Fréttablaðið - 17.09.2003, Side 13
13MIÐVIKUDAGUR 17. september 2003
Helgi Númason, endurskoðandiog fyrrum leikmaður Fram í
knattspyrnu, er afmælisbarn dags-
ins. „Ég á þrjár himneskar dætur
sem ég á von á í kaffi með fjöl-
skyldum sínum í tilefni dagsins,“
segir Helgi og bætir við að hann
hafi allar götur frá því hann stofn-
aði fjölskyldu haldið upp á daginn
með því að bjóða fólkinu sínu heim
á þessum degi.
Helgi er mörgum yngri knatt-
spyrnumanninum gleymdur en
hann var í liði Fram fyrir 1970 og
fram á áttunda áratuginn. Hann lék
á vinstri kantinum og var eitt árið
markakóngur deildarinnar. „Það
var óskaplega gaman að spila fót-
bolta en þetta hefur breyst mikið
frá því ég var upp á mitt besta. Nú
er fótboltinn mikið hraðari og
hreyfanlegri. Það þekktist ekki að
varnarmenn væru að færa sig neitt
að ráði í sóknina og framlínumenn
að sama skapi hjálpuðu ekki í vörn-
inni,“ segir Helgi, sem man þó eftir
að Terry Cooper var á þessum
árum það sem kallað var „overlapp-
ing“ og vakti mikla athygli áhuga-
manna um fótbolta. „Það var að
byrja þá en kostaði mikla yfirferð
og úthald. Nú eru menn um allt á
vellinum og hafa ótrúlegt þrek.“
Helgi er fæddur í Reykjavík en
fluttist til Hafnarfjarðar þegar
hann gerðist þar bæjarendurskoð-
andi. „Ég varð eftir í Hafnarfirði
þegar ég hætti og kann afskaplega
vel við mig þar. Sæki vinnu til
Reykjavíkur, sem ekki þykir til-
tölumál. Annars hefur starf end-
urskoðenda breyst mjög undan-
farin ár eins og margra annarra
sem byggja starf sitt á tölvunni.
Nú geta menn meira verið heima
og unnið þar ef þeir vilja.“
Helgi ver frítíma sínum mikið í
sumarbústað austur við Dyrhólaey.
Hann segir það stundum gott að
taka tölvuna með og geta dvalið
lengur og unnið. „Mér finnst unga
fólkið mun tregara til að vinna mik-
ið en við þeir eldri gerðum á sínum
tíma. Það hugsar meira um fjöl-
skylduna og að geta verið með
börnum sínum og ekki nema gott
eitt um það að segja,“ segir Helgi
Númason, sem hættur er að sprikla
með gömlum félögum í fótboltan-
um enda 57 ára í dag.
bergljot@frettabladid.is
HELGI NÚMASON
Reykvíkingur sem varð eftir í Hafnarfirði
og sækir vinnu í höfuðborgina.
Afmæli
HELGI NÚMASON
■ Hann lék um árabil með fyrstudeild-
arliði Fram í knattspyrnu og var marka-
kóngur deildarinnar eitt sumarið.
Markakóngur í gamla daga
SIGURÐUR VALGEIRSSON BÓK-
MENNTAFRÆÐINGUR
Hann hefur nýlega stofnað fyrirtækið Bæj-
arútgerðina og segist vera trillukarl í landi.
??? Hver?
Bókmenntafræðingur og fjölmiðlamað-
ur með lítið fyrirtæki sem heitir Bæjar-
útgerðin og sinnir útgáfu og fjölmiðlun.
Það má eiginlega segja að ég sé trillu-
karl í landi.
??? Hvar?
Á skrifstofu Bæjarútgerðarinnar, Tryggva-
götu 16 í Reykjavík.
??? Hvaðan?
Ég er fæddur á elliheimilinu Sólvangi í
Hafnarfirði, sem reyndar var fæðingar-
deild um tíma.
??? Hvað?
Ég er að skoða gamanefni sem gert hef-
ur verið í Sjónvarpið og er að spá í út-
gáfu á DVD-diski með úrvali úr því efni.
??? Hvernig?
Ég býð upp á þjónustu á öllum sviðum
sem ég hef unnið við, fyrir utan al-
mannatengslin í bili. Er um þessar
mundir með leikrit á ensku fyrir túrista
eftir okkur Sveinbjörn I. Baldvinsson
sem ég er að snurfusa áður en ég sýni
það leikstjóra. Þá er ég að ljúka þremur
þáttum fyrir sjónvarp sem sýndir verða á
nýju ári í Sjónvarpinu.
??? Hvers vegna?
Það blundar alltaf í mér einhver sjálf-
stæðishvöt sem ég fæ svalað með því
að reka smáfyrirtæki.
??? Hvenær?
Ég stofnaði það með syni mínum Stef-
áni Sigurðssyni en hann er nýfarinn í
framhaldsnám í hagfræði við Kaup-
mannahafnarháskóla. Ég geng ekki svo
langt að halda því fram að Kaupmanna-
hafnarangi Bæjarútgerðarinnar hafi ver-
ið stofnaður en það er sjálfsagt stutt í
það.
■ Persónan
■ Nýjar bækur
HANK WILLIAMS
Tónlistarmaðurinn Hank Williams fæddist
á þessum degi í Alabama fyrir 80 árum en
hann lést aðeins 30 ára gamall. Sonur
hans, Hank Williams Jr., hefur ötull haldið
minningu föður síns í kántríheimum á lífi.
Nú eru Ensku rósirnar hennarMadonnu fáanlegar en í gær
kom þessi margumtalaða barna-
bók út hjá Máli
og menningu.
Bókin kemur út
í yfir 100 lönd-
um á sama tíma
og er það í fyrs-
ta sinn sem ein
bók kemur út í
svo mörgum
löndum á sama
deginum. Í fréttatilkynningu frá
Máli og menningu segir að bókin
sé um fjórar 11 ára vinkonur sem
öfundast út í þá fimmtu.