Fréttablaðið - 17.08.2003, Síða 28

Fréttablaðið - 17.08.2003, Síða 28
28 17. ágúst 2003 SUNNUDAGUR EFSTUR Á PGA Kylfingurinn Shaun Micheel hefur leikið vel á PGA-meistaramótinu í golfi sem fram fer í New York. Hér þakkar hann áhorfendum stuðninginn eftir að hafa sett niður pútt á níundu holu í annarri umferð mótsins. Micheel var í efsta sæti eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Golf FÓTBOLTI Arnór Guðjohnsen, fyrr- verandi atvinnumaður í knatt- spyrnu, segir að leikur Chelsea við Liverpool í dag sé eitt stórt spurningarmerki. „Það hafa orðið miklar breyt- ingar hjá Chelsea og ég held að þeir þurfi ekkert endilega að bú- ast við árangri einn tveir og þrír. Engu að síður er þetta geysilega sterkt lið á pappírnum og það verður gríðarleg samkeppni á milli leikmanna.“ Arnór treystir sér ekki til að spá fyrir um úrslit í leiknum: „Ég vona bara að mínir menn í Chelsea standi sig og nái að knýja fram sigur. Það skiptir miklu máli að byrja mótið vel.“ Arnór á von á því að Arsenal, Manchester United, Liverpool og vonandi Chelsea og Newcastle verði í toppbaráttunni í ár. „Í fljótu bragði finnst mér þessi lið vera líklegust. En það er rosa- lega erfitt að spá fyrir um þetta enda er langt tímabil framund- an.“ ■ Stórleikur á Anfield Chelsea sækir Liverpool heim í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Óvíst hvort Hermann Hreiðarsson verði í leikmannahópi Charlton. FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Chelsea verða í sviðs- ljósinu í ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Lundúnarliðið mætir Liver- pool á Anfield í sannkölluðum stórleik 1. umferðar. Chelsea hefur ekki sigrað í ell- efu heimsóknum á Anfield síðan úrvalsdeildin hófst árið 1992. Lið- ið sigraði þó Liverpool 2-1 í loka- umferð síðustu leiktíðar og vann þar með kapphlaup félaganna um sæti í undankeppni Meistara- deildarinnar. Chelsea mætir til leiks með gerbreytt lið eftir stórinnkaup nýs eiganda á síðustu vikum. Aðeins sex þeirra fjórtán leikmanna sem léku gegn Liver- pool í maí síðastliðnum voru í Chelsea sem vann Zilina í Meist- ardeildinni á miðvikudag. Steven Gerrard, miðvallarleik- maður Liverpool, verður ekki með í dag þar sem hann tekur út leik- bann. Dietmar Hamann getur heldur ekki leikið vegna meiðsla. Harry Kewell þreytir væntanlega frumraun sína með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, en hann var keyptur frá Leeds fyrir þetta tímabil. Líklegt þykir að Gerard Houllier, knattspyrnustjóri liðs- ins, muni stilla upp Igor Biscan á miðsvæðinu. Erfitt er að spá fyrir um hverj- ir munu byrja inn á fyrir Chelsea, enda hefur knattspyrnustjórinn Claudio Raineri úr stórum hópi leikmanna að velja. Juan Sebasti- an Veron og Damien Duff verða þó væntanlega í byrjunarliðinu en sá síðarnefndi átti stórleik þegar liðið mætti áðurnefndu Zilina í forkeppni Meistaradeildarinnar. Viðureign Leeds og Newcastle verður að mörgu leyti fróðleg. Leeds hefur misst marga leik- menn frá síðasta tímabili, þar á meðal Lee Bowyer og Jonathan Woodgate sem verða líklega báðir í byrjunarliði Newcastle. Leik- mannahópur Leeds er ansi þunn- skipaður eftir útsöluna í sumar en auk þess geta Michael Duberry, Erik Bakke og Michael Bridges ekki leikið með. Breskir fjölmiðlar telja að Hermann Hreiðarsson verði ekki í leikmannahóp Charlton þegar liðið mætir Manchester City. Paolo Di Canio gæti hugsanlega verið í byrjunarliðinu en hann var keyptur frá West Ham fyrir skömmu. ■ EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Hefur staðið sig vel á undirbúningstímabilinu með Chelsea. Spurning er hvort hann verði í byrjunarliðinu í dag. FÓTBOLTI Fram vann ÍBV með tveimur mörkum gegn einu í úr- valsdeild karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í gær. Ágúst Gylfason kom Frömur- um yfir á 41. mínútu en Eyjamenn jöfnuðu með sjálfsmarki Ingvars Ólafssonar á 74 . mínútu. Það var síðan Andri Fannar Ottósson sem tryggði Frömurum sigur með marki á 83. mínútu. Framarar löguðu stöðu sína á botni deildarinnar með sigrinum og eiga enn ágæta möguleika á að bjarga sér frá falli. ■ Úrvalsdeild karla: Fram vann ÍBV KARLAR L U J T Stig KR 14 8 3 3 27 Fylkir 13 8 2 3 26 ÍBV 14 6 1 7 19 Grindavík 13 6 1 6 19 FH 13 5 3 5 18 Þróttur 12 6 0 6 18 KA 13 5 2 6 17 ÍA 13 4 5 4 17 Valur 14 5 1 8 16 Fram 14 4 2 8 14 ÚRSLITIN Í GÆR Fram - ÍBV 2:1 FRAMARAR Sigruðu Eyjamenn 2:1 í Laugardalnum í gær. MAKELELE EKKI TIL CHELSEA Trevor Birch, fram- kvæmdastjóri hjá Chelsea, segir að félagið hafi ekki í hyggju að semja við Claude Makelele, leikmann Real Madrid. Umboðsmaður Makelele hélt því nýverið fram að Makelele myndi semja við Chelsea á næstu dögum. HARTSON EKKI MEÐ WALES Landslið Wales hefur orðið fyrir áfalli fyrir leik sinn gegn Serbíu- Svartfjallalandi í undankeppni EM næsta miðvikudag. Fram- herjinn sterki John Hartsson, leikmaður Celtic, er meiddur og getur því ekki leikið með. ■ Fótbolti Arnór Guðjohnsen: Vona að mínir menn standi sig ARNÓR Arnór á von á að sonur sinn Eiður verði í byrjunarliði Chelsea í dag.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.