Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2003, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 27.08.2003, Qupperneq 13
13MIÐVIKUDAGUR 27. ágúst 2003 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 21 92 8 0 8/ 20 02 VIÐ ERUM Á HM Í FRJÁLSUM - Í BOÐI TOYOTA Toyota er aðalstyrktaraðili HM í frjálsum íþróttum sem nú fer fram í París. Af því tilefni var Toyota með getraunaleik á Netinu þar sem áhugasamir gátu giskað á hver ynni Gullpottinn, en það var hlaupadrottningin Maria Mutola frá Mozambique. Verðlaun voru ferð á HM í París. Dregið var úr réttum svörum og hinir ljónheppnu vinningshafar sjást hér að ofan. Vinningshafarnir eru Helgi Pálsson, Sigurður Hálfdanarson og þau systkini Vala og Sölvi Guðmundarbörn. Við óskum þeim innilega til hamingju og góðrar skemmtunar á HM í París. Áfram Ísland! www.toyota.is Marga rekur í rogastans þegarverðmæti stangveiðiíþrótt- arinnar ber á góma. Verðmæti einstakra veiðiáa hleypur á hundruðum milljóna króna. Leigusamningar milli bænda og veiðifélaga geta talið á fjórða hundrað milljóna íslenskra króna fyrir einstakar ár á 10 ára tíma- bili. Erlendir veiðimenn bera þennan kostnað uppi. Árlega mæta hundruð, jafnvel þúsundir, efnaðra manna til veiða, hver í sinni eftirlætisá. Margfeldisáhrif- in eru óneitanlega mikil. Flugfé- lög, bílaleigur, sérverslanir með veiðivörur, veitingaiðnaðurinn og ótal fleiri þjónustufyrirtæki njóta góðs af þessum eftirsóttu ferða- mönnum. Laxveiðiár á Íslandi eru á annað hundrað. Silungsveiðiár- og vötn eru í þúsundatali. Ísland er og hefur verið einstakur kostur fyrir áhugamenn um stangveiðar. Íslensk stangveiði er margra milljóna virði. Laxeldi - hætta Á fjörðum fyrir austan land hefur sjókvíaeldi á laxi litið dags- ins ljós. Laxaseiði með norskum erfðavísum eiga að bera eldi uppi. Hættan er augljós. Sjókvíum staf- ar hætta af íslensku veðurfari, geta laskast þegar mikið blæs. Eldislax af norskum uppruna sleppur úr kvíunum og leitar að fersku vatni – íslenskum veiðiám. Blöndun ólíkra laxastofna í ís- lenskum ám getur haft ófyrirsjá- anlegar afleiðingar. Milljarðatekj- ur af ferðamannaiðnaði, lifibrauð hundruða, jafnvel þúsunda Ís- lendinga er stofnað í hættu á alt- ari nýrra hagsmuna sægreifanna. Metralög af skít Hugsum nokkur ár fram í tím- ann. Laxeldið hefur fengið að þró- ast. Hagsmunaárekstrar milli lax- eldisbænda og íslensks ferða- mannaiðnaðar hafa ekki framhjá neinum farið. Stangveiðiiðnaður- inn stendur á heljarþröm. Erlend- ir veiðimenn hafa kvatt, koma ekki lengur og tekjutapið er al- gjört. Hundruð ársverka hafa far- ið í súginn. Í staðinn eru komnir nokkrir Pólverjar til að pakka laxi, allt er meira og minna vél- vætt. Íslenskir firðir geyma metralög af skít en slík hefur þró- unin verið í norskum fjörðum. Úr- gangur þúsunda tonna af laxi hef- ur lagst jafnt og þétt yfir botn fjarðanna. Koltvísýringurinn hef- ur drepið niður allan botngróður. Eyðilendur neðansjávar eru orðn- ar að veruleika. Tímaskekkja Heimsframleiðslan á laxi hef- ur margfaldast á undanförnum árum. Yfir milljón tonnum af laxi er nú slátrað árlega. Verð á laxa- afurðum hefur hríðfallið. Þorsk- urinn er orðinn dýrari en laxinn. Laxabændur í Noregi, Chile, Skotlandi, Færeyjum og víðar eru að tapa miklum peningum, alls staðar er grátið. Af hverju þessa slæma fjár- festing? Því skyldu íslenskir útgerðar- menn sjá hag í að fjárfesta í iðn- aði sem skilar slæmri afkomu? Það er einkum tvennt sem kemur til greina. Annars vegar sú fyrir- hyggja að eigna sér firðina fyrir framtíðareldi á saltvatnsfiskum sbr. þorski, hvítlúðu og hlýra. Stórvaxnar kvíar, festingar og starfsleyfi einkavinanna munu tryggja viðveru sömu fyrirtækja í þessum dýrmætu fjörðum um ókomna tíð. Eignarhald sægreif- anna yfir fjörðum getur í óbreyttu stjórnarfari orðið að veruleika rétt eins og afnotaréttur þeirra sömu yfir fiskimiðum okkar Ís- lendinga. Hins vegar er mögulegt að tryggja eigi lágmarkseldi fyrir neyslu á heimsmarkaði sem í raun greiðir nokkuð hátt verð fyrir laxaafurðir í samanburði við aðr- ar þjóðir. Einnig getur flutningur á ferskum laxi til Bandaríkjanna komið til greina en þar mun lax- inn keppa við ódýrar laxaafurðir Chilebænda. Hvað er til ráða? Leggjum laxeldið af. Það er skammt á veg komið, skilar ekki arði og örfáir einstaklingar hafa starfað við það. Hinir sömu geta nýst við eldi saltvatnsfiska. Hlú- um að ferðamannaiðnaði með því að taka mið af arðsemi stangveið- innar. Viðhöldum hreinleika villtra íslenskra laxfiska. Opin- berir embættismenn verða að beisla hagnaðarvonina í almanna- þágu. Leiguréttur eða afnotagjald skal vera af ákjósanlegum fjörð- um er nýtast munu til fiskeldis á saltvatnsfiskum í framtíðinni. Gjafastefna íslenskra stjórnvalda verður að taka enda. ■ Umræðan GUNNAR ÖRLYGSSON ALÞINGISMAÐUR ■ skrifar um laxeldi á Íslandi. NORÐFJARÐARHÖFN Síldarvinnslan á Neskaupstað hefur síðan síðastliðið haust flutt fisk til Norðfjarðar í sláturhús á vegum félagsins sem hugsað er sem aðalsláturhúsið fyrir laxeldi í Mjóa- firði, Reyðarfirði og víðar. Fyrir skemmstu varð slys sem olli því að þúsundir laxa sluppu. Laxeldi eða laxveiði? LJ Ó SM YN D /W W W .L O C AL .IS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.