Fréttablaðið - 17.08.2003, Síða 39

Fréttablaðið - 17.08.2003, Síða 39
Fréttiraf fólki SUNNUDAGUR 17. ágúst 2003 ■ Leiðrétting Bensínið hefur hvorki lækkað né hefur nokk- ur verið látinn sæta ábyrgð. Ekki láta það hvarla að þér að hlutirnir breytist. Heilsurækt Hreyfigreiningar verður með opið hús í dag sunnudag frá kl. 13.00 til 17.00. Við hvetjum alla til þess að koma og skoða það sem í boði er: sunnudag, kl. 13-17 Opið hús í dag Námskeið um lífsstíl Opnir og lokaðir tímar Góður tækjasalur Einkaþjálfun Sjúkraþjálfun Okkar þekking – þinn árangur Árskort 2 fyrir 1 Tilboð stendur aðeins í dag til kl. 17.00. Tilboð dagsins Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða ómótstæðilegt tækifæri til að upplifa haustið á draumastöðum á Ítalíu og í Austurríki. Þrjár nætur við hið undurfagra Gardavatn, 3 nætur í draumabænum Seefeld í Tíról og ein nótt nálægt Bologna á Ítalíu. Kynnisferðir um heillandi umhverfið eru í boði, m.a. til Þýskalands, eða möguleiki á gönguferðum, útivist eða afslöppun, allt eftir þörfum hvers og eins. Gisting á góðum hótelum, hálft fæði allan tímann, góðar rútur og fararstjórn þaulreynds fararstjóra Heimsferða ætti að tryggja frábæra ferð. Munið Mastercard ferðaávísunina Haustævintýri í Ölpunum Gardavatn- Austurríki - Þýskaland frá kr. 79.950 16.-23. september Verð kr. 79.950 M.v. 2 í herbergi með hálfu fæði. Aukagjald fyrir einbýli kr. 11,500. Innifalið: Flug, flugvallaskattar, 7 gistinætur á góðum 3-4* hótelum með morgunmat og kvöldverði, rútuferðir eins og í áætlun og íslensk fararstjórn. Ekki innifalið: Kynnisferðir, aðgangseyrir og forfallargjald kr. 1,800 (valkvætt). Foreldrar - Elskum börnin okkar Veist þú hvað unglingurinn þinn ætlar að gera um helgina? Dr. Gunni segir frá því á vef-síðu sinni, this.is/drgunni, að hann sé ofsóttur af fólki sem heldur mikið upp á BBC í útvarpinu en stöð Doktorsins og Sigurjóns Kjartans- sonar tekur yfir tíðni útsendinga BBC, 90,9, í næstu viku. Það er beðið með mikilli eftir- væntingu eftir að stöðin fari í loftið enda þeir Dr. Gunni og Sigurjón Kjartans- son þekktir fyrir ákveðinn frumleika og mjög mikil skemmti- legheit. Ekki er enn vitað hver tekurvið af Þorsteini J. í Viltu vinna milljón. Það má samt telj- ast ólíklegt að um þungavigtar- manneskju sé að ræða því fáir eru í jafn mikilli þungavigt og Þorsteinn J. Hitt má teljast víst að erfitt verð- ur fyrir yfir- menn Stöðvar 2 að fylla upp í það skarð sem hefur myndast og í raun með ólíkindum að Þorsteinn sé á förum, eða það finnst flestum. Það er þó aldrei að vita, en á næstunni verður ákveðið hver tekur við af Þorsteini. Ófremdar- ástand á Kringlusafni KVÖRTUN Mikið ófremdarástand hefur ríkt undanfarið á Kringlu- safni en það er bókasafn. Kvartan- irnar sem hafa borist eru fyrst og fremst yfir aðstæðum á safninu í hitunum undan- farið. Það er vart líft í gluggasal safnsins þegar sólin skín. Einnig hafa borist há- værar kvartanir vegna göngubrú- ar yfir gesta- hluta safnsins því þar taka óprúttnir ung- lingar sér stund- um stöðu og í tvígang í vikunni fengu saklausir bókasafnsgesti yfir sig vatn í öðru tilvikinu og kók í hinu. Vitni segja það hafa verið fullorðinn mann sem fékk yfir sig kókglasið en það hefur verið stórt glas, því starfs- fólk safnsins þurfti að aðstoða manninn við að þrífa klístrið af sér. En þrátt fyrir hjálpsemi starfs- fólksins, vildi það ekki tjá sig um málið að svo stöddu. ■ Þetta er kannski ekki mestspennandi vika ársins og þó, því ég er að búa mig undir nýja vinnu,“ segir Þorfinnur Ómars- son, fjölmiðlamaður og fyrrver- andi forstöðumaður Kvikmynda- sjóðs, um vikuna fram undan. Hann vill ekki gefa upp hvaða vinna þetta er, segir annarra að ákveða hvenær það verði til- kynnt. „Annars er margt annað í gangi og ég verð væntanlega að vinna á fleiri vígstöðum næstu mánuði, verð ekki í 150 prósent starfi eins og ég var síðast, held- ur í þrisvar sinnum 50 prósent störfum.