Fréttablaðið - 17.08.2003, Síða 38

Fréttablaðið - 17.08.2003, Síða 38
30 17. ágúst 2003 SUNNUDAGUR ■ Bíltúrinn Ég er búinn að vera í Breiðdalalla vikuna með syni mínum,“ segir Skjöldur Sigurjónsson veit- ingamaður, en hann rekur Ölstof- una ásamt vini sínum Kormáki, en þeir ráku herrafataverslun Kor- máks og Skjaldar um árabil. Skjöldur varð þrjátíu og átta ára á dögunum en hann á þrjú börn, 12, 13 og 16 ára. Skjöldur er kvæntur Dísold Grétarsdóttur en hún vinnur hjá Eddu. Saman eiga þau svo bolabítinn Gaspar, en að sögn er hann húðlatur. Þetta var annars frábær ferð í Breiðdalinn. Mamma Skjaldar lánaði honum tjaldvagninn sinn en Skjöldur var í sveit í sjö sumur í Breiðdalnum þótt hann sé alinn upp í Breiðholtinu: „Þetta var eins og að alast upp í Murmansk. Við vorum með þeim fyrstu sem fluttum í Asparfellið, risastóru gráu blokkina sem reis upp úr malarveginum. Það var æðislegt að vera krakki þarna og mjög skapandi að leika sér í þessu hverfi,“ segir Skjöldur, en þvílík var stemningin þarna að rithöf- undar og listamenn hafa margir sprottið upp úr þessum harða jarðvegi. Meðal annarra Sjón, sem var góður vinur Skjaldar þeg- ar þeir ólust þarna upp saman. Þessa dagana hvílir mögulegt reykleysi á börum svolítið á honum, en hann rekur bar svo málið er honum skylt: „Ég skil ekki af hverju reyklausir opna ekki bara sinn eigin bar ef þetta er þeim svona mikilvægt,“ segir Skjöldur. „Það er sársaukalaust af minni hálfu. Ég myndi ekki reykja þar. En ann- að fólk getur ekki tekið ákvarðan- ir fyrir okkur.“ Enda má nú minna á það að Skjöldur og vinur hans Kormákur eiga sinn bar og ættu því að geta leyft reykingar, vilji þeir það. „Ég er samt ekkert að mæla reykingum bót. Ég reyki og vildi gjarnan hætta, en svona nasista- aðferðir sem verið er að ræða um er tóm þvæla,“ segir Skjöldur og er rokinn. ■ Persónan SKJÖLDUR SIGURJÓNSSON ■ er veitingamaður og kvíðir því framtíð hreinsana. Hann ólst upp í Breiðholti og fór í sveit í Breiðdalinn. Hann á börn, hund og jeppa. Imbakassinn Fréttiraf fólki Eins og að alast upp í Murmansk Ínýjasta tölublaði Birtu vaktiathygli frásögn Árna Snæv- arrs, frétta- manns á Stöð 2, þar sem hann greindi frá furðulegu rifrildi sem átti sér stað í umræðuþætti fyrir kosning- arnar árið 1995. Þá rifust þeir Halldór Ásgrímsson og Árni Snævarr eins og tveir smá- krakkar um það í hvaða sæti þeir ættu að sitja. Vonandi hafa þeir félagar fullorðnast eitthvað síðan þá. Vegna alls þessa með Skatt-inn og Skífuna þá hafa tón- listarunnendur upplifað tafir á útgáfu nýrrar erlendrar tónlist- ar hér á landi. Það er jafnvel talað um að tafirnar séu um vika. Að Íslendingar, sem stæra sig af því að vera fremstir og bestir þegar það kemur að dæg- urtónlist, þurfi að bíða viku lengur en aðrir bara af því að Tollstjórinn treystir Skífunni ekki 100%. Margir hörðustu að- dáenda alls þess nýjasta og flot- tasta eru súrir. Nautakjöt beint frá bónda Til sölu 1 flokks nautakjöt úrbeinað og flokkað hakk, gullas og steikur 870 kr/kg beinlaust Selt í heilum hálfum og 1/4 hluta skrokk. Hentar bæði heimilum og fyrirtækjum. Upplýsingar í símum 487-8932 og 861-1757 Sigurlaug og Óli -Nýjabæ Ég fór á Hólmavík að spilameð hljómsveitinni Hljómar í Bragganum þar sem ég hafði ekki komið í ég veit ekki hvað mörg ár,“ segir Rúnar Júlíusson, tónlistarmaður, um helgarbíltúr- inn sinn. „Síðan fór ég á Hvol í töðugjöldin með sömu hljóm- sveit. Þetta var bíltúrinn hjá mér þessa helgina.