Fréttablaðið - 17.08.2003, Síða 32

Fréttablaðið - 17.08.2003, Síða 32
17. ágúst 2003 SUNNUDAGUR Hingað fáum við alltaf stjórn-málamenn til að segja eitt- hvað sem þeir mega ekki segja,“ segir Jón Aðalsteinn Baldvins- son, vígslubiskup á Hólum. Hin árlega Hólahátíð verður haldin í dag. Að þessu sinni er það Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra sem flytur hátíðar- ræðuna. „Þessi ræða varð mikill frétta- matur fyrir nokkrum árum með ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Síðan hafa fjölmiðlar jafnan fylgst vel með henni ár hvert.“ Tónlistin verður einnig í há- vegum höfð og Þorsteinn frá Hamri les úr verkum sínum. Séra Jón Aðalsteinn var vígð- ur vígslubiskup á Hólum í júní síðastliðnum. Hann kom þangað frá London þar sem hann hafði verið sendiráðsprestur í tuttugu ár. ■ Hátíð HÓLAR Í HJALTADAL ■ árlega hátíðin er haldin í dag með messu og hátíðarsamkomu. Umdeildar ræður HÓLAHÁTIÐ Hin árlega Hólahátíð verður haldin í dag með messu og hátíðarsamkomu. Ræðumaður fyrstu hátíðarinnar var Ólafur Ragnar Grímsson. Nú er það Þorsteinn frá Hamri sem flytur ræðu dagsins. Við höfum ekki tekið á þessumáli sérstaklega,“ segir Þórar- inn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, aðspurður um meðferð við tölvu- leikjafíkn. „Það er oft sem þessi mál bland- ast inn í aðrar fíknir. Fólk kemur hingað fyrst og fremst vegna vímu- efnavanda og spilafíknar. Þessi fíkn tengist stundum spilafíkn. Við erum ekki með til meðferðar neina hreina Cyper Space addiction.“ Þórarinn segir að undanfarin ár hafi mikið verið fjallað um tölvuleikjafíkn á ráðstefnum í Bandaríkjunum. „Fólk verður upptekið í þessum tölvum og festist þar. Sumir eru að festast út af ákveðnum ástæð- um. Þeir eru klámneytendur, þeir eru að spila eða þeir eru í leikjum. Einnig eru menn í verðbréfum og þetta tengist því oft spilafíkn.“ V a r ð a n d i meðferðarúr- ræði við fíkn- inni þurfa menn fyrst að viður- kenna að um vandamál sé að ræða: „Menn þurfa að skynja að kannski er grunnurinn að lækningu að draga úr tölvunotkun. Menn þurfa síðan að gera sér grein fyrir því hvað fær þá til að gera þetta. Því næst er vakinn áhugi fólks á öðrum hlutum. Það er hvatt til að gera eitthvað gáfu- legra við tíma sinn, fara að læra eða stunda heil- brigða frí- stundavinnu,“ segir Þórar- inn. ■ Engin meðferð við Cyper pace addiction Tölvuleikjafíkn ÞÓRARINN TYRFINGSSON ■ yfirlæknir á Vogi, segir að nokkuð hafi verið um fyrirspurnir vegna tölvu- leikjafíknar. Meðferðarúrræði eru ekki í boði eins og er.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.