“ Þorfinnur er umsjónarmaður Vikulokanna, hins vinsæla laug- ardagsþáttar Rásar tvö og segist ekki vita betur en hann verði þar áfram enda rekist það starf ekki á við þau sem framundan eru. Hann segist vera með lang- tímaverkefni í hugmyndavinnslu og muni í næstu viku eiga fundi með ýmsum aðilum um hluti sem gætu orðið að veruleika á næstu misserum. Hann vill ekki tjá sig nánar um þetta en segir málið tengjast kvikmyndabransanum. „Það hefur ýmislegt verið að gerjast í kollinum á mér síðustu mánuði og það gæti skýrst í næstu viku hvort hugmyndir mín- ar fá hljómgrunn eða ekki. En þetta eru verkefni sem gæti tekið tvö ár að hrinda í framkvæmd og maður gerir með öðru. Ég vil ekki ræða þetta nánar því málið er á kynningar- og fjármögnunarstigi en eitt verkefnið gæti orðið mjög stórt á alþjóðlegan mælikvarða. Þannig að kannski var bara kol- rangt hjá mér að segja í byrjun þessa spjalls að þetta yrði óspennandi vika.“ Þorfinnur eyðir vikunni í bænum en seinni part vikunnar á sonur hans að spila í fimmta flokki fótbolta fyrir Fram, en lið hans er komið í úrslitakeppnina í Íslandsmótinu. Þorfinnur segist að sjálfsögðu mæta á völlinn. ■ Hættur að keyra á álagstímum Vikan framundan ÞORFINNUR ÓMARSSON ■ er að búa sig undir starf á nýjum vinnustað og er með langtímaverkefni í hugmyndavinnslu sem tengist kvikmyndabransanum. ÞORFINNUR ÓMARSSON Það eru greinilega mörg spennandi verkefni framundan en Þorfinnur vill ekki tjá sig í smáatriðum um hvers eðlis þau eru. Býr sig undir nýja vinnu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T KRINGLAN Göngubrú yfir bókasafni Kringlunnar hefur valdið lestrahestum leiðindum. Þetta er orðið svo slæmt að éger hreinlega hættur að keyra á þessum álagstímum, á daginn, og keyri eingöngu á nóttunni,“ segir Gunnar Theódórsson leigubíl- stjóri um umferðarhnútana sem myndast í Reykjavík á háannatím- um. „Verst er þetta við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar. En það er annars bara yfir höfuð hræðilegt að keyra neð- an úr Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi og Breiðholti og Grafar- vogi. Svo eru almenningssamgöng- ur hérna gjörsamlega lamaðar.“ Margir leigubílstjórar eru líka sammála því að það sé frumskóg- arlögmálið sem ráði ferðinni í um- ferðinni. Gunnar kannast við að hafa komið erlendis frá og reyni þá, svona fyrstu vikuna eftir heim- komu, að vera siðmenntaður, en eftir vikuna er hann hættur því og gerir bara eins og allir hinir því annars komist hann ekkert áfram. „Það er alltof þröngt á götunum hérna í bænum. Borgaryfirvöld skortir alla framsýni. Það er hrein- lega eins og okkur sé fyrirmunað að horfa fram í tímann,“ segir Gunnar sem vonast innilega til þess að fyrirhyggja ráði ríkjum í framtíðinni. ■ Umferð GUNNAR THEÓDÓRSSON ■ leigubílstjóri er hættur að keyra á dag- inn, yfir háannatímann, og farinn að keyra á kvöldin og nóttinni af því að hann þolir hreinlega ekki allar umferðarteppurnar. GUNNAR TEHÓDÓRSSON Leigubílstjórar margir sammála um að frumskógarlögmálið gildi í umferð í Reykjavík.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.