Fréttablaðið - 17.08.2003, Qupperneq 11
11SUNNUDAGUR 17. ágúst 2003
Microsoft tókst að verjast árásrúmrar milljónar vírussmit-
aðra tölva sem réðust gegn vefsetri
fyrirtækisins á miðnætti. „Þeir
beittu snilldarbragði til þess að
snúa á höfund ormsins og komu sér
þannig hjá árásinni,“ segir Erlend-
ur S. Þorsteinsson, verkefnisstjóri
hjá Friðriki Skúlasyni ehf.
Að sögn Erlends heitir upp-
færslukerfi Microsoft mörgum
nöfnum, og var orminum beint
gegn vefsíðunni windowsupda-
te.com. Síðan sem Windows stýri-
kerfin nota sjálf við sjálfvirkar
uppfærslur er hins vegar windows-
update.microsoft.com.
„Það sem Microsoft gerði í gær
var einfaldlega það að þeir fjar-
lægðu windowsupdate.com af net-
inu,“ segir Erlendur. „Með því að
fjarlægja það brutu þeir ekki
neitt í stýrikerfum sínum. Ormur-
inn hins vegar situr núna í
einskismannslandi og finnur
hvergi vefþjónana sem hann ætl-
aði að ráðast á.“
Að sögn Erlends heldur ormur-
inn þó áfram að reyna að sýkja
fleiri tölvur, og notar til þess galla
í Windows stýrikerfinu. „Gallann
má misnota með öðrum hætti
þannig að menn ættu að fara inn á
windowsupdate.microsoft.com og
sækja sér allar uppfærslur. Þá eru
menn búnir að komast fyrir þennan
orm og aðra sem ætla að reyna að
nýta sér þetta.“ ■
VEFSÍÐA MICROSOFT
Microsoft tókst í gær að koma sér undan árás mikils fjölda tölva
sem hafa smitast af tölvuorminum MSBlast.
Microsoft lék á tölvuþrjót:
Ormur í einskismannslandi
■ Tölvur
NÝJA NÁMSMANNAKORTIÐ
Sambland af kreditkorti og gamla góða
ISIC námsmannaskírteininu.
Nýtt kreditkort
Sparisjóðsins:
Ætlað
námsfólki
NEYTENDUR Námsmenn í viðskipt-
um við Sparisjóðina um land allt
geta nú orðið sér úti um nýja teg-
und af kreditkorti. Kortið er bæði
almennt kreditkort og alþjóðlegt
stúdentaskírteini, ISIC, en það
hefur veitt námsfólki fyrir-
greiðslu víðs vegar um heiminn.
Kortið býður upp á ýmis fríð-
indi. Engin færslugjöld eru
greidd fyrir notkun þess, ferða-
tryggingar innifaldar og Einka-
klúbbskortið fylgir frítt með. ■
EBITDA: Ensk skammstöfun á
Earnings Before Interest, Tax-
es, Depreciation and Amort-
ization. Hagnaður fyrirtækis
fyrir fjármagnsliði, skatta og
afskriftir. Mælikvarði á hverju
reksturinn skilar án fjárfest-
ingar og skulda. Vísbending
um rekstrarárangur fyrirtæk-
isins og mismunandi eftir teg-
undum fyrirtækja, hversu
mikil krafa er gerð til þessar-
ar kennitölu.
Þýski orkurisinn E.ON:
240 milljarða
hagnaður
Stjórnarformaður þýska orku-fyrirtækisins E.ON var glaður í
bragði þegar hann tilkynnti af-
komutölur fyrirtækisins fyrir
fyrstu sex
mánuði árs-
ins. Fyrir-
tækið hefur
náð að auka
sölu um 49
p r ó s e n t .
Nam salan á
fyrstu sex
m á n u ð u m
alls um 2130
milljörðum
í s l e n s k r a
króna sem
er 24 millj-
arðar í evrum talið. Hagnaður fyr-
irtækisins nam um 240 milljörðum,
eða 2,7 milljörðum evra. Um 90%
hagnaðarins kemur fram grunn-
starfsemi fyrirtækisins, sem er
orkusala
Hátíð í Malasíu:
Brenna
peninga
Hin svokalla „Hátíð hinshungraða draugs“ fór fram á
meðal kínversk ættaðra Malasíu-
búa í vikunni. Einn liðurinn er að
brenna „peninga helvítis“, við
styttu af hinum svokallaða „kon-
ungi helvítis“ og víðar. Hátíð hins
hungraða draugs er haldin 14. og
15. dag sjöunda mánaðar í daga-
tali Búddatrúarmanna. Matur og
bréfpeningar er meðal þess sem
er brennt í stöflum á götuhornum
til að koma í veg fyrir að illir and-
ar komist inn í húsin og trufli
heimilishaldið með draugagangi
sínum. Samkvæmt trúnni opnast
hlið helvítis á þessum tíma og göt-
urnar fyllast af hungruðum
draugum sem leita matar og
hefnda á þeim sem fóru illa með
þá í lífinu. Peningunum er ætlað
að slökkva hefndarþorstann.
WULF BERNOTAT
Stjórnarformaður þýska
orkurisans sá ástæðu til
að brosa í tilefni af hálfs-
mánaðaruppgjöri
■ Hugtak vikunnar