ritum ýmis konar orðið harmonikka. Líklega fyrir áhrif þess er hljóðfæri með nótnaborði og belg, sem dreginn er sundur og saman, oft nefnt nikka í daglegu tali. En þetta er ekki rétt mál. Hljóðfærið nefnist harmoníka eða harmóníka, sé farið eftir erlendri fyrirmynd, en dragspil eða draggargan á góðri íslensku (sbr. Dansk-ísl. orðabók Freysteins Gunnarssonar frá 1926), vilji menn hafa það fremur en erlenda orðið. Ég er málvöndunarmaður, og þoli illa að sjá og heyra afbök- uð orð, jafnvel þótt af erlendum stofni séu. Hermann Ragnar Stef- ánsson kynnti á „saumastofudans- leikjum“ sínum í útvarpinu forð- um daga, að menn lékju á harm- oníku. Hann notaði ekki orðið harmonikka! Með þökk fyrir birt- inguna. ■ Hugsaðuppá nýtt ELLERT B. SCHRAM ■ skrifar um kosninga- úrslitin. Þetta er maí- sólin okkar ■ Bréf til blaðsins ■ Leiðrétting Ásgeir Friðgeirsson ritstjóri Ekki mikil áhrif Íslenskur verðbréfamarkaður verður samur eftir að Baugur Group hefur yfirgefið hann. Þó svo Baugur Group sé stórt fyrirtæki hefur brotthvarfið ekki mikil áhrif á heildarverðmæti fyrirtækja á markaði. Þá hefur ávöxtun bréfa í félaginu frá skráningu fyrir um fjórum árum verið rétt um 9,5% að meðaltali á ári, eða svipuð og ávöxtun á ríkisskuldabréfum, þannig að hinn almenni fjárfestir á íslenska hlutabréfamarkaðinum mun ekki sakna Baugs. Hitt er annað mál að ef fleiri stór fyrir- tæki fara að fordæmi Baugs, Aco-Tæknivals, Húsa- smiðjunnar og fleiri fyrirtækja og afskrá sig munu heildaráhrif þeirra aðgerða veikja til muna íslenskan verðbréfamarkað. ■ Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallar Íslands Skaðast ekki Það er vissulega eftirsjá af því ágæta fyrirtæki Baugi úr Kauphöllinni. En markaðurinn sem slíkur mun ekki bera skaða af þó Baugur hverfi af honum. Ef við miðum við verðmæti er Baugur í sjöunda sæti og miðað við veltu sem af er árs, sem skiptir mjög miklu máli, er fyrirtækið í tíunda sæti. Ef við setjum þetta í samhengi við aðra þætti er Baugur um það bil helmingur af því fyrirtæki sem er verðmætast og veltan er einn fimmti af veltumesta fyrirtækinu. Þá er fyrirtækið tiltölulega lítið miðað við stærri fyrirtæki. Fyrirtækið er stórt og jafnframt í atvinnugrein sem er eftirsóknarverð en engu að síður verður markaðurinn ekki fyrir skaða þó Baugur hverfi af honum. ■ Skaðast Kauphöllin við afskráningar? Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Málfrelsi? „...Það dugar ekki til að breiða yfir vandræðaganginn með því að reka okkur sjálfstæðismenn úr ræðustól á fundi borgarstjórn- ar. Málfrelsi okkar verður ekki heft...“ BJÖRN BJARNASON BORGARFULLTRÚI UM R-LISTASAMSTARFIÐ Á HEIMASÍÐU SINNI BJORN.IS Útför frestað „Seinustu helgi ákváðu íslenskir kjósendur að fresta því að moka yfir Framsóknarflokkinn um önnur fjögur ár. Fylgistap flokks- ins reyndist óverulegt og allar líkur eru á því að hann verði aft- ur með í ríkisstjórn, jafnvel leið- andi aðili...“. SVERRIR JAKOBSSON UM VÆNTANLEGA RÍKISSTJÓRN Á MURINN.IS Bókaðu flug á www.IcelandExpress.is Eða komdu á söluskrifstofuna Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga. Þjónustuverið er opið virka daga frá 9-17, laugardaga frá 10-14 og sunnudaga frá 11-15. Sími 5 500 600 Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Þau mistök urðu í blaðinu í gær að Mikulas Dzurinda, forsætis- ráðherra Slóvakíu, var titlaður forseti landsins. Beðist er vel- virðingar á þessu. Hegranesgoð- inn á þing Frjálslyndur kjósandi í Norðvesturkjör- dæmi skrifar: Hegranesgoð-inn kominn á þing fyrir Frjálslynda. Þeir sem að boðorðin brjóta mörg, bannfærðir verða á kirkjuþingi. Leita upp bæði hof og hörg, Hegranesgoðinn og Jörmundur Ingi. ■ Þegar frá líður og sagan kveð- ur upp sinn dóm um þessar kosningar, þá er það mín spá og mín sýn, að upp úr standi, að í bjarma maísólarinnar, hafi risið upp sterkur, nútíma- legur jafnaðar- mannaflokkur á Íslandi. Forseti eða forsætisráðherra? STÆRSTU EIGENDUR BAUGS MUNU GERA ÖÐRUM HLUTHÖFUM YFIRTÖKUTILBOÐ OG Í FRAMHALDINU AFSKRÁ FÉLAGIÐ.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.