Fréttablaðið - 27.08.2003, Page 32

Fréttablaðið - 27.08.2003, Page 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar SIGURJÓNS M. EGILSSONAR Enn og aftur lék veðrið við okkur.Ég fékk mér spássitúr um mið- borgina. Þó klukkan væri aðeins rúmlega níu að morgni var nokkuð af fólki á ferli. Hafði ekki gengið lengi þegar ég mætti KR-ingi sem var eitt bros og dáldið mont. Ekki af ástæðulausu. Hans lið efst á Íslands- mótinu og allt lék í lyndi. Átti ekki orð um ágæti leikmanna og það vant- aði eitt að ef Arnar og Bjarki væru þrír en ekki tveir yrði KR sennilega heimsmeistari ef ekki eitthvað enn meira. Meðan ég hlustaði hugsaði ég til þess að maðurinn réði engu um að hann er KR-ingur. Hann bara er það. EIRÐARLAUS ÞINGMAÐUR gekk milli listaverka á Austurvelli. Ljóst að hann var stefnulaus, enda búinn að vera í sumarfríi mánuðum saman og á eftir að vera í sumarfríi lengi enn. Skrítið starf. Meira í fríi en í vinnu. Nú eru heyannir á Al- þingi og styttist í sláturtíð og að henni lokinni geta lögfræðingarnir og hinir mætt í þá vinnu sem þeir voru kjörnir til. Eirðarlausi þing- maðurinn réði engu um að sumarfrí á Alþingi er lengra en annars staðar. Kannski vill hann ekki vera í fríi. Hann bara er það. ÁSTFANGIÐ PAR gekk eftir Aust- urstræti. Þau leiddust og á svipnum mátti ráða að þeim leið vel. Þau höfðu greinilega reynslu af ástinni, bæði komin yfir miðjan aldur. Sumir eru lánsamir að geta elskað og verið elskuð. Aðrir fara á mis við annað og enn aðrir við hvort tveggja. Fólk ræður ekki hvort það er ástfangið. Það bara er það – eða ekki. SPRÆNANDI KONA kraup á tröppur Héraðsdóms og mé. Ljótt að sjá. Hún var drukkin blessunin og tókst ekki betur til en svo að hún sprændi ekki bara á tröppurnar, líka á buxurnar og sjálfa sig. Henni var um megn að hysja upp um sig blautar buxurnar. Nakin frá nafla niður á hné gekk hún óstyrkum fótum burt frá hlandpollinum. Við hin horfðum á. Hver hugsaði sitt. Veit ekki hvað aðr- ir hugsuðu. Ég hugsaði með mér; hún vill ekki vera svona, hún bara er það. Fólkið í Reykjavík

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.