Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 27. ágúst 2003 27 GILLAN Ian Gillan, söngvari hljómsveitarinnar goðsagnakenndu Deep Purple, var í miklu stuði á tónleikum sem haldnir voru í Berlín á dögunum. Sveitin hefur tónleikaferð sína um Þýska- land þann 31. október til að kynna nýjustu plötu sína, „Bananas“. AP /M YN D Sjónvarpsbransinn á Íslandi hef-ur verið í ákveðinni naflaskoð- un undanfarið og miklar breyting- ar yfirvofandi í haust. En engum hefur dottið í hug að fara að dæmi Taílendinga og nýta fanga í fang- elsum landsins til að búa til sjón- varpsefni eins og Bang Kwang fangelsið byrjar að senda út 5. september næstkomandi. Dagskrá stöðvarinnar, sem skammstafast BKPTV, verður með hefðbundari hætti. Þarna verða sagðar fréttir og búnir til skemmtiættir. Það verða líka beinar útsendingar frá umræðum innan fangelsismúra en enn sem komið er fá fáir aðgang að sjónvarpsstöðinni því fyrst og fremst er hugsunin með stöðinni sú að róa þá fanga niður sem eiga að dvelja 30 ár eða lengur innan múrana. „Við munum velja myndarlega og góða fanga til að vera kynnar á stöðinni,“ segir Somboon Madtramu yfirfangavörður en stöðin hefur gert samning við kap- alstöðvar á Taílandi um að sjá þeim fyrir uppfyllingarefni á milli þátta fanganna. Það er spurning hvað þeir segðu á Kvíabryggju ef fangelisyfirvöld styngju upp á svona löguðu. ■ FANGAR Ætli sjónvarpsstöðvar fanga séu framtíðin? Alla vega fínt útspil í sjónvarpsflóru heimsins. Fangar með sjón- varpsstöð Skrýtnafréttin Fréttiraf fólki Britney Spears, Madonna ogJennifer Lopez eru nú að und- irbúa að koma fram saman á MTV Video verð- launahátíðinni í næstu viku. Óstaðfestar fregnir herma að þær ætli að taka Madonnulagið „Like a Virgin“. Madonna bauð Britney og Jennifer í 45 ára af- mælisveislu sína sem hún hélt á laugardaginn síðasta. Leikarinn Hugh Jackman, semleikur Wolverine í X-manna myndunum, ætlar sér svo sannar- lega að standa sig í aðalhlutverki söngleikjarins „The Boy from Oz“ sem verður frum- sýndur á Broadway bráðlega. Aðalper- sónan leikur á pí- anó og hefur Jack- man sett sér það takmark að læra almennilega á hljóðfærið fyrir frumsýningardaginn. Geri aðrir betur. Lögreglan í Atlanta vill enn ekkitjá sig um hvernig Bobby Brown, maður Whitney Houston, gerðist brotlegur við skilorð sitt en um helgina gisti hann fanga- geymslur lög- reglu. Var hann handtekinn þar sem hann var í bænum að snæða á flottasta veit- ingastað borgarinnar og sagt er að lögreglan hafi fengið nafn- lausa ábendingu og rokið til og handtekið hann. Whitney Houston fór því ein heim það kvöldið. Stundum er sagt að sönn ástkosti ekki neitt en eflaust er það bara í söngvum um ástina en ekki þegar átt er við Jennifer Lopez og Ben Affleck. Trúlofunin hefur kostað hundruð millj- óna. Bara hringirnir voru tæpar 300, húsið er eitthvað um milljarð og Bentley-inn 25 milljónir. Svo ekki sé minnst á litla Ferrari-inn sem þau keyptu á dögunum en hann kostaði litlar 20 milljónir íslenskra króna. Frú Beckham, Victoria úr SpiceGirls, er nú orðin 29 ára og svolítið þreytt á því að standa í skugganum á manninum sínum og ætlar að taka til hendinni og gera 6 viðtals- þætti. Í þeim ætlar hún að ræða við frægt fólk og er hún þegar farin að æfa sig á vini sínum Elton John en efst á óskalista yfir viðmælendur er Barbra Streisand.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.