Fréttablaðið - 20.05.2003, Page 18
18 20. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
200 sæti í
fiú velur
dagsetningu,
bókar og grei›ir
sta›festingargjald.
Gistista›urinn
ver›ur sta›festur
viku fyrir brottför.
36.242 kr.
Ver›dæmi til
Mallorca e›a Benidorm
m.v. að 2 fullorðnir og 2 börn
2ja til 11 ára ferðist saman.
Innifalið: Flug, flugvallarskattar,
gisting í 1 viku, akstur til og frá
flugvelli erlendis og íslensk
fararstjórn.
Barnaafsláttur fyrir 2ja til og
með 11 ára, 12.000 kr.
Ef 2 ferðast saman 47.630 kr.
Krít
19. og 26. maí, 2. og 9. júní
Benidorm
4., 11. og 21. júní
Mallorca
22. maí og 12. júní
Portúgal
20. maí, 3. og 10. júní
Verð á mann
4 í íbúð 38.900
3 í íbúð 41.900
2 í íbúð 43.900
Aukavika
stgr. á mann
4 í íbúð
m/1 svefnherb. og stofu 10.500
3 í íbúð
m/1 svefnherb. og stofu 13.500
2 í íbúð eða stúdíói 17.500
Aukagjald fyrir einbýli
m.v. stúdíó 16,900
Aukavikuverð
m.v. 1 í stúdíó 29,400
Barnaafsláttur 12.000
Verð
Brottfarir
Sólar
Plús
KAPPAKSTUR Michael Schumacher,
sem vann þriðja kappakstur sinn í
röð í Austurríki um helgina, segist
ekki hafa orðið áhyggjufullur þeg-
ar eldur kom upp í vél Ferrari-bíls
hans á viðgerðasvæðinu.
„Ég held að þetta hafi ekki ver-
ið mjög hættulegt atvik. Þetta var
bara smá eldur,“ sagði Þjóðverj-
inn, sem komst ómeiddur frá
óhappinu. „Ég veit ekki hvort ég
eigi að teljast heppinn. Ég held að
ég hafi frekar verið óheppinn að
lenda í þessum vandræðum“.
Þetta er í fyrsta sinn frá árinu
1995 sem eldur kemur upp í bíl á
viðgerðasvæði. Þá kviknaði í Jor-
dan-bifreið Eddie Irvine í kapp-
akstri sem var háður í Belgíu.
Versti eldsvoðinn í kappakstri
undanfarinna ára í Formúlunni
varð í Þýskalandi árið 1994. Þá
fengu ökuþórinn Jos Verstappen
og nokkrir viðgerðamenn úr
Benetton-liðinu brunasár eftir að
eldur kom upp í keppnisbílnum. ■
ELDUR
Viðgerðamenn Ferrari-liðsins reyna að
slökkva eldinn í bílnum. Schumacher sat
sem fastast á meðan á ósköpunum stóð.
Hann er í öðru sæti í heildarstigakeppni
ökumanna aðeins tveimur stigum á eftir
Finnanum Kimi Räikkönen.
Michael Schumacher:
Þetta var bara smá eldur
AP
/M
YN
D
WENGER
Arsene Wenger vill styrkja varnarleik
Arsenal fyrir næstu leiktíð.
Arsene Wenger:
Ekki fleiri
en þrír
FÓTBOLTI Arsene Wenger, knatt-
spyrnustjóri Arsenal, segist ætla
að kaupa í mesta lagi þrjá nýja
leikmenn fyrir næstu leiktíð.
„Við verðum að skora eins mik-
ið af mörkum og við gerðum á
þessari leiktíð,“ sagði Wenger.
„Við skoruðum 85, sem er frá-
bært, en við fengum á okkur 42,
sem ég tel að sé tíu mörkum of
mikið. Markmið okkar er að auka
jafnvægið í vörninni án þess að
tapa sóknargetunni.“
Talið er að efstur á óskalista
Wenger sé nýr markmaður, sem
koma eigi í stað gömlu kempunn-
ar David Seaman. ■
FÓTBOLTI „Hann skaut á markið en
boltinn fór í mig, breytti um
stefnu og fór í markið,“ segir Sig-
urbjörn Hreiðarsson um sigur-
mark Vals gegn Grindavík í 1. um-
ferð Landsbankadeildarinnar. „Ég
er náttúrlega frekur, vil eiga
markið og hann er yngri bróðirinn
og fylgir því bara,“ bætir Sigur-
björn við en á leikskýrslu var
markið skráð á Jóhann, bróður
Sigurbjörns.
Jóhann skoraði óumdeilanlega
fyrra mark Vals, úr vítaspyrnu,
en Sigurbjörn var lengi vítaskytta
Vals og hefur 100% nýtingu í
efstu deild. „Vítin eru í ættinni.
Ég missti aðeins einbeitinguna í
vítunum í fyrra og þá tók Jói við
en hann er mjög góð vítaskytta.
Hann heldur bara áfram þar til
annað kemur í ljós.“
„Markmið Valsmanna er að
halda sér í deildinni og númer eitt,
tvö og þrjú að festa sig í deildinni.“
Valur leikur næst gegn ÍBV að
Hlíðarenda. „Við verðum að vinna
okkar heimaleiki. Við unnum átta af
níu heimaleikjum í fyrra og ætlum
að gera Hlíðarenda aftur að gryfju.
Okkur líður best að Hlíðarenda og
þar ætlum við að sækja til sigurs.“
Jóhann og Sigurbjörn hafa
bæði leikið með Val og Dalvík.
„Við erum úr Reykjavík en teljum
okkur vera Dalvíkinga. Ég var níu
ára og Jói fimm ára þegar við
fluttum til Dalvíkur. Þar bjuggum
við næstu sex árin og það voru
mótunarárin.“ ■
SIGURBJÖRN HREIÐARSSON
Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliði Vals, átti stóran þátt í sigurmarkinu gegn Grindavík.
Landsbankadeild karla:
Hvor
skoraði?
Orðrómur er uppi um að Liver-pool vilji kaupa Harry
Kewell, leikmann Leeds, í stað
Damien Duff, sem leikur með
Blackburn. Duff mun vera of dýr
fyrir Liverpool og því hefur áher-
sla verið lögð á að hreppa Kewell,
sem enn á eftir 12 mánuði af
samningi sínum við Leeds.
■ Fótbolti
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T