Fréttablaðið - 21.05.2003, Page 21

Fréttablaðið - 21.05.2003, Page 21
ÞRIÐJUDAGUR 20. maí 2003 21 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 4, 6.30 og 9 SKÓGARLÍF 2 m/ísl tali kl. 6 kl. 8 og 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 16 ára Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.20 b.i.14.ára RECRUIT b.i. 14 kl. 10.20 Sýnd kl. 6, 8 og 10 SHANGHAI KNIGHTS kl. 4 og 6TÖFRABÚÐINGURINN kl. 4ABRAFAX OG SJÓRÆNINGJARNIR BAD BOY CHARLIE kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.30, 8, og 10.15 b.i. 16 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 12 ára BOWLING FOR... kl. 5.40 og 8 Birgitta átti frí eftir æfinguna ogblaðamannafundinn á mánu- daginn og notaði tímann meðal annars til þess að fara í skoðunar- ferð um Riga. Önnur æfing verður haldin á morgun og að henni lok- inni verður haldinn blaðamanna- fundur þar sem Birgitta mun m.a. gefa fjölmiðlafólki geisladiska með Írafári. Fréttasíðan http://www.doteuro-vision.com greindi frá æfingunni í Skonto-höllinni á mánudaginn og sagði viðstadda hafa gert góðan róm að frammistöðu Birgittu. Hún var sögð líta vel út á sviðinu og hélt lagi vel þó að rödd hennar hafi verið full rám. Birgitta verður í hvítum ermalausum topp og hvít- um buxum á laugardaginn og þeir sem sáu til hennar á æfingunni telja það skynsamlegt hjá henni að vera ekki mikið að hoppa og skop- pa um á sviðinu. Þótt æfingin hafi gengið vel mun Birgitta fá smá auka tilsögn frá Selmu, sem er væntanleg til Riga í dag. 3 dagarí Eurovision Margir láta tónlistarmanninnMarilyn Manson fara í sínar fínustu, enda yrði það líklega martröð allra feðra að fá hann óvænt heim í grillveisluna sem nýjasta leikfang dóttur þeirra. Áður en Brian Warner gerðist Marilyn Manson starfaði hann sem tónlistarblaðamaður. Maður getur því ímyndað sér að hann hafi vitað nákvæmlega hvað þyrfti að gera til að ögra almenningi. Honum tókst líklega betur til en hann þorði að vona og er í dag einn ólíklegasti talsmaður tjáningarfrelsis í Banda- ríkjunum. Það sem oft vill þó gleymast í öllu umtali um Marilyn Manson er sjálf tónlistin. Án hennar væri Marilyn Manson bara málaður trúður staðráðinn í því að hneyksla fólk. Vissulega er hann það, en um leið líka svo miklu meira. Hann hefur alla tíð haft gott nef fyrir nýstárlegum útsetningum, samið texta sem skella eins og hvirfilbylur á spilaborgum „fína fólksins“ og hefur lag á því að semja grípandi lög. Þessi nýja plata er engin undantekning þar. Þrátt fyrir að Manson sé búinn að vera að of lengi til þess að þykja hneykslandi, og orðinn jafn ógn- vekjandi og E.T., er hann enn að skila af sér góðum plötum. Hann er vandvirkur fjandi, er enn nokkuð beittur og mun án efa ráfa í skugg- unum langt fram eftir öldinni. Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist THE GOLDEN AGE OF GROTESQUE Marilyn Manson: Rokktrúðurinn enn beittur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.