Fréttablaðið - 27.08.2003, Page 16
Framhaldsskólarnir eru að byrja:
Rafmögnuð stemning
í Kvennaskólanum
nám o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur námi
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: nam@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is.
Almanakið segir okkur að það sé aðkoma haust og þá hefst starfið
innan framhaldsskólanna á nýjan
leik. Stemningin í Kvennaskólanum
er rafmögnuð þessa dagana. Sumir
eru pínulítið smeykir við að hefja
nám í nýjum skóla meðan aðrir eru
kokhraustir og fullir tilhlökkunar
yfir komandi vetri. Eitt er þó víst að
ófáa blýanta þarf að ydda á næstu
mánuðum og að skruddurnar þarf að
opna. ■
GEIR HERBERT GEIRSSON
Segir Kvennó vera alveg æðislegan skóla.
Skemmtilegra
að vera í skóla
Geir Herbert Geirsson er að hefjanám á öðru ári í Kvennó. Hann
hlakkar mikið til komandi skólaárs.
„Þetta verður alveg frábært því
þetta er æðislegur skóli.“ Geir finnst
skemmtilegra að vera í skóla en
vinnu á sumrin. „Það er miklu meira
félagslíf og meira að gerast.“ Hann
er ekki í vafa um að hann ætli að
standa sig betur í skólanum í ár en í
fyrra. „Mikið, mikið betur, það er al-
veg bókað mál.“ ■
ODDNÝ SILJA HERDÍSARDÓTTIR
Var að hefja nám í Kvennaskólanum í vikunni.
Líst betur á kennara þar en í gamla skólanum.
Mikil vinna
fram undan
Oddný Silja Herdísardóttir var aðhefja nám í Kvennaskólanum í
vikunni. „Mér líst bara ágætlega á
þetta. Ég kom í skólakynningu hingað
fyrir hálfu ári og leist vel á og ákvað
þá að koma hingað.“ Oddný segist svo-
lítið kvíða fyrir að hefja nám í fram-
haldsskóla þar sem námið verði
strangara. „Ég held að þetta verði
mikill vinna,“ segir hún en bætir við
að sér lítist vel á nýja bekkinn sinn.
„Mér líst líka mjög vel á kennarana,
miklu betur en í gamla skólanum.
Þetta verður ábyggilega erfitt en samt
rosalega gaman.“ ■
WIN ABBELOOS
Belgískur skiptinemi sem ætlar að
læra íslensku í vetur.
Valdi skólann
ekki sjálfur
Win Abbeloos er skiptinemi fráBelgíu. Gistifjölskyldan sem
hann dvelur hjá hvatti hann til að
fara í Kvennaskólann. „Ég valdi
skólann ekki sjálfur en mér líst vel á
hann. Ég hef verið hér á landi frá því
á föstudaginn í síðustu viku og ætla
að vera út skólaárið. Skólinn er mjög
ólíkur því sem ég á að venjast í
Belgíu en kennararnir eru fínir. Hér
er aðeins kennt á íslensku og því
verð ég að læra tungumálið eins
fljótt og auðið er. Það verður erfitt
en ég ætti að kunna það undir lok
dvalarinnar á Íslandi.“ ■
HLYNUR VALSSON
Segir að það sé gaman að hitta krakkana aftur.
Toppa árið
í fyrra
Hlynur Valsson er að hefja annaðnámsárið sitt í Kvennaskólanum
og það leggst vel í hann að byrja aft-
ur í skólanum þrátt fyrir að sumar-
vinnan hafi verið skemmtilegt. „Ég
er bara sáttur við þetta og það er
gaman að hitta krakkana. Ég ætla að
leggja mig meira fram í ár og toppa
árið í fyrra.“ ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T