Fréttablaðið - 17.08.2003, Qupperneq 14
■ Bækur
14 17. ágúst 2003 SUNNUDAGUR
Enn selur
Hillary
Öldungardeildarþingmaðurinnskeleggi og fyrrverandi
forsetafrú, Hillary
Rodham Clinton,
selur ævisögu sína
grimmt og fer víða
til að árita bókina.
Hér áritar hún og
talar við aðdáendur
sína í bókabúð í
Michigan í vikunni.
Hún skipar núna þriðja sætið á
metsölulista New York Times, eft-
ir átta vikur á lista. ■
Harry Crosby fæddist árið1898 og ólst upp í samheld-
inni fjölskyldu í Boston við íburð
og auð. Hann var ákaflega fríður
maður, fíngerður og fágaður. Í
fyrri heimsstyrjöld starfaði hann
fyrir Rauða krossinn í Frakklandi,
ók sjúkrabíl og slapp naumlega
undan sprengjuárásum. Hann
fékk heiðursmerki fyrir vasklega
framgöngu. Þegar hann sneri
heim útvegaði faðir hans honum
starf í banka. Crosby sýndi hvað
eftir annað af sér kæruleysi í
starfi og mörgum fannst ekki
traustvekjandi að eiga viðskipti
við mann sem litaði neglurnar á
sér svartar. Hann hneykslaði
broddborgara með því að taka upp
ástarsamband við gifta konu,
Polly, tveggja barna móður sem
var sex árum eldri en hann.
Hið ljúfa líf
Crosby sagði bankastarfi sínu
lausu og hélt til Parísar þar sem
hann fékk vinnu í banka. Polly
hafði fengið skilnað frá manni sín-
um og hélt til hans. Þegar hún
komst að því að hann átti aðra ást-
konu sneri hún aftur heim. Crosby
elti hana og þau giftust í New
York. Síðan héldu þau til Parísar
ásamt börnum hennar. Crosby
sagði starfi sínu við bankann
lausu og ákvað að helga líf sitt
skriftum. Hann var ekki á
flæðiskeri staddur fjárhagslega
og nú hóf hann lífstíl þar sem lát-
ið var undan öllum freistingum.
Hann borðaði ostrur og kavíar,
drakk kampavín og viskí og tók
inn kókaín og ópíum, elti fagrar
konur og klæddist dýrasta fatn-
aði. Hann lét tattóvera á milli
herðablaða sinna mynd af sól en
af einhverjum ástæðum var hann
gagntekinn af sólinni.
Ást á sólinni
Crosby erfði 10.000 bækur eft-
ir frænda sinn. Hann hóf kerfis-
bundið að lesa bækurnar en um
leið og hann hafði lokið við bók
gaf hann hana. Hann ætlaði að
halda þannig áfram þar til einung-
is væri eftir ein bók í safni hans.
Hann sökkti sér niður í hugleið-
ingar heimspekinga um sjálfs-
morð og orti ljóð. Hann las allt
sem hann komst yfir um sólina.
Hann hafði ákveðið að drepa sig á
eitri, hafði valið grafreit sinn og
pantað legstein með nafni sínu og
eiginkonu sinnar. Þau höfðu
ákveðið að deyja saman 31. októ-
ber 1942, þann dag sem jörðin
væri næst sólu. Þegar Crosby tók
þessa ákvörðun voru fimmtán ár
til þessa dags og hann lifði ekki að
sjá hann.
Árið 1927 stofnuðu Crosby og
eiginkona hans útgáfufyrirtæki í
París. Gegnum það kynntust þau
James Joyce, D.H. Lawrence,
Ernest Hemingway, James Joyce,
Ezra Pound og Hart Crane og gáfu
út verk þeirra. Á þessum tíma var
Crosby að öðlast frægð sem ljóð-
skáld.
Eldprinsessan
Crosby var mikill kvennamað-
ur. Í bréfi til móður sinnar sagði
hann: „Ég hrífst af stúlkum sem
eru mjög ungar og eru ekki farnar
að hugsa“. Ástkona hans síðustu
árin hét Jósefína, forrík og falleg
stúlka frá Boston. Hann kallaði
hana eldprinsessuna. Á heimili
Crosbys og eiginkonu hans lá
stöðugur straumur gesta og þar
voru tíðar drykkjuveislur. Crosby
var enn að dufla við dauðann.
