Fréttablaðið - 17.08.2003, Side 29
29SUNNUDAGUR 17. ágúst 2003
Piltalandsliðið vann
Svía á EM:
Mæta
Þjóðverjum
í úrslitum
HANDBOLTI Piltalandslið Íslands í
handbolta, skipað leikmönnum 18
ára og yngri, vann Svía 34:33 í
undanúrslitaleik Evrópumótsins
sem verður í Slóvakíu.
Leikurinn var æsispennandi
frá upphafi til enda og þurfti
framlengingu til að knýja fram
úrslitin. Arnór Atlason stóð sig
frábærlega í leiknum og skoraði
14 mörk.
Ísland mætir Þýskalandi í úr-
slitaleik mótsins í dag. ■
ÚTSALAN
ER HAFIN
Gerðu góð kaup.
Opið í dag,
sunnudag
í Hafnarstræti
og Kringlu
Veiðihornið, Hafnarstræti 5 - sími 551 6760
Veiðihornið, Síðumúla 8 - sími 568 8410
Veiðihornið, Nanoq, Kringlunni - sími 575 5122
FÓTBOLTI Kantmaðurinn knái Ryan
Giggs skoraði tvö mörk fyrir
United í leiknum, annað beint úr
aukaspyrnu í stöngina og inn. Paul
Scholes og Hollendingurinn Ruud
van Nistelrooy bættu hinum
mörkunum við.
Nýjasti liðsmaður United, hinn
átján ára gamli Ronaldo, stóð sig
vel þegar hann kom inn á í síðari
hálfleik í sínum fyrsta deildar-
leik.
Sol Campell, varnarjaxlinn í liði
Arsenal, var rekinn út af í fyrri
hálfleik þegar liðið bar sigurorð af
Everton á Highbury 2:1. Frakkarn-
ir Thierry Henry og Robert Pires
skoruðu mörk heimamanna.
Þetta var annar leikurinn í röð
þar sem leikmaður Arsenal er rek-
inn út af, en framherjinn Francis
Jeffers fékk reisupassann í leik
um Góðgerðarskjöldinn um síð-
ustu helgi. Á þeim sex leiktíðum
sem Arsene Wenger hefur stjórn-
að Arsenal hefur 51 leikmaður liðs-
ins fengið að sjá rautt spjald.
Portsmouth kom á óvart þegar
liðið vann Aston Villa með tveimur
mörkum gegn einu. Teddy Sher-
ingham og Patrik Berger, sem báð-
ir eru nýkomnir til Portsmouth,
skoruðu mörkin. Gareth Barry
skoraði mark Villa undir lok leiks-
ins.
„Þetta var frábær dagur. Sigur í
byrjun tímabilsins á heimavelli.
Hlutirnir hefðu ekki getað gengið
betur,“ sagði Harry Redknapp,
knattspyrnustjóri Portsmouth,
sem er nýliði í ensku úrvalsdeild-
inni.
Wolves, sem einnig er nýliði í
deildinni, tapaði illa fyrir Black-
burn 5:1. Þriðji nýliðinn, Leicester
City, gerði 2:2 jafntefli við Sout-
hampton eftir að hafa komist í 2:0.
Birmingham vann Tottenham
1:0. David Dunn, sem var keyptur
til liðsins fyrir metfé frá Black-
burn, skoraði sigurmarkið úr víta-
spyrnu í fyrri hálfleik.
Loks vann Fulham Middles-
brough með þremur mörkum gegn
tveimur. Japaninn Junichi Ina-
moto skoraði eitt af mörkum Ful-
ham. ■
Frábær byrjun
meistaranna
Englandsmeistarar Manchester United hófu
leiktíðina með stæl þegar þeir gjörsigruðu
Bolton með fjórum mörkum gegn engu.
UNITED
Manchester United hóf leik-
tíðina með stæl þegar liðið
gjörsigraði Bolton 4:0.
HENRY
Frakkinn Thierry Henry, leikmaður
Arsenal, fagnaði ógurlega eftir að hann
skoraði úr vítaspyrnu gegn Everton.
Arsenal vann leikinn 2:1.
FÓTBOLTI Stoke tyllti sér á topp
ensku 1. deildarinnar í knatt-
spyrnu þegar liðið bar sigurorð af
Wimbledon á heimavelli sínum,
2:1.
Wayne Thomas skoraði sigur-
mark Stoke þegar venjulegur
leiktími var útrunninn. Carl
Asaba skoraði fyrra mark Stoke
úr vítaspyrnu. Pétur Marteinsson
lék í vörn Stoke, allt þar til honum
var skipt út af fyrir Marc Good-
fellow skömmu fyrir leikslok.
Heiðar Helguson var í liði
Watford sem tapaði 1:0 fyrir Crys-
tal Palace á útivelli. Brynjar
Björn Gunnarsson var einnig í liði
Nottingham Forest sem tapaði illa
fyrir Reading, 3:0. ■
NOWITZKI
Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks,
rekur boltann áfram í leik þýska landsliðs-
ins í körfubolta gegn Tyrkjum sem háður
var í Þýskalandi á dögunum. Um vináttu-
leik var að ræða.
FÓTBOLTI Barnsley, lið Guðjóns
Þórðarssonar í ensku 2. deildinni,
gerði 2:2 jafntefli við Bour-
nemouth í gær. Bournemouth
komst yfir í tvígang en Barnsley
sýndi mikla seiglu og tókst að
jafna leikinn í bæði skiptin.
Craig Ireland skoraði fyrra
mark Barnsley og Dean Gorre
skoraði það síðara á 57. mínútu.
Barnsley er í sjöunda sæti
deildarinnar með 4 stig eftir tvo
fyrstu leikina. Luton Town er í því
efsta með 6 stig. ■
Enska 1. deildin:
Stoke City á toppinn
STOKE
Komnir á topp 1. deildarinnar ensku
með 6 stig eftir tvo leiki.
Enska 2. deildin:
Barnsley
gerði
jafntefli
BARNSLEY
Eru í sjöunda sæti ensku 2. deildarinnar eftir tvo leiki.