Fréttablaðið - 17.09.2003, Síða 8

Fréttablaðið - 17.09.2003, Síða 8
8 17. september 2003 MIÐVIKUDAGUR Síld og rækja: Kvóti fellur niður ónýttur SJÁVARÚTVEGUR Stór hluti af síldar- og úthafsrækjukvóta síðasta árs fellur niður ónotaður þar sem veiði þessara tegunda var umtalsvert minni en úthlutaður kvóti. Hluta óveidds kvóta má flytja milli fisk- veiðiára en ónýttar heimildir voru talsvert meiri en flytja má milli ára. Munur á öðrum tegundum var innan þessara marka. Veiði á sumargotssíld var 34.000 tonnum minni en úthlutaður kvóti. Af úthafsrækju veiddust ekki nema tveir þriðju af úthlutuðum kvóta, 24.000 tonn, en 12.000 tonn sátu eft- ir. Veitt var umfram kvóta í einni tegund, það er í karfa, þar sem kvóti nam 64.000 tonnum en veiði fór 460 tonnum fram úr því. ■ Fjárnám óhaggað í Handsalsmálinu Kröfu Guðmundar Franklín Jónssonar kaupsýslumanns um ógildingu á 143 milljóna króna fjár- námi var hafnað í héraðsdómi. Lífeyrissjóður Austurlands lánaði Guðmundi 88 milljónir til að kaupa dauðvona verðbréfafyrirtækið Handsal með veð í félaginu sjálfu og gjaldfelldi skuldina er Handsal komst í þrot. DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hafnaði kröfu Guðmundar Franklíns Jónssonar kaupsýslu- manns um ógildingu fjárnáms sem sýslumað- urinn í Reykja- víkur gerði hjá honum að beiðni L í feyr iss jóðs Austurlands. Guðmundur Franklín fékk 88 milljónir króna að láni hjá Lífeyris- sjóði Austurlands (LA) til að eignast verðbréfafyrirtækið Handsal. Hlutabréfin í Handsali voru sett að veði fyrir níu skulda- bréfum sem gefin voru út fyrir lánið. Fyrsta greiðsla af bréfun- um átti að vera á árinu 2005. LA taldi hins vegar að veðið væri ónýtt eftir að Handsal, sem þá hét Burnham International, var svipt starfsleyfi og tekið til gjaldþrotaskipta. Þess vegna væri skuldin gjaldfelld. Í mars í ár krafðist LA og fékk fjárnám hjá Guðmundi Franklín til tryggingar 143 milljónum króna, auk vaxta og kostnaðar. Fjárnámið var talið nægja til tryggingar 22 milljónum króna af kröfunni. Af hálfu Guðmundar Frank- líns var því haldið fram fyrir hér- aðsdómi að LA hafi verið óheim- ilt að gjaldfella skuldina. Ekki hafi verið hægt að segja að veðið í Handsali hafi rýrnað því LA hafi frá byrjun verið ljóst að það væri einskis virði. Handsal hafi ekki fullnægt skilyrðum laga um verðbréfaskipti þegar skulda- bréfin voru gefin út 22. mars 1999. Það megi lesa í fundargerð stjórnar Handsals 2. mars 1999 og í bréfi Fjármálaeftirlitsins tveimur dögum síðar: „Staða félagsins hafi þá raun- verulega ekki verið betri en þeg- ar Burnham International á Ís- landi hf. var svipt starfsleyfi og tekið til skipta og því hæpið að tala um að veðið hefði rýrnað til muna. Ljóst sé að veðið var einskis virði við útgáfu skulda- bréfanna. Ekki sé því um það að ræða að veðið hafi rýrnað er rétt- lætt gæti gjaldfellingu af hálfu varnaraðila (LA),“ hefur héraðs- dómur eftir lögmanni Guðmund- ar Franklíns. „Þær miklu fjárskuldbinding- ar, sem sóknaraðili (Guðmundur Franklín) tók persónulega á sig til að greiða fyrir hlutabréfin 22. mars 1999 við útgáfu umræddra skuldabréfa, stangast á við stað- hæfingu hans, að ljóst hefði verið að veð í hlutabréfunum væri ein- skis virði frá upphafi,“ segir Héraðsdómur Reykjavíkur á hinn bóginn og hafnaði með því kröfunni um að ógilda fjárnám sýslumanns. gar@frettabladid.is Akraneskaupstaður: Styrkir tón- listarnema SVEITARSTJÓRNARMÁL Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að taka þátt í námsvistarkostnaði tónlistarnema í framhaldsnámi til áramóta þrátt