Hann tók flugpróf og gældi við þá
hugsun að steypa vél sinni til jarð-
ar á sólríkum degi.
Ástkona hans, Jósefína, giftist
ungum manni af góðum ættum en
þau Crosby héldu þó áfram ástar-
ævintýri sínu og eyddu saman
dögum þar sem þau voru meira og
minna í ópíumvímu. Crosby sneri
alltaf aftur til eiginkonu sinnar
sem vissi vel af framhjáhaldi
hans. Einn daginn bað hann eigin-
konu sína að stökkva með sér út
um gluggann. „Við skulum mæta
sólinni saman,“ sagði hann. Eigin-
kona hans hafnaði boðinu. Til móts við sólina
Dag einn kom Crosby með Jós-
efínu í heimsókn til vinar síns.
Vinurinn yfirgaf íbúðina síðdegis
og parið varð eftir. Seinna um
kvöldið var komið að Harry Cros-
by og Jósefínu þar sem þau lágu
uppi í rúmi alklædd með skotsár á
höfði. Crosby lá með byssuna í
höndinni. Á hana var grafin mynd
af sól. Á iljum hans voru húðflúr
af sól og krossi. Crosby var þrjá-
tíu og eins árs þegar hann skaut
ástkonu sína og sjálfan sig
nokkrum klukkustundum síðar.
Síðustu orðin sem hann ritaði í
dagbók sína voru: „Maður er ekki
ástfanginn nema maður þrái að
deyja með þeim sem maður elsk-
ar. Það er einungis ein hamingja,
að elska og vera elskaður.“
Allt frá dauða Crosbys hafa
verið vangaveltur um það hvers
vegna hann fyrirfór sér. Ævisögu-
ritari hans segir: „Hann fyrirfór
sér vegna hugmyndarinnar um að
fyrirfara sér.“
kolla@frettabladid.is
Uppáhaldspersónur já... Marg-ar af hetjum barnabókanna
urðu nú hreinlega vinir manns
hér forðum daga og erfitt að gera
upp á milli þeirra. Þó finnst mér,
eftir því sem maður rifjar upp
kynni við þá síðar með afkom-
endum sínum, að Lotta í Óláta-
götu (Í nýrri þýðingum heitir það
Skarkalagata) sé einna snilldar-
legust. Alveg frábærlega upp-
dregin stelpumynd gerð af meist-
arahöndum Astrid Lindgren –
sönn og djúp, með öllu því
skemmtilega sem einkennir litlar
stelpur, en Lotta er að auki
þrjósk, sjálfsupptekin og hæfi-
lega illgjörn; þegar ástkær
bangsinn hennar finnst, eftir að
hafa týnst, bliknar gleðin yfir
endurfundunum hjá ánægjunni
yfir því að sjá Jónas bróður detta
í vatnið.
Og ekki er hægt að ganga
framhjá hetjum íslensku forn-
sagnanna, sem maður finnur æ
betur hvað eru magnaðri en flest-
ar aðrar persónur heimsbók-
menntanna fyrr og síðar; hvar
eru til hliðstæðir menn og segj-
um Egill, Grettir eða Skarphéð-
inn? Egill kannski stórbrotnastur
í öfgum sínum, snilli og hræðileg-
um brestum; umhverfið og örlög-
in gera Gretti kannski stærstan
þeirra allra, en samt er enginn
eins margslunginn og dularfullur
og Skarphéðinn Njálsson með
ógæfuna fallandi að síðum en
kaldhæðnina og eitruð svörin
– einu sinni rakst ég á mann í
amerískri bók sem mér
fannst slaga upp í Skarphéðin,
en las svo í ævisögu um höf-
undinn sem kom út tíu árum
síðar að hann hefði grúskað
mjög í íslenskum fornsögum á
yngri árum.
Einn enn: Marek sjálfboða-
liði í Góða dátanum, alter ego
höfundarins, Jaroslavs Haseks.
