Fréttablaðið - 17.08.2003, Síða 1
▲
SÍÐA 16
Ögurstundin
nálgast
Tony Blair hefur glímt við
mikið mótlæti undanfarið.
Hver er maðurinn og hvert
stefnir hann?
▲
SÍÐUR 12 og 13
MENNINGARNÓTT Menningarnótt
var haldin með pompi og pragt í
miðborg Reykjavíkur í gær.
Þórólfur Árnason borgarstjóri
setti Menningarnótt á torginu við
Ingólfsnaust klukkan eitt og
fylgdu um 200 atriði víðs vegar
um miðborgina í kjölfarið. Menn-
ingarnótt lauk með flugeldasýn-
ingu á Hafnarbakkanum klukkan
ellefu.
„Þetta hefur gengið alveg
óskaplega vel,“ sagði Sif Gunnars-
dóttir, verkefnisstjóri viðburða á
Höfuðborgarstofu, þegar Frétta-
blaðið náði tali af henni um klukk-
an hálfátta í gærkvöldi. „Bærinn
er allur lifandi og iðandi, fólkið er
glatt og þetta er bara æðislegt.“
„Ég hef reynt að fara eins víða
og ég hef mögulega getað og mér
finnst ómögulegt að gera upp á
milli þess sem ég hef séð,“ segir
Sif, aðspurð um hvað standi upp
úr eftir daginn. „Þetta er bara bú-
inn að vera frábær dagur.“
Að sögn Sifjar var dagskrá
Menningarnætur í ár þéttari en
hún hefur áður verið, auk þess
sem hún teygði sig víðar en hún
hefur áður gert, en skipulögð dag-
skrá náði vestur í Þjóðminjasafn-
ið, austur á Hlemm og suður á
flugvöll. „Svæðið sem Menning-
arnótt nær yfir er því töluvert
stærra en áður,“ segir Sif.
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 34
Leikhús 34
Myndlist 34
Íþróttir 28
Sjónvarp 36
SUNNUDAGUR
17. ágúst 2003 – 193. tölublað – 3. árgangur
MORÐHÓTUN
Þrítugur Þjóðverji
á yfir höfði sér tíu
ára fangelsi og 40
milljóna króna
sekt, en hann
hótaði í tölvu-
pósti að drepa
George W. Bush,
forseta Bandaríkj-
anna. Sjá bls 2
UMFERÐARSLYS 41 hefur látið lífið í
umferðinni frá ársbyrjun 2002. Fram-
kvæmdastjóri rannsóknarnefndar umferðar-
slysa, segir flest banaslys verða vegna
hraðaksturs, bílbelti eru ekki notuð, ölvun-
araksturs og þreytu. Þá séu umferðarslys
þegar útlendingar eiga í hlut, frábrugðin
öðrum slysum. Sjá bls. 4
IDI AMIN ALLUR Idi Amin, fyrrverandi
forseti Úganda, lést í gærmorgun. Idi Amin
hefur verið talinn einn mesti harðstjóri
Afríku og er talið að hann beri ábyrgð á
dauða eða hvarfi að minnsta kosti 400.000
manns í átta ára valdatíð sinni. Talið er að
nýrnabilun hafi lagt harðstjórann að velli.
Sjá bls. 6
Hægviðri
+17
+17
+14
Hæg breytileg átt
Hæg breytileg átt
VEÐRIÐ Í DAG
GÓÐUR VEÐURDAGUR Það verður
góður dagur í veðrinu, hægviðri og víða
bjart. Hiti 12-18 stig. Sjá bls. 6
SPENNAN MAGNAST Tveir leikir í
Landsbankadeild karla fara fram í dag. Á
Grindavíkurvelli taka heimamenn á móti
FH og hefst leikurinn klukkan 14:00. Þá
mun ÍA bregða sér norður í land og mæta
KA á Akureyrarvelli, en liðin eru nú jöfn að
stigum og sitja í sjöunda og áttunda sæti
deildarinnar. Sjá nánar:
DAGURINN Í DAG
Bærinn allur lifandi
Menningarnótt var haldin með pompi og pragt í Reykjavík í gærkvöldi. Dagskrá Menningar-
nætur í ár teygði sig vestur í Þjóðminjasafn, austur á Hlemm og suður á flugvöll. „Æðislegur
dagur,“ segir verkefnisstjóri viðburða á Höfuðborgarstofu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Margt var gert til að gleðja þær þúsundir manna sem
skemmtu sér konunglega á Menningarnóttunni.
Bæði var boðið upp á dagskrár þrautþjálfraðra
atvinnumanna og eins tróðu upp aðrir sem ekki hafa
atvinnu af skemmtanahaldi.
Flestum tókst vel og gleði gesta leyndi sér ekki.
Rigning var framan af degi en stytti upp þegar leið á
daginn og fjölgaði í miðborginni samkvæmt því.
Þegar Fréttablaðið fór í prentun voru ábyrgðarmenn
Menningarnætur í sjöunda himni með þetta allt.
Hneykslanleg myndlist
Listasaga Íslendinga er full af dæmum um myndlist sem hefur komið áhorfendum í uppnám. Ætlunin er að
opna nýjar víddir í mannsandanum. Sumt hefur orðið lögreglumál. Annað hefur verið þaggað niður. Eitt það
rosalegasta er krukka full af mannaskít og öðrum úrgangi sem sprakk í glugga í Kirkjuhúsinu á Listahátíð 1998.
▲
SÍÐUR 18 og 19
Lærði til leiðtoga
Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri
Garðabæjar talar um stjórnmál,
Sjálfstæðisflokkinn, Davíð og Björn, leið-
togahlutverkið og frelsi einstaklinganna.
Menningarnótt:
Áfallalítið
MENNINGARNÓTT Mikil umferð var í
Reykjavík í gærdag, en Menning-
arnótt var haldin hátíðleg í mið-
borginni og viðamikil dagskrá fór
fram á Reykjavíkurflugvelli. Þá
þurfti að loka götum vegna
Reykjavíkurmaraþons og það
varð til þess að hægja á umferð-
inni.
Tíu bílar lentu í tveimur
árekstrum á mótum Háaleitis-
brautar og Miklubrautar um
klukkan hálffjögur í gærdag. Í
fyrri árekstrinum rákust sjö bílar
saman, en engin teljandi meiðsl
urðu á fólki. Í kjölfarið rákust þrír
aðrir bílar saman og kvörtuðu
nokkrir undan meiðslum í hálsi og
baki. Lögregla aðstoðaði tvo aðila
við að komast á slysadeild, auk
þess sem kranabíll flutti tvo bíla
af vettvangi.
Að sögn lögreglu hafði lög-
gæsla gengið vel um áttaleytið í
gærkvöldi, en stöðugur straumur
fólks lá í miðbæinn vegna Menn-
ingarnætur. 40 til 50 lögregluþjón-
ar voru á vakt og var búist við
annríki eftir klukkan ellefu í gær-
kvöldi, en þá lauk formlegri dag-
skrá Menningarnætur. ■
ÁREKSTRAR
Tíu bílar lentu í tveimur árekstrum á mót-
um Háaleitisbrautar og Miklubrautar um
klukkan hálffjögur í gærdag.