fyrir að viður- kenna ekki greiðsluskyldu sveit- arfélagsins varðandi tónlistar- nám á framhaldsskóla- og há- skólastigi. Í ályktun sem sam- þykkt var 11. september segir að í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er og óvissu um nám á haustönn sem nú sé að hefjast, samþykki bæjarráðið að taka þátt. Þá áskilji Akraneskaupstaður sér rétt til að setja hámark á greiðslu námsvistargjalds. ■ Laxeldisfyrirtæki: Verð á eldis- laxi hækkar um 40% SJÁVARÚTVEGUR Verð á eldislaxi hef- ur hækkað um 40% á mjög stutt- um tíma. Það hefur haft þau áhrif að þrátt fyrir gríðarlegt tap og miklar afskriftir helstu laxeldis- fyrirtækja Evrópu á fyrri helm- ingi þessa árs hækka hlutabréf þessara félaga ört. Þrjú stærstu félögin, Nutreco, Pan Fish og Fjord Seafood, töpuðu samtals um 430 milljónum evra, um 36 milljörðum íslenskra króna, á fyrri helmingi ársins. Tapið hefur þó ekki fælt frá alla fjárfesta því hækkanir á verði á eldislaxi hafa haft í för með sér öra hækkun á hlutabréfum þessara félaga. Til dæmis hefur gengið á bréfum nors- ka fyrirtækisins Fjord Seafood tvö- faldast á skömmum tíma. Samherji hf. keypti 2,6% eignarhlut í Fjord Seafood í janúar 2003. Greiningar- deild Kaupþings Búnaðarbanka áætlar að virði hlutarins hafi hækk- að um rúmar 200 milljónir króna á nokkrum vikum. ■ BERLÍN, AP Hubertus Bikker, 88 ára hollenskættaður Þjóðverji og fyrrverandi foringi í SS- sveitum Hitlers, hefur verið ákærður af þýskum dómstólum fyrir stríðsglæpi sem hann framdi í síðari heimsstyrjöld- inni. Bikker er meðal annars ákærður fyrir morðið á Jan Houtman, leiðtoga hollensku andspyrnuhreyfingarinnar, árið 1944. Samkvæmt ákæru- skjali reyndi Houtman, þá 27 ára, að flýja úr vinnubúðum í Hollandi og faldi sig í hlöðu. Houtman særðist á flóttanum og komst ekki lengra. Nasista- foringinn Bikker elti hann uppi og skaut hann með köldu blóði. Hollenskir dómstólar sak- felldu Bikker eftir síðari heimsstyrjöldina fyrir stríðs- glæpi, pyntingar og landráð og dæmdu hann í lífstíðarfangelsi. Bikker tókst hins vegar að flýja til Þýskalands í desember árið 1952 og þar hefur hann búið óáreittur þar til nú. Bikker fékk þýskt ríkisfang í stríðinu fyrir þjónustu við Hitler og því mátti ekki fram- selja hann. Hollensk yfirvöld hafa aðstoðað þýska saksókn- ara við málatilbúnað á hendur Bikker. Réttarhöld hefjast yfir honum á miðvikudag. ■ Hlí›asmára 15 Sími 535 2100 D ub lin D ub lin Ekki missa af október og nóvember Ver›dæmi í nóvember: 32.020 kr. 40.420 kr. Flugsæti Flug og gisting á mann. Innifalið er flug og flugvallarskattar. á mann. Innifalið er flug, gisting í 3 nætur á Ormond Quay og flugvallarskattar. SÍLD LANDAÐ Síldarkvótinn nam 130.000 tonnum. Innan við 100.000 tonn veiddust. „Ljóst sé að veðið var ein- skis virði við útgáfu skuldabréf- anna. HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Héraðsdómur Reykjavíkur segir Guðmund Franklín Jónsson hafa tekið á sig miklar per- sónulegar skuldbindingar þegar hann keypti Handsal. Það stangist á við þá staðhæfingu hans að ljóst hefði verið að veð í hlutabréfunum í Handsali væri einskis virði frá upphafi. ENGA MISKUNN Tæplega áttræður mótmælandi bar skilti fyrir utan dómshús í Norður-Þýskalandi. Á skiltinu stendur: „Enga miskunn fyrir nas- istann Bikker, morðingja Jan Houtman“. Bikker myrti Houtman, forystumann hol- lensku andspyrnuhreyfingarinnar, í þýsk- um fangabúðum árið 1944. Níræður nasisti dreginn fyrir þýska dómstóla: Myrti leiðtoga hollensku andspyrnunnar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.