Marek er svo brilljant að meira
að segja Svejk verður að fella
grímu einfeldningsins; saman
spila þeir lengi með montinn lið-
þjálfa en ljúga hann á endanum
svo fullan að „jafnvel þótt lið-
þjálfinn væri fjósa-
maður í borgara-
legu lífi fór
honum að
skiljast að
það væri
verið að
g e r a
gys að
sér.“ ■
Aðdáendur hins þekkta breskarithöfundar Martin Amis hafa
bundið miklar vonir við Yellow
Dog, sem er fyrsta skáldsaga hans
í átta ár. Amis vann í fjögur ár að
bókinni en gagnrýnendur sem
hafa lesið kynningareintök eru
sagðir lítt ánægðir. Einn þeirra
sagði: „Hún er hræðileg. Þetta er
aðallega samansafn af heimsku-
legum orðaleikjum. Þeir eru úti
um allt.“
Mikla athygli vakti þegar rithöf-
undurinn Tibor Fischer veittist
harkalega að bókinni í blaðagrein.
Fischer, sem áður hefur borið lof á
bækur Amis, segir nýju bókina
vera hræðilega og ekki samboðna
hæfileikum höfundarins. Fischer
gagnrýnir útgefendur harðlega
fyrir að gefa út bækur þekktra rit-
höfunda án nokkurs tillits til gæða
verkanna. Vart þarf að taka fram
að útgefandi Amis stendur með sín-
um manni.
Yellow Dog er saga fyrirmynd-
areiginmanns sem tekur persónu-
leikabreytingum eftir að hafa orð-
ið fyrir líkamsárás. Hann verður
vondur faðir og eiginmaður og
sekkur inn í klámveröld. ■
METSÖLULISTI
EYMUNDSSONAR
Allar bækur
1. Ekið um óbyggðir. Jón G. Snæland
2. Röddin. Arnaldur Indriðason
3. Kortabók Máls og menningar.
Örn Sigurðsson ritstjóri
4. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason
5. Napóleonsskjölin.
Arnaldur Indriðason
6. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason
7. Ensk-íslensk/íslensk-ensk vasa-
orðabók. Orðabókaútgáfan
8. Ferðakortabók. Landmælingar
Íslands
9. Hálendishandbókin. Páll Ásgeir
Ásgeirsson
10. Íslenska vegahandbókin. Steindór
Steindórsson frá Hlöðum
Skáldverk
1. Röddin. Arnaldur Indriðason
2. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason
3. Napóleonsskjölin. Arnaldur
Indriðason
4. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason
5. Reisubók Guðríðar Símonardóttur.
Steinunn Jóhannesdóttir
6. Óvinafagnaður. Einar Kárason
7. Sagan um Pi. Yann Martel
8. Að moldu skaltu aftur verða.
Patricia Cornwell
9. Krýningarhátíðin. Boris Akúnín
10. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason
METSÖLULISTI BÓKABÚÐA
EYMUNDSSONAR 6. - 12. ÁGÚST
MARTIN AMIS
Rithöfundurinn Tibor Fischer veittist harka-
lega að nýjustu bók hans og kallar hana
hræðilega.
Gagnrýnendur eru óánægðir með
nýjustu bók Martin Amis:
Heimskulegir
orðaleikir
HARRY CROSBY
„Maður er ekki ástfanginn nema maður þrái að deyja með þeim sem maður elskar. Það
er einungis ein hamingja, að elska og vera elskaður,“ sagði ljóðskáldið Harry Crosby, sem
skaut sig og ástkonu sína.
EINAR KÁRASON
„Einu sinni rakst ég á mann í
amerískri bók sem mér fannst
slaga upp í Skarphéðin, en
las svo í ævisögu um
höfundinn sem kom út tíu
árum síðar að hann hefði
grúskað mjög í íslenskum
fornsögum á yngri árum.“
Einar Kárason rithöfundur segir frá uppáhaldspersónum sínum:
Magnaðar hetjur
Harry Crosby var bandarískt ljóðskáld sem náði einungis þrjátíu og eins árs aldri. Frá tuttugu og fjögurra
ára aldri hélt Crosby dagbók sem endurspeglar sterka sjálfseyðingarhvöt og þráhyggjukennda ást á sólinni.
Skáld sólarinnar
Allt frá dauða
Crosbys hafa verið
vangaveltur um það hvers
vegna Crosby fyrirfór sér.
Ævisöguritari hans segir:
„Hann fyrirfór sér vegna
hugmyndarinnar um að
fyrirfara sér.“
,,