“ ■ Lausn Lárétt: 1hálmur, 7áreiti,8riss,9sn,10 sei,12kalinn,14rekka,17akkorð. Lóðrétt: 1hárskera,2árina,3les,4 missi,5ut,6rifin,11endar, 13 lakk,15 ek,16ko. Sunnudagssteik með fjölskyld-unni er siður samvafinn mínu lífi,“ segir Edda Björgvinsdóttir leikkona ákveðið. „Ég er alin upp við sunnudagssteik. Stórfjölskyld- an fór alla mína barnæsku hvern sunnudag til ömmu á Hóli, eins og við kölluðum hana því bærinn hét Staðarhóll, og átum heilu lömbin, hrygg, læri eða bæði. Amma var góð í þessu og paran var alltaf stökk og góð. Þeirri list hef ég enn ekki vald yfir. Systkini mömmu mættu venjulega öll og þetta voru skemmtilegar samkomur.“ Unglingsárin breyttu hins vegar steikartilveru Eddu mikið. „Svo varð maður þessi últramega mót- mælendahippi sem engar hefðir sá nema að fyllast viðurstyggð. Þá datt sunnudagssteikin alveg út, fannst ekkert hallærislegra. Svo er þetta núna runnið af mér og sunnu- dagssteikin var bara að snúa aftur inn á borð til mín fyrir kannski einu eða tveimur árum. Núna er ég sú sem stend við pottana og elda ofan í mín börn, keðjuverkun í gangi. Helsta breytingin er kannski sú að sunnudagssteikurnar mínar eru annað hvort á föstudags- eða laugardagskvöldum.“ Edda er hrifnari af hryggnum en lærinu, en eldar samt oftar það síðarnefnda. „Já, hryggur- inn er betri þegar vel tekst til með pöru eins og hjá ömmu. Meinið er að mínir hryggir verða því miður allir linir og skvabblegir að ofan, dálítið piruð á því. Lærið er þá bara skotheldara dæmi.“ Meðlætið hjá ömmu á Hóli var aðallega bara gamla góða Ora framleiðslan. „Nokkuð klassískt, grænar baunir, rauð- kál, brún sósa og kartöflur. Svo bættust að vísu við gular baunir og asíur með tímanum. En núna er þetta aðeins ferskara.“ Edda er um þessar mundir á leiðinni heim til Reykjavíkur eftir sumar í sveitinni til að leika í farsanum „Allir á svið“ í þjóðleikhúsinu, og að æfa leikritið „Cooking with Elvis“. ■ Brosið Þessi piltur sló í gegn er hann lék í bíó-mynd um yfirskilvitlega hluti. Barnsleg- ur sjarmi hans gæti þó verið að dvína því unglingsárin taka nú við. Fallegt brosið, sem ber vott um einlægni og sakleysi, svíkur þó engan. Hver á brosið? (Haley Joel Osmond) SKJÖLDUR SIGURJÓNSSON Annar eigandi Ölstofunar segir þær reyk- ingabarráttu reyklausra vera tóma þvælu og biður reyklausa vinsamlegast um að opna eigin bar. 1 6 7 9 10 11 13 15 14 12 2 3 4 5 8 Lárétt: 1 kornstrá, 7 erting, 8 krass, 9 höfuðáttir, 10 uss, 12 kaldur, 14 diskagrindur, 17 hraðvinna. Lóðrétt: 1 iðnaðarmann, 2 verkfærið, 3 tínir, 4 tapi, 5 sk.st., 6 tætt, 11 lýkur, 13 málning- arefni, 15 keyri, 16 rothögg ( enska). Æi, þetta segirðu við þær allar! Nei! Þetta er satt. Þú ert ábyggilega sú slímugasta sem ég hef séð! EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR Leikur bráðlega í leikriti þar sem eldað er af þráhyggju ofan í Elvis eftirhermu Sunnudagssteik á föstudagskvöldi Sunnudagssteikin EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR ■ leikkona ólst upp við sunnudagssteik- ur frá fyrstu tíð, en afneitaði þeim á ung- lingsárunum. Hefur þó siðinn í sátt upp síðustu ár. Eina vandamálið er paran sem neitar að harðna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.