Fréttablaðið - 17.09.2003, Page 11

Fréttablaðið - 17.09.2003, Page 11
11MIÐVIKUDAGUR 17. september 2003 Hin hægfara bylting Úrslit atkvæðagreiðslunnarum evruna í Svíþjóð eru vissulega nokkurt bakslag fyrir samrunaþróunina í Evrópu. Úr- slitin gefa þó ekki tilefni til að álykta að með þessu hafi Svíar tekið endanlega afstöðu til myntbandalagsins eða dregið sig út úr þessu ferli. Það rétta er að vegna óvissu í efnahagsmál- um sambandsins um þessar mundir og sérstöðu sinnar tóku þeir sér frest til að fylgjast bet- ur með framvindunni áður en þeir stíga skrefið til fulls. Um helmingur þeirra sem sögðu nei telja að evran verði komin til Svíþjóðar innan 10 ára. Á slæmum tíma Atkvæðagreiðslan kom á slæmum tíma sem hefur ein- kennst af stöðnun og vandræða- gangi í efnahagslífi Evrópu. Vera má að það hafi villt Svíum sýn á jákvæð áhrif sameigin- legrar myntar, en henni fylgja lægri vextir, minni áhætta og meiri samkeppni sem hefur hvetjandi áhrif á hagvöxt til lengri tíma litið. Þetta ástand er ekki evrunni að kenna. Réttara er að rekja efnahagsástandið til niður- sveiflu sem varð í heimsbú- skapnum og ósveigjanleika á þýskum og frönskum vinnu- mörkuðum, sem gerði stóru ríkjunum erfitt að halda fjár- lagahallanum innan leyfilegs hámarks Stöðugleikasáttmál- ans. Það ástand fannst Svíum ekki trúverðugt, hvað þá að franskir og þýskir stjórnmálamenn færu að kalla eftir undanþágum frá þeim ákvæðum. Staðan innan myntbandalagsins varðandi stjórn opinberra fjármála vó líklega þungt og tengist Svíum beint af því að þeir reka dýrasta velferðarkerfi í heimi og hafa reynst tregir að breyta því. En margir sem höfnuðu evrunni töldu að þátttaka í myntbanda- laginu myndi þrýsta á niður- skurð í sænska velferðarkerf- inu. Afstaða Svía, eins og Þjóð- verja, er tengd langri félags- hyggjuhefð sem enn hefur ekki náð að meðtaka að óhóflegar bætur og starfsverndarreglur draga úr velferð til langs tíma með því að hægja á hagvexti. Jafnframt er það kaldhæðnis- legt við niðurstöðuna að hún þrýstir á slíkan niðurskurð ef Svíar vilja auka hagvöxt hjá sér á komandi árum; hagvöxt sem evran hefði annars fært þeim. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eitt af smærri ríkjunum tekur sér meiri tíma til að íhuga næsta skref í þátttökuferlinu. Með því er jafnframt verið að leggja áherslu á sérstaka þjóð- arhagsmuni sem sambandið hef- ur þurft að finna lausn á. Danir höfnuðu Maastricht-sáttmálan- um árið 1992 en samþykktu hann ári síðar eftir að hafa feng- ið undanþágu frá aðild að mynt- bandalaginu. Jafnframt kom út úr því ferli „nálægðarreglan“. 57% Dana eru nú fylgjandi evr- unni samkvæmt nýrri skoðana- könnun. Því er allt eins líklegt að Danir taki af skarið á næst- unni. Norðmenn hafa tvisvar hafnað aðild að ESB en nýlega mældist meirihluti fylgjandi að- ild. Norðmenn gætu því einnig sótt um aftur á allra næstu árum. Þá höfnuðu Írar Nice- sáttmálanum um stækkun ESB árið 2000 en samþykktu svo stuttu síðar. Íslendingar hafa sjálfir farið sér hægt í þessum efnum, vegna sérstöðu sjávarút- vegsmála okkar, en miðar þó fram á veginn og meira en helm- ingur þjóðarinnar er fylgjandi aðild að ESB samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallups. Togstreita flókinna hagsmuna Ef við skoðum samrunaþró- unina í dýpra samhengi er ljóst að hún mótast af tiltekinni tog- streitu flókinna hagsmuna innan þjóðríkjanna og milli þeirra. Krafa borgaranna um aukin réttindi og betri lífsskilyrði í stærra og opnara samfélagi er sífellt að verða áleitnari. Þá er stór og skilvirkur innri markað- ur í Evrópu mikil bót á starfs- skilyrðum fyrirtækja og velferð til langs tíma litið. Á móti kem- ur andstæð afstaða þeirra sem telja sig eiga hagsmuni tengda þjóðríkinu eða hafa djúpstæð tilfinningabönd við eigin menn- ingu og lífshætti. Þá afstöðu má skilja sem jákvæða viðleitni til að varðveita mikilvæga hags- muni eða gildi, þótt margt bendi til að slíkir hagsmunir verði endanlega best tryggðir innan sambandsins. Þá hefur borið á togstreitu milli lítilla og stórra ríkja Evr- ópu við að móta sambandið, en á endanum hafa þau mál verið leyst. Stjórnarfyrirkomulagið ein- kennist af samráði ríkisstjórna um úrlausn sameiginlegra vandamála á svæðinu í heild og alþjóðlega. Þar eru hagsmunir þjóðríkjanna ekki bornir fyrir borð; reynslan sannar það. Þvert á móti munu þjóðríkin lifa áfram og gegna mikilvægu hlut- verki við að móta sértækar lausnir heima fyrir. Þá er menn- ing nátengd umhverfinu og hún mun einnig halda velli þótt hún og þjóðtungan breytist í meðför- um kynslóðanna. Á endanum er viðbúið að borgararnir og fyrirtæki stór og smá fái sínu framgengt og að öll Evrópa sameinist í stærra og opnara samfélag og markað með sameiginlega mynt og löggjöf. Í raun má líta á samrunaferlið sem hægfara byltingu í lífshátt- um Evrópubúa, sem mun halda áfram um ókomin ár með virku, árangursríku en tafsömu samn- ingsferli. ■ Umræða ÞORSTEINN ÞORGEIRSSON ■ skrifar um nið- urstöðu evru- kosningarinnar í Svíþjóð og framhaldið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.