Fréttablaðið - 20.05.2003, Side 15
ÓLYMPÍULEIKAR Nú eru fimmtán
mánuðir í að opnunarhátíð Ólymp-
íuleikanna í Aþenu verði haldin og
íbúar Aþenu eru orðnir spenntir.
Svo spenntir að 80 þúsund manns
hafa boðið sig fram sem sjálfboða-
liða við framkvæmd leikanna.
Grikkir hafa reyndar fengið
talsverða gagnrýni undanfarið þar
sem svo miklar tafir hafa orðið á
framkvæmdum fyrir leikana að
mörgum þykir hæpið að það náist
að klára verkið áður en Ólympíu-
kyndillinn verður tendraður.
„Við verðum að vinna mikið
næstu mánuði,“ sagði Gianna
Angelopoulos-Daskalaki, formað-
ur Ólympíunefndar Grikklands, á
fundi Alþjóða Ólympíusambands-
ins í Madrid. „Við megum engan
tíma missa en við erum bjartsýn.
Aþena verður tilbúin á réttum
tíma.“
Grikkland er vagga Ólympíu-
leikanna og hafa rannsóknir sýnt
að keppt var í íþróttum í landinu
árið 776 fyrir Krist. Það er styttra
síðan fyrstu nútímaleikarnir voru
haldnir eða rúmlega hundrað ár,
árið 1896, og þeir hafa síðan verið
settir upp víða í heiminum við sí-
vaxandi vinsældir.
Sá skuggi sem hvílir yfir leik-
unum núna er hvort tekst að hefta
útbreiðslu HABL-veikinnar áður
en leikarnir hefjast. Margir óttast
að ef það gangi ekki séu líkur á að
Ólympíuleikarnir í Aþenu 2004
verði misheppnaðir og yrði það
mikið áfall fyrir grísk stjórnvöld,
sem eytt hafa miklu fé í að fá að
halda leikana. ■
15ÞRIÐJUDAGUR 20. maí 2003
Svindl á fólki:
Þykjast
safna fyrir
Hjartavernd
LÖGREGLUMÁL Óprúttnir aðilar hafa
gert sér að leik að þykjast vera í
fjáröflun fyrir Hjartavernd. Hafa
þeir boðið fólki geisladisk til sölu
til styrktar málefninu í þeim til-
gangi að komast yfir greiðslu-
korta- og bankaupplýsingar fólks.
Hjartavernd segir enga slíka
fjáröflun í gangi. Sams konar
kvartanir hafa borist lögreglunni í
Reykjavík um falska fjáröflun fyr-
ir Geðhjáp og Samhjálp. Fólki er
bent á að vea á varðbergi gagnvart
svikastarfsemi af þessu tagi. ■
Fimmtán mánuðir til stefnu:
Ólympíuleikar á eftir áætlun
Ótrúlegt
afmælistilboð!
Fáðu 3 bækur á verði einnar
Mána›arlega fær›u n‡tt ævint‡ri úr
smi›ju Disney ásamt klúbbritinu Gáska
og borgar a›eins 975 kr.
fyrir utan sendingarkostna›.
Bækurnar eru eingöngu fáanlegar í áskrift.
Síminn er 522 2020
E›a skrá›u flig á www.klubbar.is
ókeypis!
Skemmtileg
veggklukka
©
D
is
ne
y
Fá›u flessar 3 Disney bækur
og Bangsímon veggklukku
fyrir a›eins 975 kr.
fyrir utan sendingarkostna›.
TÓMLEGUR VEITINGASTAÐUR
Fáir leggja leið sína á veitingastaði í Peking
þessa dagana.
Barátta Kínverja
ber árangur:
HABL
tilfellum
fækkar
KÍNA, AP Hvort sem það er morðhót-
unum eða öðrum áhrifaríkum að-
ferðum stjórnvalda að þakka hefur
nýjum HABL-tilfellum fækkað mik-
ið í Kína og hafa þau aldrei verið
færri. Tala látinna er komin í 284 og
allt að fimm þúsund manns liggja
sýktir á spítölum.
Lögregla hefur þurft að hafa af-
skipti af fjölda manns sem „hindr-
að“ hafa aðgerðir yfirvalda til að ná
tökum á sjúkdómnum og voru sex
dæmdir í fangelsi eftir að hafa
hvatt til mótmæla í norðurhluta
landsins.
Alþjóða Heilbrigðisstofnunin tel-
ur að fjöldi tilfella í Kína sé hærri
en opinberar tölur segja, vegna þess
að kínverskir læknar telja ekki þá
sem glíma við öndunarvandamál en
hafa ekki komist í kast við HABL.
Stærsta glíma stjórnvalda verð-
ur þó að hindra veikina í að dreifast
á landsbyggðinni, þar sem spítalar
og læknar eru af skornum skammti
og ómögulegt er að hafa eftirlit með
sýktum aðilum. ■
IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK
Fjöldi ólíkra greina er kenndur við skólann.
Iðnskólinn í Reykjavík:
Mest sótt í
tölvu- og
listnám
MENNTUN Iðnskólinn í Reykjavík
býður upp á fjölbreytt úrval náms-
greina. Að sögn Baldurs Gíslasonar
skólameistara eru vinsælustu
brautir skólans um þessar mundir
tölvubraut og listnámsbraut – al-
menn hönnun, auk þess sem upplýs-
inga- og fjölmiðlagreinar eru alltaf
vinsælar. Af hefðbundnum iðn-
greinum nefnir hann hársnyrtingu
og rafeindavirkjun, sem mikil
ásókn er í. Fjöldi fámennra greina
er líka kenndur við skólann. Nefnir
Baldur sem dæmi bókband, en
fimm nemendur stunduðu nám í
bókbandi við skólann í vetur. Gull-
smíði er einnig kennd við skólann
og komast færri að en vilja. Enginn
nemandi stundar þó nám í skósmíði
og hætt hefur verið við kennslu í úr-
smíði við skólann. ■
AÞENA 2004
Uppbygging mannvirkja gengur
hægar en vonast var eftir.